Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Ágúst Orri Arnarson skrifar 12. apríl 2025 18:37 Waldemar Anton skoraði sitt fyrsta mark fyrir Dortmund til að tryggja 2-2 jafntefli. Ulrik Pedersen/NurPhoto via Getty Images Bayern Munchen og Borussia Dortmund gerðu 2-2 jafntefli í 29. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Öll fjögur mörkin voru skoruð í seinni hálfleik. Bæjarar voru með sigur í hendi sér en þurftu að sætta sig við eitt stig eftir óvænt mark varnarmannsins Waldemars Anton. Leikurinn var frá upphafi mjög skemmtilegur, heimamenn Dortmund vel spilandi en illa skapandi, gestirnir hins vegar gríðarlega hættulegir þegar þeir komust á boltann og sköpuðu úrvalsfæri fyrir Michael Olise, Josep Stanisic og Harry Kane meðal annars, en mörkin stóðu á sér í fyrri hálfleik. Markastíflan brast svo snemma í seinni hálfleik þegar Maximilian Beier tók forystuna fyrir Dortmund, gegn gangi leiksins, eftir frábæran sprett upp vinstri vænginn og stoðsendingu frá Julian Ryerson. Um miðjan seinni hálfleik skoraði Bayern tvö mörk með skömmu millibili og tók forystuna. Raphael Guerreiro var fyrstur á ferð eftir stoðsendingu Thomas Muller, Serge Gnabry setti boltann svo í netið eftir stutta stoðsendingu Josip Stanisic. Josip Stanisic gaf stoðsendingu og átti einnig frábæra björgun. F. Noever/FC Bayern via Getty Images Bayern hélt forystunni nokkuð örugglega næstu mínútur en upp úr nánast engu jafnaði Dortmund leikinn. Serhou Guirassy fékk boltann þá við vítateiginn, vippaði honum upp á sjálfan sig og klippti hann á markið. Skotið var varið en varnarmaðurinn Waldemar Anton fylgdi eftir og skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið til að tryggja 2-2 jafntefli. Þýski boltinn Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Leikurinn var frá upphafi mjög skemmtilegur, heimamenn Dortmund vel spilandi en illa skapandi, gestirnir hins vegar gríðarlega hættulegir þegar þeir komust á boltann og sköpuðu úrvalsfæri fyrir Michael Olise, Josep Stanisic og Harry Kane meðal annars, en mörkin stóðu á sér í fyrri hálfleik. Markastíflan brast svo snemma í seinni hálfleik þegar Maximilian Beier tók forystuna fyrir Dortmund, gegn gangi leiksins, eftir frábæran sprett upp vinstri vænginn og stoðsendingu frá Julian Ryerson. Um miðjan seinni hálfleik skoraði Bayern tvö mörk með skömmu millibili og tók forystuna. Raphael Guerreiro var fyrstur á ferð eftir stoðsendingu Thomas Muller, Serge Gnabry setti boltann svo í netið eftir stutta stoðsendingu Josip Stanisic. Josip Stanisic gaf stoðsendingu og átti einnig frábæra björgun. F. Noever/FC Bayern via Getty Images Bayern hélt forystunni nokkuð örugglega næstu mínútur en upp úr nánast engu jafnaði Dortmund leikinn. Serhou Guirassy fékk boltann þá við vítateiginn, vippaði honum upp á sjálfan sig og klippti hann á markið. Skotið var varið en varnarmaðurinn Waldemar Anton fylgdi eftir og skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið til að tryggja 2-2 jafntefli.
Þýski boltinn Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira