Endurskoðun á sátt Mílu og SKE tefst vegna kvartana frá Ljósleiðaranum

Endurskoðun á sátt sem Míla gerði við Samkeppniseftirlitið árið 2022 hefur verið stöðvuð tímabundið eftir að Ljósleiðarinn, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, setti fram kvartanir og sakar innviðafyrirtækið um brot á fjarskiptalögum og samkeppnislögum. Míla hefur hafnað öllum ásökunum keppinautarins en stjórnarmaður hjá fyrirtækinu hafði lýst því yfir undir lok síðasta árs að hún teldi Samkeppniseftirlitið ekki geta komist að annarri niðurstöðu en að fella úr gildi kvaðir á starfsemi Mílu.
Tengdar fréttir

Ardian: Auðveldara að fjárfesta á Íslandi ef samkeppnislögin eru eins og í Evrópu
Fjárfestingarstjóri hjá Ardian, sem stóð að stærstu erlendu fjárfestingunni hér á landi í meira en áratug með kaupunum á Mílu í lok síðasta árs, segir að fyrir erlenda langtímafjárfesta sé mikilvægt að þeir upplifi það að vera meðhöndlaðir af hálfu stjórnvalda með sama hætti og innlendir fjárfestar. Afar erfitt sé hins vegar að eiga við þá áhættu sem tengist vaxtastiginu og flökti í gengi krónunnar.

Ekki hlutverk eftirlitsins að vernda Ljósleiðarann, segir Ardian
Franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian og Síminn telja ljóst af umsögn Ljósleiðarans um söluna á Mílu að innviðafyrirtækið, sem er í opinberri eigu, vilji atbeina Samkeppniseftirlitsins til þess að takmarka samkeppni og verja „markaðsráðandi stöðu sína“. Þetta kemur ítrekað fram í athugasemdum fyrirtækjanna tveggja um umsögn Ljósleiðarans.