Innlent

Ör­tröð í Leifs­stöð og um­deildur hæsta­réttar­dómur í Bret­landi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum fjöllum við um mannþröng í Leifsstöð en langar raðir mynduðust í morgun þegar sólarþyrstir Íslendingar lögðu af stað til útlanda yfir páska. 

Við ræðum einnig við formann Samtakanna 78 sem segir að nýfallinn hæstaréttardómur í Bretlandi sé atlaga að tilverurétti trans fólk. 

Einnig verður rætt við utanríkisráðherra um ástandið á Gasa sem hún segir ólíðandi.

Í sportpakka dagsins verður sögulegur árangur Álftaness til umræðu og farið yfir leikina í Bestu deild kvenna frá því í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×