Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2025 08:02 Gianluca Zambrotta og Francesco Totti fagna á HM 2006. Sá fyrrnefndi þarf að fara undir hnífinn sem fyrst. EPA/RAINER JENSEN Gianluca Zambrotta spilaði með stórliðum á borð við AC Milan, Barcelona og Juventu sá ferli sínum. Hann vann fjölda titla og stóð uppi sem heimsmeistari með Ítalíu árið 2006. Nú stefnir í að þessi 48 ára gamli fyrrverandi knattspyrnumaður þurfti gervihné til þess að geta gengið eðlilega. Zambrotta var á sínum tíma talinn með bestu bakvörðum heims og spilaði meðal annars 98 A-landsleiki. Á annars glæstum ferli lenti hann ekki í neinum grafalvarlegum meiðslum en í dag er staðan önnur. Hann tjáði sig opinberlega um málið í hlaðvarpi á dögunum. Daily Mail greindi frá. Hér má sjá hvernig fætur Zambrotta eru í dag.Andrea Diodato/Getty Images Þannig er mál með vexti að Zambrotta er það hjólbeinóttur að læknarnir sem hann hefur talað við skilja í raun ekki hvernig hann getur gengið. Í hlaðvarpinu segir leikmaðurinn fyrrverandi að hann hafi þrívegis farið í aðgerð á hné og nú vanti allt trefjabrjósk í bæði hné hans. Það leiði til þess að fætur hans hafi orðið hjólbeinóttir. „Ég er orðinn að tilraunadýri. Læknarnir horfa á mig og spyrja hvernig ég get gengið. Eftir nokkur ár þarf ég að nota gervilimi.“ Zambrotta viðurkennir að ástand hans hafi versnað þar sem hann hafi ekki brugðist nægilega fljótt við. „Ég hefði ef til vill átt að byrja að vinna í þessu fyrr. Ég mun bráðlega fara í aðgerð á báðum hnjám. Læknarnir sem ég hef talað við skilja ekki hvernig ég get tekið þátt í hlutum eins og padel.“ Zambrotta er á leið undir hnífinn þar sem reynt verður að rétta fætur hans. Þó það gangi vel þá þarf hann samt sem áður að fá gervihné á næstu árum. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti HM 2006 í Þýskalandi Ítalski boltinn Padel Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Zambrotta var á sínum tíma talinn með bestu bakvörðum heims og spilaði meðal annars 98 A-landsleiki. Á annars glæstum ferli lenti hann ekki í neinum grafalvarlegum meiðslum en í dag er staðan önnur. Hann tjáði sig opinberlega um málið í hlaðvarpi á dögunum. Daily Mail greindi frá. Hér má sjá hvernig fætur Zambrotta eru í dag.Andrea Diodato/Getty Images Þannig er mál með vexti að Zambrotta er það hjólbeinóttur að læknarnir sem hann hefur talað við skilja í raun ekki hvernig hann getur gengið. Í hlaðvarpinu segir leikmaðurinn fyrrverandi að hann hafi þrívegis farið í aðgerð á hné og nú vanti allt trefjabrjósk í bæði hné hans. Það leiði til þess að fætur hans hafi orðið hjólbeinóttir. „Ég er orðinn að tilraunadýri. Læknarnir horfa á mig og spyrja hvernig ég get gengið. Eftir nokkur ár þarf ég að nota gervilimi.“ Zambrotta viðurkennir að ástand hans hafi versnað þar sem hann hafi ekki brugðist nægilega fljótt við. „Ég hefði ef til vill átt að byrja að vinna í þessu fyrr. Ég mun bráðlega fara í aðgerð á báðum hnjám. Læknarnir sem ég hef talað við skilja ekki hvernig ég get tekið þátt í hlutum eins og padel.“ Zambrotta er á leið undir hnífinn þar sem reynt verður að rétta fætur hans. Þó það gangi vel þá þarf hann samt sem áður að fá gervihné á næstu árum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti HM 2006 í Þýskalandi Ítalski boltinn Padel Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira