Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar 16. apríl 2025 11:46 Alþingishús Íslendinga var reist á methraða á árunum 1880-81. Það var gert af samhentum landsmönnum. Grjót hafði verið sprengt úr Þingholtunum þegar fangahús var byggt á Skólavörðustíg árið 1872. Þar lærðu verka og iðnaðarmenn hérlendir að hantera stein. Því var verklagið endurtekið ellefu árum síðar, höggvið var í holtin grágrýti og byggt úr því þetta sameiningartákn okkar Íslendinga. Sameining og sjálfstæði eru systrahugtök og hafa sjaldan haft meira vægi en einmitt nú um mundir. Okkur berast daglega ógnarfréttir utan úr hinum stóra heimi, þar sem uppivöðulsamir einræðisherrar gera freklegar kröfur í helgi frjálsra þjóða. Þessir glæpamenn eru táknmyndir þess að lönd þeirra hafa þanist helst til mikið út og étið undir sig gamlalt minni sjálfstæðra þjóða. Þeir eru orðnir allt of valdamiklir og valdafíkn er eins og spilafíkn eða bara öll fíkn; óseðjandi. Jón Sigurðsson er án vafa okkar mesta þjóðhetja af því að hann þorði að mótmæla dönskum yfirvöldum sem vildu afmá Alþingi og innlima Íslendinga undir dönsku krúnunna árið 1851. Aldagömul dönsk undirlæga hefur samt alltaf læðst hér með veggjum og blætt yfir um í kynslóðirnar. Íslendingar hafa alltaf verið undirokaðir og kúgaðir. Fyrstu oligarkarnir (oligarch) komu fram á tólftu öld og voru ættarveldin (hljómar kunnuglega.) Þetta voru Sturlungar, Haukdælir, Oddverjar, Ásbirningar og fleiri. Þessar ættir fóru um með stanslausum ófriði og neyddu bændur og búalið í fremstu víglínu með tilheyrandi mannfalli. Stéttalaus þjóð sem er þjökuð af minnimáttarkennd Þetta er að gerast í Rússlandi núna. Þessi óöld stóð hérlendis um aldir. Sturlungu tíminn er samt talinn til gullaldatíma hér í sögulegu samhengi. Það var ekki eins og lífsbaráttan í þessu harða fagra landi, með tíðum mannfelli til sjós, aflabresti og uppskeruþurrð, væri ekki nóg. Nei, þá komu enskir kaupmenn og norður þýskir hansakaupmenn -og svo danskir. Allir byggðu þeir viðskiptamódel sín á því að okra á sístritandi Íslendingum. Þetta viðskiptamódel er í dag lofað sem flottur „bissness” og góð kaupsýsla. Einu skiptin sem við leyfum okkur að varpa af okkur álagaham félagslegs vanmáttar gerist á fylleríum, og þegar vel gengur í kappleikjum á veraldarvísu. Þá látum við þessa stóru í útlöndum finna til tevatnsins; kennum þeim að það eru engir helvítis aumingjar sem sækja hér sjóinn eða bera grjót úr túnum við ystu myrkur. Handboltalandslið landans hefur oft gert hlut sinn glæsilegan um heim allan. Það má segja að liðið endurspegli þjóðina og sýni í rauninni hvað við erum ótrúleg þegar við erum sameinuð um málefnin. En heilt yfir erum við sundurlaus, stéttskipt, óréttlát og full af minnimáttakennd og hégóma. Yfir andyri húsi frelsis, mannréttinda og sjálfstæðis trjónir kórónaKristjáns níunda Danakonungs og í hornsteini hússins, sem byggt var af íslensku grjóti úr holtunum með svita og blóði hérlendra, eru faldar allar hinar dönsku myntir. Það er vont karma að hafa kórónu erlends konungs á Alþingishúsinu en því miður hefur enginn hefur haft hugrekki til að fjarlægja í kórónuna af þakinu. Setjum prófíl afsteypu af Jóni Sigurðsyni í staðin og verðum frjáls í alvöru. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Alþingishús Íslendinga var reist á methraða á árunum 1880-81. Það var gert af samhentum landsmönnum. Grjót hafði verið sprengt úr Þingholtunum þegar fangahús var byggt á Skólavörðustíg árið 1872. Þar lærðu verka og iðnaðarmenn hérlendir að hantera stein. Því var verklagið endurtekið ellefu árum síðar, höggvið var í holtin grágrýti og byggt úr því þetta sameiningartákn okkar Íslendinga. Sameining og sjálfstæði eru systrahugtök og hafa sjaldan haft meira vægi en einmitt nú um mundir. Okkur berast daglega ógnarfréttir utan úr hinum stóra heimi, þar sem uppivöðulsamir einræðisherrar gera freklegar kröfur í helgi frjálsra þjóða. Þessir glæpamenn eru táknmyndir þess að lönd þeirra hafa þanist helst til mikið út og étið undir sig gamlalt minni sjálfstæðra þjóða. Þeir eru orðnir allt of valdamiklir og valdafíkn er eins og spilafíkn eða bara öll fíkn; óseðjandi. Jón Sigurðsson er án vafa okkar mesta þjóðhetja af því að hann þorði að mótmæla dönskum yfirvöldum sem vildu afmá Alþingi og innlima Íslendinga undir dönsku krúnunna árið 1851. Aldagömul dönsk undirlæga hefur samt alltaf læðst hér með veggjum og blætt yfir um í kynslóðirnar. Íslendingar hafa alltaf verið undirokaðir og kúgaðir. Fyrstu oligarkarnir (oligarch) komu fram á tólftu öld og voru ættarveldin (hljómar kunnuglega.) Þetta voru Sturlungar, Haukdælir, Oddverjar, Ásbirningar og fleiri. Þessar ættir fóru um með stanslausum ófriði og neyddu bændur og búalið í fremstu víglínu með tilheyrandi mannfalli. Stéttalaus þjóð sem er þjökuð af minnimáttarkennd Þetta er að gerast í Rússlandi núna. Þessi óöld stóð hérlendis um aldir. Sturlungu tíminn er samt talinn til gullaldatíma hér í sögulegu samhengi. Það var ekki eins og lífsbaráttan í þessu harða fagra landi, með tíðum mannfelli til sjós, aflabresti og uppskeruþurrð, væri ekki nóg. Nei, þá komu enskir kaupmenn og norður þýskir hansakaupmenn -og svo danskir. Allir byggðu þeir viðskiptamódel sín á því að okra á sístritandi Íslendingum. Þetta viðskiptamódel er í dag lofað sem flottur „bissness” og góð kaupsýsla. Einu skiptin sem við leyfum okkur að varpa af okkur álagaham félagslegs vanmáttar gerist á fylleríum, og þegar vel gengur í kappleikjum á veraldarvísu. Þá látum við þessa stóru í útlöndum finna til tevatnsins; kennum þeim að það eru engir helvítis aumingjar sem sækja hér sjóinn eða bera grjót úr túnum við ystu myrkur. Handboltalandslið landans hefur oft gert hlut sinn glæsilegan um heim allan. Það má segja að liðið endurspegli þjóðina og sýni í rauninni hvað við erum ótrúleg þegar við erum sameinuð um málefnin. En heilt yfir erum við sundurlaus, stéttskipt, óréttlát og full af minnimáttakennd og hégóma. Yfir andyri húsi frelsis, mannréttinda og sjálfstæðis trjónir kórónaKristjáns níunda Danakonungs og í hornsteini hússins, sem byggt var af íslensku grjóti úr holtunum með svita og blóði hérlendra, eru faldar allar hinar dönsku myntir. Það er vont karma að hafa kórónu erlends konungs á Alþingishúsinu en því miður hefur enginn hefur haft hugrekki til að fjarlægja í kórónuna af þakinu. Setjum prófíl afsteypu af Jóni Sigurðsyni í staðin og verðum frjáls í alvöru. Höfundur er tónlistarmaður.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun