Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. apríl 2025 21:45 Breskir kennarar segja samfélagsmiðla hafa bein áhrif á slæma hegðun nemenda og einelti. Getty Breskir kennarar segja áhrifavalda á samfélagsmiðlum hafa leitt til aukins kvenhaturs og rasisma í skólum. Samfélagsmiðlar séu ein helsta ástæðan fyrir slæmri hegðun nemenda og einelti. Könnun sem landssamtök kvenkyns kennara í Bretlandi (NASUWT) lögðu fyrir um 5.800 kennara leiddi þetta í ljós. BBC og Guardian hafa fjallað um málið. Þar kom fram að flestir kennarar telja samfélagsmiðla vera „aðalástæðuna“ fyrir slæmri framkomu í breskum skólum og að kvenkyns kennarar finni helst fyrir því. „Tveir af hverjum þremur kennurum segja okkur að samfélagsmiðlar séu nú lykilþáttur í einelti og slæmri hegðun nemenda,“ sagði Patrick Roach, framkvæmdastjóri NASUWT, á landsfundi samtakanna á föstudag. Þá töldu kennarar sem tóku könnunina einnig brýnt að bregðast við foreldrum sem neita að samþykkja skólareglur eða taka ábyrgð vegna hegðunar barna sinna. Ungir drengir spúi hatri, gelti á konur og horfi á klám Karlrembuáhrifavaldurinn Andrew Tate bar ítrekað á góma meðal kennara á landsfundinum og virðist enn hafa töluverð áhrif á unga drengi þó frægðarsól hans hafi dalað samanborið við árið 2022. „Margir nemenda okkar eru undir áhrifum Tate og Trump, spúa rasískum, hómófóbískum, transfóbískum og karlrembu-ummælum í hverju samtali og telja að það hafi engar afleiðingar,“ sagði einn kennari á fundi samtakanna og fleiri tóku undir. Andrew Tate er vinsæll karlrembu-áhrifavaldur sem talar fyrir ofbeldi gegn konum.Skjáskot „Það hafa drengir neitað að tala við mig og í staðinn talað við karlkyns aðstoðarkennara af því ég er kona og þeir fylgja Andrew Tate og finnst hann vera æðislegur með sína bíla og konur... Þetta voru tíu ára drengir,“ sagði einn kennari. Annar kennari lýsti því hvernig hópur drengja hefði ákveðið að skrifa ritgerð um það af hverju Andrew Tate væri geitin (the GOAT eða greatest of all time á ensku) af því hann kæmi fram við konur eins og eign sína. Haft hefði verið samband við foreldra sem hneykslaðir og könnuðust ekkert við þessar skoðanir barna sinna. Enn annar lýsti dæmum þess að drengir „geltu á kvenkyns starfsfólk“ og stæðu í vegi fyrir því. „Nemendur horfa á ofbeldisfullt og öfgakennt klámefni. Athyglisgáfa þeirra hefur minnkað. Þeir lesa fullt af falsfréttum og æsisögum sem láta þeim líða valdefldum og telja sig því vita betur en kennarinn,“ sagði einn kennari á fundinum. Þörf á hnitmiðuðu átaki Menntamálaráðuneyti Bretlands segist styðja kennara til að takast á við „skaðsöm áhrif“ á börn sem „uppgangur hættulegra áhrifavalda“ veldur. Talsmaður ráðuneytisins segir það munu veita kennurum ákveðin verkfæri til að takast á við þessar áskoranir. Endurskoðun á námsskrá muni skoða hvaða hæfni þurfi að hafa til að þrífast í síbreytilegum netheimum. Fyrrnefndur Roach hjá NASUWT sagði „aðkallandi þörf eftir hnitmiðuðu átaki grunnskóla, framhaldsskóla og annarra stofnana til að vernda öll börn og ungt fólk fyrir hættulegum áhrifum öfgahægri popúlista og öfgamanna“. Kennarar gætu ekki tekist á við slík vandamál einir. Bretland Ofbeldi barna Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Könnun sem landssamtök kvenkyns kennara í Bretlandi (NASUWT) lögðu fyrir um 5.800 kennara leiddi þetta í ljós. BBC og Guardian hafa fjallað um málið. Þar kom fram að flestir kennarar telja samfélagsmiðla vera „aðalástæðuna“ fyrir slæmri framkomu í breskum skólum og að kvenkyns kennarar finni helst fyrir því. „Tveir af hverjum þremur kennurum segja okkur að samfélagsmiðlar séu nú lykilþáttur í einelti og slæmri hegðun nemenda,“ sagði Patrick Roach, framkvæmdastjóri NASUWT, á landsfundi samtakanna á föstudag. Þá töldu kennarar sem tóku könnunina einnig brýnt að bregðast við foreldrum sem neita að samþykkja skólareglur eða taka ábyrgð vegna hegðunar barna sinna. Ungir drengir spúi hatri, gelti á konur og horfi á klám Karlrembuáhrifavaldurinn Andrew Tate bar ítrekað á góma meðal kennara á landsfundinum og virðist enn hafa töluverð áhrif á unga drengi þó frægðarsól hans hafi dalað samanborið við árið 2022. „Margir nemenda okkar eru undir áhrifum Tate og Trump, spúa rasískum, hómófóbískum, transfóbískum og karlrembu-ummælum í hverju samtali og telja að það hafi engar afleiðingar,“ sagði einn kennari á fundi samtakanna og fleiri tóku undir. Andrew Tate er vinsæll karlrembu-áhrifavaldur sem talar fyrir ofbeldi gegn konum.Skjáskot „Það hafa drengir neitað að tala við mig og í staðinn talað við karlkyns aðstoðarkennara af því ég er kona og þeir fylgja Andrew Tate og finnst hann vera æðislegur með sína bíla og konur... Þetta voru tíu ára drengir,“ sagði einn kennari. Annar kennari lýsti því hvernig hópur drengja hefði ákveðið að skrifa ritgerð um það af hverju Andrew Tate væri geitin (the GOAT eða greatest of all time á ensku) af því hann kæmi fram við konur eins og eign sína. Haft hefði verið samband við foreldra sem hneykslaðir og könnuðust ekkert við þessar skoðanir barna sinna. Enn annar lýsti dæmum þess að drengir „geltu á kvenkyns starfsfólk“ og stæðu í vegi fyrir því. „Nemendur horfa á ofbeldisfullt og öfgakennt klámefni. Athyglisgáfa þeirra hefur minnkað. Þeir lesa fullt af falsfréttum og æsisögum sem láta þeim líða valdefldum og telja sig því vita betur en kennarinn,“ sagði einn kennari á fundinum. Þörf á hnitmiðuðu átaki Menntamálaráðuneyti Bretlands segist styðja kennara til að takast á við „skaðsöm áhrif“ á börn sem „uppgangur hættulegra áhrifavalda“ veldur. Talsmaður ráðuneytisins segir það munu veita kennurum ákveðin verkfæri til að takast á við þessar áskoranir. Endurskoðun á námsskrá muni skoða hvaða hæfni þurfi að hafa til að þrífast í síbreytilegum netheimum. Fyrrnefndur Roach hjá NASUWT sagði „aðkallandi þörf eftir hnitmiðuðu átaki grunnskóla, framhaldsskóla og annarra stofnana til að vernda öll börn og ungt fólk fyrir hættulegum áhrifum öfgahægri popúlista og öfgamanna“. Kennarar gætu ekki tekist á við slík vandamál einir.
Bretland Ofbeldi barna Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira