Einhleypir karlmenn standa verst Eiður Þór Árnason skrifar 17. apríl 2025 11:30 Sólin brýst fram úr skýjunum á Reykjanesinu. Flestir landsmenn segjast vera ánægðir með líf sitt. vísir/vilhelm Nær 85 prósent landsmanna segjast ánægðir með líf sitt sem er nokkuð hærra hlutfall en fyrir áratug. Tæplega 7 prósent mælast óánægðir og nær 9 prósent hvorki ánægðir né óánægðir. Þetta er niðurstaða Þjóðarpúls Gallups en fyrir tíu árum sögðust 74 prósent landsmanna vera ánægðir með líf sitt og aðeins færri árin á undan. Eldra fólk er að jafnaði ánægðara með líf sitt en það yngra og fólk með meiri menntun er almennt ánægðara með líf sitt en fólk með minni menntun. Mikill meirihluti sagðist vera ánægður með líf sitt. Gallup Jafnframt kemur fram í samantekt Gallup að ánægja með lífið mælist minnst hjá einhleypum körlum. Aðeins 64 prósent þeirra segjast ánægðir með líf sitt á móti níu af hverjum tíu körlum sem eru giftir eða í sambúð. Á sama tíma segjast rúmlega 81 prósent einhleypra kvenna ánægðar með líf sitt. Þegar horft er til aldurs sést að fólk sem er 67 ára og eldra er ánægðast með líf sitt og þar á eftir fólk á aldrinum 46 til 66 ára sem er í hjónabandi eða sambúð en engin börn á heimilinu undir 18 ára. Fólk á aldrinum 35 til 66 ára sem býr eitt er óánægðast með líf sitt og þar á eftir fólk á aldrinum 18 til 45 ára með börn undir 18 ára á heimilinu. Framsóknarfólk ánægðast Fólk sem myndi kjósa Framsóknarflokkinn ef kosið yrði til Alþingis í dag eru ánægðari með líf sitt en þau sem kysu aðra flokka. Þau sem kysu Sósíalistaflokkinn eru hins vegar óánægðari með líf sitt en þau sem kysu aðra flokka. Hér má sjá niðurstöðurnar brotnar niður eftir samfélagshópum. Einhleypar konur eru almennt ánægðari en einhleypir karlmenn. Gallup Niðurstöðurnar eru úr netkönnun Gallup sem gerð var dagana 21. mars til 1. apríl 2025. Spurt var: „Ert þú almennt ánægð(ur), óánægð(ur) eða hvorki ánægð(ur) né óánægð(ur) með líf þitt?“ Heildarúrtaksstærð var 1.713 og þátttökuhlutfall var 51,9%. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Skoðanakannanir Geðheilbrigði Ástin og lífið Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Lilja sækist eftir að verða næsti formaður Framsóknar Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Sjá meira
Þetta er niðurstaða Þjóðarpúls Gallups en fyrir tíu árum sögðust 74 prósent landsmanna vera ánægðir með líf sitt og aðeins færri árin á undan. Eldra fólk er að jafnaði ánægðara með líf sitt en það yngra og fólk með meiri menntun er almennt ánægðara með líf sitt en fólk með minni menntun. Mikill meirihluti sagðist vera ánægður með líf sitt. Gallup Jafnframt kemur fram í samantekt Gallup að ánægja með lífið mælist minnst hjá einhleypum körlum. Aðeins 64 prósent þeirra segjast ánægðir með líf sitt á móti níu af hverjum tíu körlum sem eru giftir eða í sambúð. Á sama tíma segjast rúmlega 81 prósent einhleypra kvenna ánægðar með líf sitt. Þegar horft er til aldurs sést að fólk sem er 67 ára og eldra er ánægðast með líf sitt og þar á eftir fólk á aldrinum 46 til 66 ára sem er í hjónabandi eða sambúð en engin börn á heimilinu undir 18 ára. Fólk á aldrinum 35 til 66 ára sem býr eitt er óánægðast með líf sitt og þar á eftir fólk á aldrinum 18 til 45 ára með börn undir 18 ára á heimilinu. Framsóknarfólk ánægðast Fólk sem myndi kjósa Framsóknarflokkinn ef kosið yrði til Alþingis í dag eru ánægðari með líf sitt en þau sem kysu aðra flokka. Þau sem kysu Sósíalistaflokkinn eru hins vegar óánægðari með líf sitt en þau sem kysu aðra flokka. Hér má sjá niðurstöðurnar brotnar niður eftir samfélagshópum. Einhleypar konur eru almennt ánægðari en einhleypir karlmenn. Gallup Niðurstöðurnar eru úr netkönnun Gallup sem gerð var dagana 21. mars til 1. apríl 2025. Spurt var: „Ert þú almennt ánægð(ur), óánægð(ur) eða hvorki ánægð(ur) né óánægð(ur) með líf þitt?“ Heildarúrtaksstærð var 1.713 og þátttökuhlutfall var 51,9%. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.
Skoðanakannanir Geðheilbrigði Ástin og lífið Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Lilja sækist eftir að verða næsti formaður Framsóknar Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Sjá meira