Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar 13. apríl 2025 08:31 Frédéric Bastiat skrifaði á miðri 19. öld að í stjórnmálum og hagfræði sé mikilvægt að líta ekki einungis til augljósra afleiðinga aðgerða — þess sem sést — heldur líka þess sem ekki sést: ósýnilegra afleiðinga, tækifæra sem glatast og kostnaðar sem ekki er strax augljós. Þessi hugsun á betur við nú en nokkru sinni fyrr. Í dag er aftur og aftur kallað eftir ríkisaðgerðum til að stuðla að breytingum. Hvort sem það eru orkuskipti, sjálfbærni eða bætt lífsgæði, þá virðist lausnin ávallt vera sú sama: styrkir, niðurgreiðslur og inngrip að hálfu ríkisins. Það sem sést eru góðar fyrirætlanir, ráðherrar með áætlanir, og borgarar sem fá nýtt hjól eða nýjan rafbíl á afslætti. En hvað er það sem ekki sést? Í nýlegum fréttum má sjá hvernig 1,4 milljarðar hafa runnið úr Orkusjóði til rafbílakaupa. Í skýrslum ráðuneytisins kemur fram að nær helmingur styrkjanna hafi runnið til tveggja tekjuhæstu tíundanna, og tekjuhæsti hópurinn fékk einn og sér tæpan þriðjung heildarstyrkjanna. Þetta þýðir einfaldlega að ríkisfjármunum, safnað með halla og sköttum frá öllum þjóðfélagshópum, var beint til þeirra sem síst þurftu á því að halda til að fjármagna neyslu einkabíls. Nýjasta útspilið er styrkir til kaupa á nytjahjólum — allt að 200.000 krónur eða þriðjungur af kaupverði. Þeir sem hafa efni á því að kaupa sér nýtt nytjahjól fá þannig niðurgreiðslu úr sameiginlegum sjóðum. En hver borgar fyrir það? Er það sá sem býr í dreifbýli og hefur takmörkuð not af hjóli í daglegum erindum? Eða einstaklingur sem þarf að forgangsraða milli matar, lyfja og húsaleigu? Það sem sést er sá sem fær styrk. Það sem ekki sést er sá sem borgar. Þessir styrkir eru ekki fjármagnaðir með sparnaði, heldur með ríkisútgjöldum — annað hvort með beinum sköttum í dag eða skuldum sem verða að sköttum framtíðarinnar, oft í formi verðbólgu sem smám saman étur upp kaupmátt allra. Þetta eru peningar sem hefðu annars getað farið í frjálsa neyslu, sparnað, fjárfestingar eða einfaldlega verið skilin eftir í vösum borgara. Við sjáum rafbíl eða hjól — en ekki verðmætasköpunina sem átti sér ekki stað vegna þess að fjármagninu var beint annað, í pólitískum tilgangi. Ríkið fjárfestir ekki með eigin peningum – því ríkið á enga peninga. Allt sem það hefur, hefur það tekið frá öðrum. Það gerir það án þess að þurfa að sýna fram á arðsemi eða mæta raunverulegri eftirspurn almennings, heldur eftir pólitískum forgangsröðunum sem sveiflast með hentugleika milli kjörtímabila. Ef það væri einfaldlega þannig að öll útgjöld ríkisins skiluðu samfélaginu hreinum ábata, væri nærtækast að ríkisvæða allt. En slíkt fyrirkomulag útrýmir einkaeign og persónulegri ábyrgð – og þar með þeim hvötum sem knýja einstaklinga og fyrirtæki til að nýta auðlindir skynsamlega, þróa betri lausnir og þjóna raunverulegri eftirspurn annarra. Það sem kallað er „samfélagslegur ávinningur“ í opinberum inngripum er sjaldnast mældur með markaðslegum aðferðum – heldur skilgreindur af stjórnmálafólki og embættismönnum sem sitja ekki undir afleiðingum ákvarðana sinna. Á frjálsum markaði er hagnaður ekki tilviljunarkenndur eða handahófskennd umbun. Hann er merki um að verðmæti hafi verið sköpuð – að einhver hafi veitt öðrum eitthvað sem var nægilega gagnlegt til að fólk væri tilbúið til að greiða fyrir það af fúsum og frjálsum vilja. Það er mælikvarði á gagnkvæman ávinning og ábyrgð. Þegar ríkið „hagnast“ eða ráðstafar fjármagni, þá er það ekki afleiðing frjálsra viðskipta. Það tekur fjármuni með valdboði – og kallar það réttlæti. Það sem virðist hagnaður hjá einum er þá einfaldlega tap annars. Þetta er ekki verðmætasköpun heldur tilfærsla, og sá munur skiptir öllu. Verðmætasköpun á sér stað þegar eitthvað nýtt og gagnlegt verður til — þegar einstaklingur býr til vöru eða þjónustu sem aðrir meta og eru fúsir að greiða fyrir. Tilfærsla á sér stað þegar fjármunir eru einfaldlega teknir frá einum og færðir til annars. Það býr til engin ný verðmæti – aðeins breytir því hver heldur á þeim. Í ljósi þess verður að spyrja: Er rétt að verja hundruðum milljóna í styrki sem enda í höndum þeirra sem hafa þegar tækin og tækifærin? Er rétt að kalla það samfélagslega ábyrgð að taka skattfé almennings og færa til velstæðra rafbílaeigenda og hjólakaupenda? Kannski ættum við að íhuga hvort ekki sé kominn tími til að treysta meira á einstaklinginn – á dómgreind hans, hvata og ábyrgar ákvarðanir í frjálsu samhengi. Og minna á yfirvald sem telur sig vita best hvernig aðrir eiga að lifa sínu lífi. Það sem sést eru fyrirætlanir – styrkir og loforð. Það sem ekki sést eru afleiðingarnar – verðmæti sem aldrei urðu til. Höfundur er tölvunarfræðingur og áhugamaður um austurríska hagfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Frédéric Bastiat skrifaði á miðri 19. öld að í stjórnmálum og hagfræði sé mikilvægt að líta ekki einungis til augljósra afleiðinga aðgerða — þess sem sést — heldur líka þess sem ekki sést: ósýnilegra afleiðinga, tækifæra sem glatast og kostnaðar sem ekki er strax augljós. Þessi hugsun á betur við nú en nokkru sinni fyrr. Í dag er aftur og aftur kallað eftir ríkisaðgerðum til að stuðla að breytingum. Hvort sem það eru orkuskipti, sjálfbærni eða bætt lífsgæði, þá virðist lausnin ávallt vera sú sama: styrkir, niðurgreiðslur og inngrip að hálfu ríkisins. Það sem sést eru góðar fyrirætlanir, ráðherrar með áætlanir, og borgarar sem fá nýtt hjól eða nýjan rafbíl á afslætti. En hvað er það sem ekki sést? Í nýlegum fréttum má sjá hvernig 1,4 milljarðar hafa runnið úr Orkusjóði til rafbílakaupa. Í skýrslum ráðuneytisins kemur fram að nær helmingur styrkjanna hafi runnið til tveggja tekjuhæstu tíundanna, og tekjuhæsti hópurinn fékk einn og sér tæpan þriðjung heildarstyrkjanna. Þetta þýðir einfaldlega að ríkisfjármunum, safnað með halla og sköttum frá öllum þjóðfélagshópum, var beint til þeirra sem síst þurftu á því að halda til að fjármagna neyslu einkabíls. Nýjasta útspilið er styrkir til kaupa á nytjahjólum — allt að 200.000 krónur eða þriðjungur af kaupverði. Þeir sem hafa efni á því að kaupa sér nýtt nytjahjól fá þannig niðurgreiðslu úr sameiginlegum sjóðum. En hver borgar fyrir það? Er það sá sem býr í dreifbýli og hefur takmörkuð not af hjóli í daglegum erindum? Eða einstaklingur sem þarf að forgangsraða milli matar, lyfja og húsaleigu? Það sem sést er sá sem fær styrk. Það sem ekki sést er sá sem borgar. Þessir styrkir eru ekki fjármagnaðir með sparnaði, heldur með ríkisútgjöldum — annað hvort með beinum sköttum í dag eða skuldum sem verða að sköttum framtíðarinnar, oft í formi verðbólgu sem smám saman étur upp kaupmátt allra. Þetta eru peningar sem hefðu annars getað farið í frjálsa neyslu, sparnað, fjárfestingar eða einfaldlega verið skilin eftir í vösum borgara. Við sjáum rafbíl eða hjól — en ekki verðmætasköpunina sem átti sér ekki stað vegna þess að fjármagninu var beint annað, í pólitískum tilgangi. Ríkið fjárfestir ekki með eigin peningum – því ríkið á enga peninga. Allt sem það hefur, hefur það tekið frá öðrum. Það gerir það án þess að þurfa að sýna fram á arðsemi eða mæta raunverulegri eftirspurn almennings, heldur eftir pólitískum forgangsröðunum sem sveiflast með hentugleika milli kjörtímabila. Ef það væri einfaldlega þannig að öll útgjöld ríkisins skiluðu samfélaginu hreinum ábata, væri nærtækast að ríkisvæða allt. En slíkt fyrirkomulag útrýmir einkaeign og persónulegri ábyrgð – og þar með þeim hvötum sem knýja einstaklinga og fyrirtæki til að nýta auðlindir skynsamlega, þróa betri lausnir og þjóna raunverulegri eftirspurn annarra. Það sem kallað er „samfélagslegur ávinningur“ í opinberum inngripum er sjaldnast mældur með markaðslegum aðferðum – heldur skilgreindur af stjórnmálafólki og embættismönnum sem sitja ekki undir afleiðingum ákvarðana sinna. Á frjálsum markaði er hagnaður ekki tilviljunarkenndur eða handahófskennd umbun. Hann er merki um að verðmæti hafi verið sköpuð – að einhver hafi veitt öðrum eitthvað sem var nægilega gagnlegt til að fólk væri tilbúið til að greiða fyrir það af fúsum og frjálsum vilja. Það er mælikvarði á gagnkvæman ávinning og ábyrgð. Þegar ríkið „hagnast“ eða ráðstafar fjármagni, þá er það ekki afleiðing frjálsra viðskipta. Það tekur fjármuni með valdboði – og kallar það réttlæti. Það sem virðist hagnaður hjá einum er þá einfaldlega tap annars. Þetta er ekki verðmætasköpun heldur tilfærsla, og sá munur skiptir öllu. Verðmætasköpun á sér stað þegar eitthvað nýtt og gagnlegt verður til — þegar einstaklingur býr til vöru eða þjónustu sem aðrir meta og eru fúsir að greiða fyrir. Tilfærsla á sér stað þegar fjármunir eru einfaldlega teknir frá einum og færðir til annars. Það býr til engin ný verðmæti – aðeins breytir því hver heldur á þeim. Í ljósi þess verður að spyrja: Er rétt að verja hundruðum milljóna í styrki sem enda í höndum þeirra sem hafa þegar tækin og tækifærin? Er rétt að kalla það samfélagslega ábyrgð að taka skattfé almennings og færa til velstæðra rafbílaeigenda og hjólakaupenda? Kannski ættum við að íhuga hvort ekki sé kominn tími til að treysta meira á einstaklinginn – á dómgreind hans, hvata og ábyrgar ákvarðanir í frjálsu samhengi. Og minna á yfirvald sem telur sig vita best hvernig aðrir eiga að lifa sínu lífi. Það sem sést eru fyrirætlanir – styrkir og loforð. Það sem ekki sést eru afleiðingarnar – verðmæti sem aldrei urðu til. Höfundur er tölvunarfræðingur og áhugamaður um austurríska hagfræði.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun