„Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. apríl 2025 12:22 Guðrún Karls Helgudóttir flutti árlega páskaávarp biskup Íslands. Vísir/Vilhelm Biskup Íslands lagði áherslu á kærleika og mikilvægi þess að taka afstöðu með börnum og hinum saklausu. Rauði þráður ávarpsins var að sagan hafi engan endi þar sem henni sé ekki lokið. „Þær voru í ómögulegri stöðu. Konurnar þrjár sem höfðu hugrekki og djörfung til þess að fara að gröf Jesú á páskadagsmorgun. Þær vissu að staðan væri ómöguleg.“ Á þessum orðum hófst páskaávarp Guðrúnar Karls Helgudóttur, biskup Íslands þar sem hún lýsir mikilvægi þess að sýna ástvinum ást og umhyggju í lífi og dauða. „Að klæða mömmu í mjúka og hlýja sokka í kistunni, að hafa uppáhalds sængurver litla drengsins. Að leggja sálmabók eða bangsa ofan í kistuna og síðan að hugsa vel um leiðið.“ Rauði þráðurinn í ávarpinu var að sagan hafi engan endi, líkt og upprisa Jesú Krists. Guðrún lýsti því hvernig hún hafi alltaf verið hrifin af menningarefni sem hafi óræðan og opinn endi. „Sagan um upprisuna er saga án endis. Ekki aðeins guðspjallið sem við lesum á þessum páskadagsmorgni heldur sagan öll. Sögunni er nefnilega ekki lokið,“ segir hún. Ekki pólitísk afstaða að fordæma barnamorð Guðrún fór yfir víðan völl í árlegu páskaávarpi biskups en lagði mikla áherslu á mikilvægi þess að taka afstöðu með börnum og þeim sem minna mega sín. Mikið hafi gengið á á alþjóðavettvangi „Það sem við getum þó gert er að taka afstöðu. Ekkert okkar vill hafa þetta svona. Ekkert okkar vill stríð og við megum segja það. Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk. Það er afstaða sem við getum tekið, og við eigum að taka,“ sagði Guðrún. Hún segir fréttir af heimsmálum minna frekar á föstudaginn langa heldur en upprisu. Guðrún sagði frá því þegar 36 manns létust í árásum Rússa í Úkraínu fyrir viku síðan en mörg þeirra hafi verið á leið til eða frá helgihaldi. Þá lýsti hún því hvernig hugtakið mannréttindi virðist vera orðið að skammaryrði innan ákveðinna hópa í Bandaríkjunum. „Við sjáum með berum augum stríðsglæpi framda á Gasa sem mun nú vera hættulegasta svæðið fyrir börn í veröldinni. Alþjóðlegar hjálparstofnanir eru útilokaðar frá svæðinu og hafa verið frá því í mars. Í Súdan er heil þjóð að deyja úr hungri og við getum lítið gert,“ segir Guðrún. „Það er afstaða sem við getum tekið og eigum að geta tekið án þess að hljóta fyrir vikið pólitískan stimpil. Það er ekki pólitísk afstaða að fordæma barnamorð, hungurdauða eða sprengjuárásir á börn og aðra saklausa borgara á leið í messu. Það er bara rétt afstaða.“ Hún lauk ávarpi sínu á að brýna fyrir fólki að vera réttlát, sýna náunganum kærleika, forðast tómlæti og stöndum með fólki. „Það getum við meðal annars með því að fylgja Jesú eftir eins og konurnar forðum sem komu að gröfinni til að annast ástvin sinn. Að við breiðum út gleðiboðskap páskadags um að Jesús sé upprisinn. Að hið góða hafi sigrað og að hið góða sigri ávallt að lokum. Þannig tökum við þátt í að skapa betri endi á sögunni sem þó aldrei lýkur.“ Páskar Þjóðkirkjan Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
„Þær voru í ómögulegri stöðu. Konurnar þrjár sem höfðu hugrekki og djörfung til þess að fara að gröf Jesú á páskadagsmorgun. Þær vissu að staðan væri ómöguleg.“ Á þessum orðum hófst páskaávarp Guðrúnar Karls Helgudóttur, biskup Íslands þar sem hún lýsir mikilvægi þess að sýna ástvinum ást og umhyggju í lífi og dauða. „Að klæða mömmu í mjúka og hlýja sokka í kistunni, að hafa uppáhalds sængurver litla drengsins. Að leggja sálmabók eða bangsa ofan í kistuna og síðan að hugsa vel um leiðið.“ Rauði þráðurinn í ávarpinu var að sagan hafi engan endi, líkt og upprisa Jesú Krists. Guðrún lýsti því hvernig hún hafi alltaf verið hrifin af menningarefni sem hafi óræðan og opinn endi. „Sagan um upprisuna er saga án endis. Ekki aðeins guðspjallið sem við lesum á þessum páskadagsmorgni heldur sagan öll. Sögunni er nefnilega ekki lokið,“ segir hún. Ekki pólitísk afstaða að fordæma barnamorð Guðrún fór yfir víðan völl í árlegu páskaávarpi biskups en lagði mikla áherslu á mikilvægi þess að taka afstöðu með börnum og þeim sem minna mega sín. Mikið hafi gengið á á alþjóðavettvangi „Það sem við getum þó gert er að taka afstöðu. Ekkert okkar vill hafa þetta svona. Ekkert okkar vill stríð og við megum segja það. Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk. Það er afstaða sem við getum tekið, og við eigum að taka,“ sagði Guðrún. Hún segir fréttir af heimsmálum minna frekar á föstudaginn langa heldur en upprisu. Guðrún sagði frá því þegar 36 manns létust í árásum Rússa í Úkraínu fyrir viku síðan en mörg þeirra hafi verið á leið til eða frá helgihaldi. Þá lýsti hún því hvernig hugtakið mannréttindi virðist vera orðið að skammaryrði innan ákveðinna hópa í Bandaríkjunum. „Við sjáum með berum augum stríðsglæpi framda á Gasa sem mun nú vera hættulegasta svæðið fyrir börn í veröldinni. Alþjóðlegar hjálparstofnanir eru útilokaðar frá svæðinu og hafa verið frá því í mars. Í Súdan er heil þjóð að deyja úr hungri og við getum lítið gert,“ segir Guðrún. „Það er afstaða sem við getum tekið og eigum að geta tekið án þess að hljóta fyrir vikið pólitískan stimpil. Það er ekki pólitísk afstaða að fordæma barnamorð, hungurdauða eða sprengjuárásir á börn og aðra saklausa borgara á leið í messu. Það er bara rétt afstaða.“ Hún lauk ávarpi sínu á að brýna fyrir fólki að vera réttlát, sýna náunganum kærleika, forðast tómlæti og stöndum með fólki. „Það getum við meðal annars með því að fylgja Jesú eftir eins og konurnar forðum sem komu að gröfinni til að annast ástvin sinn. Að við breiðum út gleðiboðskap páskadags um að Jesús sé upprisinn. Að hið góða hafi sigrað og að hið góða sigri ávallt að lokum. Þannig tökum við þátt í að skapa betri endi á sögunni sem þó aldrei lýkur.“
Páskar Þjóðkirkjan Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira