Albert sagður á óskalista Everton og Inter Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2025 23:31 Er Albert á leið í ensku úrvalsdeildina? EPA-EFE/CLAUDIO GIOVANNINI Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er nokkuð óvænt sagður á óskalista Ítalíumeistara Inter Milan og enska úrvalsdeildarfélagsins Everton. Hinn 27 ára gamli Albert er sem stendur á láni hjá Fiorentina í Serie A, efstu deild ítölsku knattspyrnunnar. Samningur Genoa við Fiorentina innihélt klásúlu sem gerði það að verkum að síðarnefnda liðið þyrfti að kaupa landsliðsmanninn að tímabilinu loknu. Þrátt fyrir að hafa glímt við ýmis meiðsli á leiktíðinni hefur Albert komið við sögu í 27 leikjum í öllum keppnum, skorað 8 mörk og gefið 2 stoðsendingar. Hann var í byrjunarliðinu þegar Fiorentina tryggði sér sæti í undanúrslitum Sambandsdeildar Evrópu í gær, fimmtudag. EXCL: Everton are interested in Albert Gudmundsson, Genoa forward on loan at Fiorentina.Story from myself and @FrazFletcher on @TEAMtalk 🤝 And I have another #EFC forward target to reveal tomorrow… https://t.co/Qd81PJNqe9— Harry Watkinson (@HJWatkinson) April 17, 2025 Það er TEAMtalk sem greinir frá því að David Moyes sé með Albert á óskalista sínum hjá Everton. Skotinn knái hefur heldur betur snúið við gengi bláa liðsins í Bítlaborginni og situr liðið sem stendur í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 38 stig, jafn mörg og Manchester United. Everton er þó ekki eina félagið sem hefur áhuga á Alberti en ríkjandi Ítalíumeistarar eru einnig sagðir renna hýru auga til KR-ingsins. Inter hafði einnig áhuga fyrir ári síðan en ákvað að gera ekkert þá. Inter er sem stendur með þriggja stiga forystu á Napoli á toppi deildarinnar þegar sex umferðir eru eftir í Serie A. Fiorentina er í 8. sæti með 53 stig, sex á eftir Juventus í 4. sætinu. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Fleiri fréttir Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
Hinn 27 ára gamli Albert er sem stendur á láni hjá Fiorentina í Serie A, efstu deild ítölsku knattspyrnunnar. Samningur Genoa við Fiorentina innihélt klásúlu sem gerði það að verkum að síðarnefnda liðið þyrfti að kaupa landsliðsmanninn að tímabilinu loknu. Þrátt fyrir að hafa glímt við ýmis meiðsli á leiktíðinni hefur Albert komið við sögu í 27 leikjum í öllum keppnum, skorað 8 mörk og gefið 2 stoðsendingar. Hann var í byrjunarliðinu þegar Fiorentina tryggði sér sæti í undanúrslitum Sambandsdeildar Evrópu í gær, fimmtudag. EXCL: Everton are interested in Albert Gudmundsson, Genoa forward on loan at Fiorentina.Story from myself and @FrazFletcher on @TEAMtalk 🤝 And I have another #EFC forward target to reveal tomorrow… https://t.co/Qd81PJNqe9— Harry Watkinson (@HJWatkinson) April 17, 2025 Það er TEAMtalk sem greinir frá því að David Moyes sé með Albert á óskalista sínum hjá Everton. Skotinn knái hefur heldur betur snúið við gengi bláa liðsins í Bítlaborginni og situr liðið sem stendur í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 38 stig, jafn mörg og Manchester United. Everton er þó ekki eina félagið sem hefur áhuga á Alberti en ríkjandi Ítalíumeistarar eru einnig sagðir renna hýru auga til KR-ingsins. Inter hafði einnig áhuga fyrir ári síðan en ákvað að gera ekkert þá. Inter er sem stendur með þriggja stiga forystu á Napoli á toppi deildarinnar þegar sex umferðir eru eftir í Serie A. Fiorentina er í 8. sæti með 53 stig, sex á eftir Juventus í 4. sætinu.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Fleiri fréttir Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira