Enski boltinn

New­cast­le upp í þriðja sætið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Skoruðu fimm.
Skoruðu fimm. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN

Newcastle United lyfti sér upp í 3. sæti ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu með 5-0 sigri á Crystal Palace.

Lærisveinar Eddie Howe – sem hefur verið að glíma við lungnabólgu og var fjarverandi í kvöld – hafa verið á miklu flugi undanfarið. Það bendir flest til þess að liðið leiki í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð og leikur kvöldsins bar þess merki.

Jacob Murphy skoraði fyrsta mark leiksins eftir sendingu Kieran Tripiier á 14. mínútu en mörkin urðu fjögur talsins áður en fyrri hálfleik var lokið. Segja má að þriggja mínútna kafli hafi í raun drepið allar vonir gestanna. Fyrst brenndi Eberechi Eze af vítaspyrnu til að jafna metin og skömmu síðar skoraði miðvörðurinn Marc Guehí, sem hefur verið orðaður við Newcastle, sjálfsmark og staðan orðin 2-0.

Í uppbótartíma fyrri hálfleiks bættu Harvey Barnes og Fabian Schär við og staðan 4-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Hinn sænski Alexander Isak bætti fimmta marki Newcastle við í síðari hálfleik, hans 21. deildarmark á leiktíðinni.

Lokatölur á St. James´ Park 5-0 heimamönnum í vil og Newcastle nú með 59 stig í 3. sæti, fjórum stigum á eftir Arsenal. Á sama tíma er Crystal Palace í 12. sæti með 43 stig.


Tengdar fréttir

Þjálfari New­cast­le að jafna sig eftir lungna­bólgu

Eddie Howe, þjálfari Newcastle United, var ekki á hliðarlínunni þegar lið hans fór illa með Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Hann var á sjúkrahúsi vegna slæmrar lungnabólgu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×