Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. apríl 2025 17:20 Oscar Piastri keyrði McLaren bílinn af mikilli snilld. Kym Illman/Getty Images Oscar Piastri hjá McLaren ræsti fyrstur, hélt forystunni allan tímann í Barein og fagnaði sínum fyrsta sigri á tímabilinu í Formúlu 1. George Russell hjá Mercedes hélt liðsfélaga hans Lando Norris fyrir aftan sig til að tryggja þriðja sætið. Ríkjandi heimsmeistarinn Max Verstappen kom sjötti í mark á eftir Lewis Hamilton og Charles LeClerc hjá Ferrari. Sigurinn var afar öruggur hjá Piastri, sem kom fimmtán sekúndum á undan næsta manni yfir marklínuna þrátt fyrir að hafa misst sjö sekúndna forystu fyrr í kappakstrinum. Liðsfélagi hans Lando Norris stóð sig illa í tímatökunni í gær og ræsti sjötti en keyrði vel í dag og tryggði sér þriðja sætið á síðasta hringnum. Hann gæti líka enn unnið sig upp í annað sætið þar sem George Russell er til rannsóknar fyrir brot á DRS reglum. Lewis Hamilton var valinn ökumaður dagsins eftir að hafa unnið sig upp úr níunda sæti í fimmta sætið, þrátt fyrir bilanir í bílnum á leiðinni. Liðsfélagi hans hjá Ferrari, Charles LeClerc, stóð sig ekki eins vel og féll úr öðru sæti í það fjórða. Ríkjandi heimsmeistarinn Max Verstappen var í vandræðum framan af en tókst á lokahringjunum að taka fram úr Pierre Gasly hjá Alpine og enda í sjötta sæti. Liðsfélagi hans hjá Red Bull, Yuki Tsunoda, skoraði sín fyrstu stig á tímabilinu þegar hann kom níundi í mark. Akstursíþróttir Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Sigurinn var afar öruggur hjá Piastri, sem kom fimmtán sekúndum á undan næsta manni yfir marklínuna þrátt fyrir að hafa misst sjö sekúndna forystu fyrr í kappakstrinum. Liðsfélagi hans Lando Norris stóð sig illa í tímatökunni í gær og ræsti sjötti en keyrði vel í dag og tryggði sér þriðja sætið á síðasta hringnum. Hann gæti líka enn unnið sig upp í annað sætið þar sem George Russell er til rannsóknar fyrir brot á DRS reglum. Lewis Hamilton var valinn ökumaður dagsins eftir að hafa unnið sig upp úr níunda sæti í fimmta sætið, þrátt fyrir bilanir í bílnum á leiðinni. Liðsfélagi hans hjá Ferrari, Charles LeClerc, stóð sig ekki eins vel og féll úr öðru sæti í það fjórða. Ríkjandi heimsmeistarinn Max Verstappen var í vandræðum framan af en tókst á lokahringjunum að taka fram úr Pierre Gasly hjá Alpine og enda í sjötta sæti. Liðsfélagi hans hjá Red Bull, Yuki Tsunoda, skoraði sín fyrstu stig á tímabilinu þegar hann kom níundi í mark.
Akstursíþróttir Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira