Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2025 10:03 Björgvin Karl Gunnarsson þjálfari FHL, leikur símtalð sem hann fékk um að karlaliðið í KR fengi helminginn af peningnum sem átti að fara í kvennaliðið. S2 Sport FHL spilar í efstu deild í fyrsta sinn sem sameiginlegt lið en í þættunum Lengsta undirbúningstímabil í heimi ræddi þjálfari liðsins fyrri reynslu sína af því að þjálfa í úrvalsdeild kvenna í fótbolta. FHL eru nýliðar í Bestu deild kvenna í fótbolta í sumar og flestir leikmenn liðsins eru að spila sína fyrstu leiki í efstu deild. Björgvin Karl Gunnarsson þjálfari liðsins þekkir það þó að stýra liði í efstu deild. Baldur Sigurðsson heldur áfram að hita upp fyrir fótboltasumarið með þáttunum Lengsta undirbúningstímabil í heimi. Nú var komið að því að fara austur og heimsækja lið FHL sem er sameiginlegt lið Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis á Fáskrúðsfirði. KR konur féllu úr deildinni 2022 og hafa ekki komið upp síðan. Þær fóru alla leið niður í C-deild en spila í Lengjudeildinni i sumar.Vísir/Hulda Margrét Björgvin Karl hefur náð að setja saman flott lið sem komst síðan upp í Bestu deildina með því að klára Lengjudeildina með stæl í fyrra. Hvernig gerir hann upp KR-tímann? Baldur vildi fá að vita meira um fyrri reynslu Björgvin Karls af því að þjálfa í efstu deild kvenna. „Nú ert þú orðinn mjög reynslumikill þjálfari. Hefur bæði þjálfað karla- og kvennalið. Aðaltímabilið þitt áður en þú fórst að þjálfa FHL var þegar þú þjálfaðir kvennalið KR. Hvernig gerir þú upp þann tíma,“ spurði Baldur „Hann var frábær. Fyrsta árið, 2011, þá förum við í bikarúrslit, virkilega gaman og með svolítið ungt og breytt lið. Það var mjög lærdómsríkt tímabil,“ sagði Björgvin Karl. Vona að þetta sé að breytast „Var meiri pressa að þjálfa KR en að þjálfa FHL,“ spurði þá Baldur. „Nei. Það var þannig á tíma sem ég var þarna að þá var eiginlega öllum sama um kvennaliðið í KR. Öll pressa sem var kom því bara frá leikmönnum og þjálfarateyminu,“ sagði Björgvin. „Peningurinn fyrir liðið fór bara niður ef það þurfti að kaupa leikmann fyrir karlaliðið. Ég ætla að vona að það hafi breyst núna og mér heyrist að það sé að breytast. Ég er bara mjög ánægður með það,“ sagði Björgvin sem sagði sögu af því hvernig þetta gekk fyrir sig út í KR. Því miður þá getum við ekki boðið þér samning „Ég fékk að vita. Kvennaliðið fær fjórar milljónir í leikmenn. Jess. Kominn með tvær landskonur á kantinn og nú átti að fara rífa þetta upp. Svo var ég búinn að hringja í þær þá var mér sagt: Við þurfum að fá leikmann [fyrir karlaliðið], þú lækkar um tvær milljónir. OK. Ég hringi aftur í leikmanninn og sagði: Því miður þá getum við ekki boðið þér samning,“ sagði Björgvin. Það má horfa á þetta brot úr þættinum hér fyrir ofan. Klippa: LUÍH: Þá var eiginlega öllum sama um kvennaliðið í KR Lengsta undirbúningstímabil í heimi FHL KR Besta deild kvenna Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Sjá meira
FHL eru nýliðar í Bestu deild kvenna í fótbolta í sumar og flestir leikmenn liðsins eru að spila sína fyrstu leiki í efstu deild. Björgvin Karl Gunnarsson þjálfari liðsins þekkir það þó að stýra liði í efstu deild. Baldur Sigurðsson heldur áfram að hita upp fyrir fótboltasumarið með þáttunum Lengsta undirbúningstímabil í heimi. Nú var komið að því að fara austur og heimsækja lið FHL sem er sameiginlegt lið Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis á Fáskrúðsfirði. KR konur féllu úr deildinni 2022 og hafa ekki komið upp síðan. Þær fóru alla leið niður í C-deild en spila í Lengjudeildinni i sumar.Vísir/Hulda Margrét Björgvin Karl hefur náð að setja saman flott lið sem komst síðan upp í Bestu deildina með því að klára Lengjudeildina með stæl í fyrra. Hvernig gerir hann upp KR-tímann? Baldur vildi fá að vita meira um fyrri reynslu Björgvin Karls af því að þjálfa í efstu deild kvenna. „Nú ert þú orðinn mjög reynslumikill þjálfari. Hefur bæði þjálfað karla- og kvennalið. Aðaltímabilið þitt áður en þú fórst að þjálfa FHL var þegar þú þjálfaðir kvennalið KR. Hvernig gerir þú upp þann tíma,“ spurði Baldur „Hann var frábær. Fyrsta árið, 2011, þá förum við í bikarúrslit, virkilega gaman og með svolítið ungt og breytt lið. Það var mjög lærdómsríkt tímabil,“ sagði Björgvin Karl. Vona að þetta sé að breytast „Var meiri pressa að þjálfa KR en að þjálfa FHL,“ spurði þá Baldur. „Nei. Það var þannig á tíma sem ég var þarna að þá var eiginlega öllum sama um kvennaliðið í KR. Öll pressa sem var kom því bara frá leikmönnum og þjálfarateyminu,“ sagði Björgvin. „Peningurinn fyrir liðið fór bara niður ef það þurfti að kaupa leikmann fyrir karlaliðið. Ég ætla að vona að það hafi breyst núna og mér heyrist að það sé að breytast. Ég er bara mjög ánægður með það,“ sagði Björgvin sem sagði sögu af því hvernig þetta gekk fyrir sig út í KR. Því miður þá getum við ekki boðið þér samning „Ég fékk að vita. Kvennaliðið fær fjórar milljónir í leikmenn. Jess. Kominn með tvær landskonur á kantinn og nú átti að fara rífa þetta upp. Svo var ég búinn að hringja í þær þá var mér sagt: Við þurfum að fá leikmann [fyrir karlaliðið], þú lækkar um tvær milljónir. OK. Ég hringi aftur í leikmanninn og sagði: Því miður þá getum við ekki boðið þér samning,“ sagði Björgvin. Það má horfa á þetta brot úr þættinum hér fyrir ofan. Klippa: LUÍH: Þá var eiginlega öllum sama um kvennaliðið í KR
Lengsta undirbúningstímabil í heimi FHL KR Besta deild kvenna Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Sjá meira