Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. apríl 2025 11:35 Egill Þór Jónsson lést 20. desember síðastliðinn. Egill Þór Jónsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hlaut gullmerki Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, á árshátíð félasgins á föstudaginn. Egill Þór lést í desember eftir hetjulega baráttu við erfið veikindi. Árshátíð Heimdallar var haldin hátíðleg á Hótel Holt föstudaginn 11. apríl. Heimdellingar komu saman við borðhald á þessum sögulega stað til að fagna liðnu starfsári. Að vana var gullmerki Heimdallar veitt á árshátíðinni. Stjórn Heimdallar veitti Agli Þór, borgarfulltrúa og formanni Varðar sem lést þann 20. desember síðastliðinn, gullmerki Heimdallar. Júlíus Viggó Ólafsson, formaður Heimdallar, flutti ræðu þar sem hann tilkynnti ákvörðun stjórnar og heiðraði minningu Egils. „Egill Þór Jónsson er fyrirmynd okkar allra, Heimdellinga og þátttakanda í félagsstarfi. Hann gaf sig allan í starf sitt, fyrir sinni hugsjón og bættu samfélagi. Þeir sem þekktu hann lýsa honum sem góðum leiðtoga, vini, hróki alls fagnaðar á öllum mannamótum og manni allra, sem gat talað við alla, mótherja jafnt sem samherja. Við getum öll litið til hans sem dæmi um það hvernig við getum orðið betri í okkar þátttöku, starfi og þjónustu í félagsstarfi. Ef við komumst sem einstaklingar, í okkar baráttu fyrir sjálfstæðisstefnunni í íslensku samfélagi, með tærnar þar sem Egill hafði hælana, þá má segja að við höfum staðið okkur býsna vel,“ sagði Júlíus Viggó í ræðu sinni. Júlíus Viggó flytur ræðu sína. Meðal þeirra sem hafa hlotið gullmerki Heimdalls eru Davíð Oddsson, Jón Steinar Gunnlaugsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Bjarni Benediktsson, Ragnhildur Hjaltadóttir, Þorsteinn Pálsson og Sveinn R. Eyjólfsson. Heimdellingar búnir að taka vel til matar síns. Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Sjá meira
Árshátíð Heimdallar var haldin hátíðleg á Hótel Holt föstudaginn 11. apríl. Heimdellingar komu saman við borðhald á þessum sögulega stað til að fagna liðnu starfsári. Að vana var gullmerki Heimdallar veitt á árshátíðinni. Stjórn Heimdallar veitti Agli Þór, borgarfulltrúa og formanni Varðar sem lést þann 20. desember síðastliðinn, gullmerki Heimdallar. Júlíus Viggó Ólafsson, formaður Heimdallar, flutti ræðu þar sem hann tilkynnti ákvörðun stjórnar og heiðraði minningu Egils. „Egill Þór Jónsson er fyrirmynd okkar allra, Heimdellinga og þátttakanda í félagsstarfi. Hann gaf sig allan í starf sitt, fyrir sinni hugsjón og bættu samfélagi. Þeir sem þekktu hann lýsa honum sem góðum leiðtoga, vini, hróki alls fagnaðar á öllum mannamótum og manni allra, sem gat talað við alla, mótherja jafnt sem samherja. Við getum öll litið til hans sem dæmi um það hvernig við getum orðið betri í okkar þátttöku, starfi og þjónustu í félagsstarfi. Ef við komumst sem einstaklingar, í okkar baráttu fyrir sjálfstæðisstefnunni í íslensku samfélagi, með tærnar þar sem Egill hafði hælana, þá má segja að við höfum staðið okkur býsna vel,“ sagði Júlíus Viggó í ræðu sinni. Júlíus Viggó flytur ræðu sína. Meðal þeirra sem hafa hlotið gullmerki Heimdalls eru Davíð Oddsson, Jón Steinar Gunnlaugsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Bjarni Benediktsson, Ragnhildur Hjaltadóttir, Þorsteinn Pálsson og Sveinn R. Eyjólfsson. Heimdellingar búnir að taka vel til matar síns.
Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Sjá meira