Vísindamenn sem stunda rannsóknir sínar við Cambridge háskólann hafa undanfarið verið að rannska lofthjúp plánetu sem kallast K2-18b en plánetan jafnast á við ríflega tvær jarðir. Með James Webb sjónaukanum fundu vísindamennirnir merki um sameindir en á jörðu er þess konar sameindir aðeins búnar til af einföldum lífverum.
Sameindirnar sem fundust, dímetýlsúlfíð og dímetýl tvísúlfíð, eru framleiddar af svifjurtum í sjó og bakteríu á jörðinni. Prófessorinn Nikku Madhusudhan, einn rannsakendanna, sagði ef að tengsl sameindanna við líf séu til staðar sé í raun fullt af lífi á plánetunni.
„Ef við staðfestum að það sé líf á K2-18b ætti það að staðfesta að líf sé mjög algengt í vetrarbrautinni,“ segir Madhusudhan í samtali við BBC.
James Webb sjónaukinn, sem er í eigu bandarísku geimferðarstofnuninnar NASA, er svo öflugur að hann getur greint efnasamsetningu lofthjúps plánetunnar með ljósi sem berst frá lítilli rauðri sól sem plánetan snýst í kringum.
Þetta er í annað skipti sem fundist hafa vísbendingar um líf í lofthjúp plánetunnar en leggja vísindamennirnir áherslu á að safna þarf fleiri gögnum til að staðfesta upplýsingarnar.