Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Lovísa Arnardóttir skrifar 22. apríl 2025 09:16 Breki og Katrín segja Ingu ekki hafa verið heima en maðurinn hennar tók við fötunni. Samsett Katrín Eir Ásgeirsdóttir, forseti KÍNEMA, nemendafélags Kvikmyndaskóla Íslands og Breki Snær Baldursson, varaforseti, félagsins fóru með tíu leggja fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum til Ingu Sæland, félags- og vinnumarkaðsráðherra, í tilraun til að fá hana til að bjarga Kvikmyndaskólanum. Katrín og Breki ræddu mál skólans í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þung og erfið,“ segir Breki um síðustu daga í skólanum. Þau hafi unnið stanslaust að því að finna lausn til að halda skólanum opnum en tilkynnt var um það fyrir páska að skólinn væri gjaldþrota og að koma ætti nemendum í Tækniskólann til að ljúka námi sínu. Á miðvikudag var svo tilkynnt að Rafmennt hefði keypt þrotabú skólans ásamt nafni hans, vörumerki, búnaði og öðrum verðmætum. Fundað verður með starfsfólki og nemendum í dag og á morgun. Breki Snær segist hafa frétt af lokuninni á sama tíma og greint var frá því í fjölmiðlum en þeim hafi verið greint frá gjaldþrotinu í mars. Katrín Eir segist helst berjast fyrir því að gæði náms haldist það sama og það hafi verið mikið sjokk að þau ættu að fara í Tækniskólann. Óvíst hafi verið hvort gæðin myndu halda sér. Breki Snær segir að einnig hafi þau barist fyrir því að fá að ljúka náminu í skólanum og að starfi skólans verði haldið áfram. Katrín Eir segir félagið hafa ætlað að funda með menntamálaráðherra en frestað fundinum vegna mögulegs samstarfs skólans við Rafmennt. „Við höfðum samband við þau. Inga er nágranni minn og ég hef oft afgreitt hana á KFC. Hún pantar yfirleitt tíu leggja fötu, extra crispy, og við vorum uppiskroppa með hugmyndir. Það kom ekkert annað til greina en að fara með tíu leggja fötu til Ingu Sæland,“ segir Katrín Eir. Inga hafi ekki verið heima en maðurinn hennar hafi tekið við henni. Hann hafi tekið við númerinu þeirra en þau hafi ekki heyrt í Ingu. Það sé skiljanlegt í ljósi þess að Rafmennt hafi tekið við skólanum. Skóla- og menntamál Bítið Kvikmyndagerð á Íslandi Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Gjaldþrot Háskólar Framhaldsskólar Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
„Þung og erfið,“ segir Breki um síðustu daga í skólanum. Þau hafi unnið stanslaust að því að finna lausn til að halda skólanum opnum en tilkynnt var um það fyrir páska að skólinn væri gjaldþrota og að koma ætti nemendum í Tækniskólann til að ljúka námi sínu. Á miðvikudag var svo tilkynnt að Rafmennt hefði keypt þrotabú skólans ásamt nafni hans, vörumerki, búnaði og öðrum verðmætum. Fundað verður með starfsfólki og nemendum í dag og á morgun. Breki Snær segist hafa frétt af lokuninni á sama tíma og greint var frá því í fjölmiðlum en þeim hafi verið greint frá gjaldþrotinu í mars. Katrín Eir segist helst berjast fyrir því að gæði náms haldist það sama og það hafi verið mikið sjokk að þau ættu að fara í Tækniskólann. Óvíst hafi verið hvort gæðin myndu halda sér. Breki Snær segir að einnig hafi þau barist fyrir því að fá að ljúka náminu í skólanum og að starfi skólans verði haldið áfram. Katrín Eir segir félagið hafa ætlað að funda með menntamálaráðherra en frestað fundinum vegna mögulegs samstarfs skólans við Rafmennt. „Við höfðum samband við þau. Inga er nágranni minn og ég hef oft afgreitt hana á KFC. Hún pantar yfirleitt tíu leggja fötu, extra crispy, og við vorum uppiskroppa með hugmyndir. Það kom ekkert annað til greina en að fara með tíu leggja fötu til Ingu Sæland,“ segir Katrín Eir. Inga hafi ekki verið heima en maðurinn hennar hafi tekið við henni. Hann hafi tekið við númerinu þeirra en þau hafi ekki heyrt í Ingu. Það sé skiljanlegt í ljósi þess að Rafmennt hafi tekið við skólanum.
Skóla- og menntamál Bítið Kvikmyndagerð á Íslandi Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Gjaldþrot Háskólar Framhaldsskólar Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira