„Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. apríl 2025 11:31 Illa hefur gengið hjá Lewis Hamilton í upphafi tímabilsins í Formúlu 1. getty/Alex Pantling Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton sagði að kappaksturinn í Sádí-Arabíu hefði verið hræðilegur hjá sér og árið 2025 yrði erfitt. Hamilton hefur ekki farið vel af stað með Ferrari og í gær lenti hann í 7. sæti í sádí-arabíska kappakstrinum. Samherji hans, Charles Leclerc, endaði í 3. sæti en það var í fyrsta sinn sem ökumaður Ferrari kemst á verðlaunapall á tímabilinu. „Ekkert jákvætt sem er hægt að taka frá deginum í dag fyrir utan að Charles komst á pall sem var frábært fyrir liðið,“ sagði Hamilton hreinskilinn eftir kappaksturinn í Jeddah í Sádí-Arabíu í gær. „Þetta var hræðilegt, alls ekki ánægjulegt. Ég rann bara um. Þetta var frekar slæmt.“ Hamilton á ekki von á að ástandið lagist mikið en næsti kappakstur fer fram í Miami sunnudaginn 4. maí. „Ég veit ekki hversu lengi ég verð í vandræðum en þetta er klárlega sársaukafullt. Ég reyni bara að bæta mig viku frá viku. Í augnablikinu er engin lausn svo þetta verður svona út árið. Þetta verður sársaukafullt,“ sagði Hamilton. Hann er í 7. sæti í keppni ökuþóra með 31 stig, 68 stigum á eftir forystusauðnum Oscar Piastri á McLaren. Akstursíþróttir Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Hamilton hefur ekki farið vel af stað með Ferrari og í gær lenti hann í 7. sæti í sádí-arabíska kappakstrinum. Samherji hans, Charles Leclerc, endaði í 3. sæti en það var í fyrsta sinn sem ökumaður Ferrari kemst á verðlaunapall á tímabilinu. „Ekkert jákvætt sem er hægt að taka frá deginum í dag fyrir utan að Charles komst á pall sem var frábært fyrir liðið,“ sagði Hamilton hreinskilinn eftir kappaksturinn í Jeddah í Sádí-Arabíu í gær. „Þetta var hræðilegt, alls ekki ánægjulegt. Ég rann bara um. Þetta var frekar slæmt.“ Hamilton á ekki von á að ástandið lagist mikið en næsti kappakstur fer fram í Miami sunnudaginn 4. maí. „Ég veit ekki hversu lengi ég verð í vandræðum en þetta er klárlega sársaukafullt. Ég reyni bara að bæta mig viku frá viku. Í augnablikinu er engin lausn svo þetta verður svona út árið. Þetta verður sársaukafullt,“ sagði Hamilton. Hann er í 7. sæti í keppni ökuþóra með 31 stig, 68 stigum á eftir forystusauðnum Oscar Piastri á McLaren.
Akstursíþróttir Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira