Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. apríl 2025 15:24 Jadon Sancho fagnar jöfnunarmarki sínu gegn Ipswich Town. getty/Harry Murphy Nýliðar Ipswich Town komust tveimur mörkum yfir gegn Chelsea en misstu forskotið niður og urðu að sætta sig við jafntefli. Lökatölur á Stamford Bridge, 2-2. Julio Ensico kom Ipswich yfir á 19. mínútu eftir undirbúning frá Ben Johnson. Tólf mínútum síðar snerist dæmið við. Þá skoraði Johnson eftir undirbúning Ensicos. Strax í upphafi seinni hálfleiks skoraði Marc Cucurella og minnkaði muninn í 1-2. Jadon Sancho kom inn á sem varamaður á 68. mínútu og ellefu mínútum síðar jafnaði hann metin, 2-2. Chelsea, sem hefur gert tvö jafntefli í röð, er í 5. sæti deildarinnar en Ipswich er áfram í 18. sætinu með 21 stig, fjórtán stigum frá öruggu sæti. Enski boltinn
Nýliðar Ipswich Town komust tveimur mörkum yfir gegn Chelsea en misstu forskotið niður og urðu að sætta sig við jafntefli. Lökatölur á Stamford Bridge, 2-2. Julio Ensico kom Ipswich yfir á 19. mínútu eftir undirbúning frá Ben Johnson. Tólf mínútum síðar snerist dæmið við. Þá skoraði Johnson eftir undirbúning Ensicos. Strax í upphafi seinni hálfleiks skoraði Marc Cucurella og minnkaði muninn í 1-2. Jadon Sancho kom inn á sem varamaður á 68. mínútu og ellefu mínútum síðar jafnaði hann metin, 2-2. Chelsea, sem hefur gert tvö jafntefli í röð, er í 5. sæti deildarinnar en Ipswich er áfram í 18. sætinu með 21 stig, fjórtán stigum frá öruggu sæti.