Innlent

Sex hópnauðganir til rann­sóknar og lengri opnunar­tími sund­lauga

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Sex kynferðisbrotamál, þar sem gerendur eru tveir eða fleiri, hafa komið inn á borð lögreglunnar það sem af er ári. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir þetta aukningu frá fyrri árum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Hæstiréttur Bretlands dæmdi í dag að ákvæði jafnréttislaga um konur nái ekki til trans kvenna. Aktívisti segir dóminn skref aftur á bak. 

Menningar- og íþróttaráð Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að lengja opnunartíma sundlauga um klukkutíma um helgar í sumar. Við ræðum við Skúla Helgason formann ráðsins í beinni útsendingu.

Haraldur Ólafsson veðurfræðingur fer yfir hvað er fram undan næstu daga og hvert fólk skal halda ef það vill gott veður um páskana. Fréttamaður fór á stúfana í dag til að kanna hvað fólk ætlar að gera yfir hátíðarnar. Huggulegt heima fyrir, matarboð og heimsókn til ömmu og afa er meðal þess sem er fram undan hjá sumum. 

Í sportpakkanum verðum við í beinni frá Ólafssal í Hafnarfirði þar sem Haukar og Grindavík eigast við í kvöld í undanúrslitum Bónusdeildar kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×