Southampton hefur verið vægast sagt átakanlegt á leiktíðinni og stefndi lengi í vel að það myndi skáka Derby sem slakasta lið í sögu deildarinnar. Það verður ekki sagt að það hafi legið í loftinu að liðið myndi fá stig í dag en þegar komið var inn í uppbótartíma var staðan 1-0 West Ham í vil þökk sé marki Jarrod Bowen í upphafi síðari hálfleiks.
Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði Lesley Ugochukwu hins vegar metin, lokatölur í Lundúnum 1-1. Stigið þýðir að Southampton, sem er löngu fallið, er með 11 stig á meðan Hamrarnir eru í 16. sæti með 36 stig.
— Southampton FC (@SouthamptonFC) April 19, 2025
Stigið þýðir að eins og staðan er í dag eru Southampton og Derby County slökustu lið í sögu úrvalsdeildarinnar sem stofnuð var 1992. Dýrlingarnir hafa nú sex leiki til að næla sér í að lágmarki eitt stig í viðbót og skilja Derby eitt eftir sem slaksta liðið.
Brentford vann Brighton & Hove Albion í miklum markaleik, lokatölur 4-2. Bryan Mbeumo skoraði tvívegis fyrir Brentford á meðan Yoane Wissa og Christian Nørgaard skoruðu sitthvort markið. Danny Welbeck og Kaoru Mitoma skoruðu mörk gestanna.
Brighton var manni færri síðasta hálftímann eftir að João Pedro fékk beint rautt spjald. Eftir leikinn er Brighton áfram með 48 stig í 10. sæti á meðan Brentford er með 46 stig í sætinu fyrir neðan.
Mbeumo goal 🤝 Wissa assist pic.twitter.com/hS0WinlSGb
— Premier League (@premierleague) April 19, 2025
Þá gerðu Crystal Palace og Bournemouth markalaust jafntefli. Heimamenn voru manni færri allan síðari hálfleikinn eftir að Chris Richards fékk sitt annað gula spjald í uppbótartíma þess fyrri.
Bournemouth eru með 49 stig í 8. sæti á meðan Palae er í 12. sæti með 44 stig.