Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Árni Sæberg skrifar 16. apríl 2025 13:37 Ýmiss konar áfengi fæst nú keypt hjá fjölda netverslana með áfengi, til að mynda bjór eins og þessi. Vísir/Vilhelm Mál tveggja netverslana með áfengi eru komin aftur á borð lögreglu til rannsóknar. Þau fóru frá lögreglu til ákærusviðs í september í fyrra og höfðu þá verið í rannsókn nokkur ár. Greint var frá því í byrjun september í fyrra að rannsókn lögreglu á kærum á hendur tveimur netverslunum sem selja áfengi væri lokið. Mál þeirra væru nú á borði ákærusviðs embættisins. Þá höfðu málin verið til rannsóknar í rúm fjögur ár. Hefðu ekki rannsakað málin nema tilefni væri til Þá sagði Grímur Grímsson, alþingismaður og þáverandi yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að ákærusvið Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sem færi með ákæruvald í áfengismálum, myndi fara yfir niðurstöður rannsóknarinnar og taka í framhaldinu ákvörðun um hvort ákæra yrði gefin út. Hann sagði ljóst að grunur hefði verið uppi um refsiverða háttsemi, enda hefði lögregla ekki annars tekið málið til rannsóknar til að byrja með. Tiltekin atriði vantaði Í svari við fyrirspurn Vísis segir Árni Bergur Sigurðsson, aðstoðarsaksóknari á ákærusviði, að staðan á málunum sé nú sú að þeim hafi verið vísað aftur til rannsóknar hjá lögreglu öðru hvoru megin við mánaðamótin febrúar/mars. Það sé ákærandi sem taki á endanum ákvörðun um hvort rannsókn og rannsóknargögn séu fullnægjandi til að hægt sé að taka ákvörðun um afdrif mála, svo sem útgáfu ákæru. Þannig geti ákærandi mælt fyrir um frekari rannsóknaraðgerðir af hálfu lögreglu sé þess talin þörf. Í þessu tilviki hafi verið talið vanta upp á tiltekin atriði svo hægt væri að taka með fullnægjandi hætti ákvörðun á grundvelli laga um meðferð sakamála. Árni Bergur segir að að rannsóknaraðgerðum loknum verði fljótlega tekin ákvörðun á ákærusviði hvort gefnar verða út ákærur. Netverslun með áfengi Áfengi Lögreglumál Verslun Tengdar fréttir „Netverslun með áfengi er smásala áfengis“ Þingmaður Flokks fólksins segir vefverslun með áfengi vera skýrt brot á áfengislögum. Hann ræddi málið við þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem segist ekki deila þeirri skoðun með honum, í Sprengisandi í morgun. 10. júlí 2022 15:48 Hildur vill heimila íslenska netverslun með áfengi Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins er flutningsmaður frumvarps um breytingu á lögum um netverslun með áfengi sem hún leggur fram í dag. Í frumvarpinu er lagt til að heimilað verði að starfrækja vefverslun með áfengi í smásölu til neytenda. 9. febrúar 2022 10:39 Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á því sem hann kallar „gjörning“ lögreglu, eftir að lögreglumenn mættu í Skeifuna í gær til að stöðva þar netverslun með áfengi. Hann, eins og aðrir forsvarsmenn netverslana, telur starfsemina innan gildandi laga, sem þó séu meingölluð. 27. desember 2024 21:17 Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Lögmaður netverslunar með áfengi, sem lögregla hafði afskipti af í gær, segir verslunina hafa verið í fullum rétti til að afhenda áfengi, enda hafi lögregla að lokum „hrökklast frá“. Hann gagnrýnir óskýran lagaramma utan um starfsemina, sem lögregla eigi erfitt með að framfylgja. 27. desember 2024 12:07 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Greint var frá því í byrjun september í fyrra að rannsókn lögreglu á kærum á hendur tveimur netverslunum sem selja áfengi væri lokið. Mál þeirra væru nú á borði ákærusviðs embættisins. Þá höfðu málin verið til rannsóknar í rúm fjögur ár. Hefðu ekki rannsakað málin nema tilefni væri til Þá sagði Grímur Grímsson, alþingismaður og þáverandi yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að ákærusvið Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sem færi með ákæruvald í áfengismálum, myndi fara yfir niðurstöður rannsóknarinnar og taka í framhaldinu ákvörðun um hvort ákæra yrði gefin út. Hann sagði ljóst að grunur hefði verið uppi um refsiverða háttsemi, enda hefði lögregla ekki annars tekið málið til rannsóknar til að byrja með. Tiltekin atriði vantaði Í svari við fyrirspurn Vísis segir Árni Bergur Sigurðsson, aðstoðarsaksóknari á ákærusviði, að staðan á málunum sé nú sú að þeim hafi verið vísað aftur til rannsóknar hjá lögreglu öðru hvoru megin við mánaðamótin febrúar/mars. Það sé ákærandi sem taki á endanum ákvörðun um hvort rannsókn og rannsóknargögn séu fullnægjandi til að hægt sé að taka ákvörðun um afdrif mála, svo sem útgáfu ákæru. Þannig geti ákærandi mælt fyrir um frekari rannsóknaraðgerðir af hálfu lögreglu sé þess talin þörf. Í þessu tilviki hafi verið talið vanta upp á tiltekin atriði svo hægt væri að taka með fullnægjandi hætti ákvörðun á grundvelli laga um meðferð sakamála. Árni Bergur segir að að rannsóknaraðgerðum loknum verði fljótlega tekin ákvörðun á ákærusviði hvort gefnar verða út ákærur.
Netverslun með áfengi Áfengi Lögreglumál Verslun Tengdar fréttir „Netverslun með áfengi er smásala áfengis“ Þingmaður Flokks fólksins segir vefverslun með áfengi vera skýrt brot á áfengislögum. Hann ræddi málið við þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem segist ekki deila þeirri skoðun með honum, í Sprengisandi í morgun. 10. júlí 2022 15:48 Hildur vill heimila íslenska netverslun með áfengi Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins er flutningsmaður frumvarps um breytingu á lögum um netverslun með áfengi sem hún leggur fram í dag. Í frumvarpinu er lagt til að heimilað verði að starfrækja vefverslun með áfengi í smásölu til neytenda. 9. febrúar 2022 10:39 Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á því sem hann kallar „gjörning“ lögreglu, eftir að lögreglumenn mættu í Skeifuna í gær til að stöðva þar netverslun með áfengi. Hann, eins og aðrir forsvarsmenn netverslana, telur starfsemina innan gildandi laga, sem þó séu meingölluð. 27. desember 2024 21:17 Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Lögmaður netverslunar með áfengi, sem lögregla hafði afskipti af í gær, segir verslunina hafa verið í fullum rétti til að afhenda áfengi, enda hafi lögregla að lokum „hrökklast frá“. Hann gagnrýnir óskýran lagaramma utan um starfsemina, sem lögregla eigi erfitt með að framfylgja. 27. desember 2024 12:07 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
„Netverslun með áfengi er smásala áfengis“ Þingmaður Flokks fólksins segir vefverslun með áfengi vera skýrt brot á áfengislögum. Hann ræddi málið við þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem segist ekki deila þeirri skoðun með honum, í Sprengisandi í morgun. 10. júlí 2022 15:48
Hildur vill heimila íslenska netverslun með áfengi Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins er flutningsmaður frumvarps um breytingu á lögum um netverslun með áfengi sem hún leggur fram í dag. Í frumvarpinu er lagt til að heimilað verði að starfrækja vefverslun með áfengi í smásölu til neytenda. 9. febrúar 2022 10:39
Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á því sem hann kallar „gjörning“ lögreglu, eftir að lögreglumenn mættu í Skeifuna í gær til að stöðva þar netverslun með áfengi. Hann, eins og aðrir forsvarsmenn netverslana, telur starfsemina innan gildandi laga, sem þó séu meingölluð. 27. desember 2024 21:17
Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Lögmaður netverslunar með áfengi, sem lögregla hafði afskipti af í gær, segir verslunina hafa verið í fullum rétti til að afhenda áfengi, enda hafi lögregla að lokum „hrökklast frá“. Hann gagnrýnir óskýran lagaramma utan um starfsemina, sem lögregla eigi erfitt með að framfylgja. 27. desember 2024 12:07
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum