Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2025 10:42 Nemendur og starfsmenn Harvard-háskóla mótmæla aðgerðum alríkisstjórnarinnar gegn skólanum á háskólasvæðinu í Cambridge í Massachusetts í síðustu viku. AP Stjórnendur Harvard-háskóla í Bandaríkjunum hafa stefnt alríkisstjórninni fyrir að hafa fryst fjárveitingar til skólans með ólögmætum hætti. Yfirmenn æðri menntastofnana í landinu gagnrýna harðlega „fordæmalaust ofríki og afskiptasemi“ stjórnvalda af háskólum. Alan M. Garber, forseti Harvard-háskóla, tilkynnti um málsóknina í bréfi til háskólasamfélagsins í gær. Þar sagði hann ákvörðun ríkisstjórnar repúblikana um fyrsta um tveggja milljarða dollara fjárveitingar til skólans ógna nauðsynlegum rannsóknum á sjúkdómum. Alríkisstjórnin frysti greiðslurnar í síðustu viku eftir að Garber neitaði að beygja sig í duftið, ólíkt stjórnendum margra annarra bandarískra háskóla, undan kröfum hennar um að hann breytti stjórnarháttum sínum, mannaráðningum og inntökuskilyrðum eftir geðþótta hennar. „Afleiðingar þessa ofríkis ríkisstjórnarinnar verða alvarlegar og langvarandi,“ skrifaði Garber í bréfi sínu í gær. Nefndi hann sérstaklega skaðleg áhrif á rannsóknir á krabbameini í börnum, Alzheimers og Parkinsons. Skólinn byggir stefnu sína meðal annars að því að ríkisstjórnin traðki á stjórnarskrárvörðum réttindum hans. Fjárveitingarnar hefðu verið frystar til þess að þvinga skólann til veita alríkisstjórninni stjórn á akademískum ákvörðunum við Harvard. Fleiri en hundrað forsetar háskóla og annarra æðri menntastofnana, þar á meðal Princeton-háskóla, skrifuðu undir sameiginlega yfirlýsingu sem birtist í dag þar sem þeir lýstu aðgerðum alríkisstjórnarinnar gegn Harvard og öðrum skólum sem fordæmalausu ofríki og pólitískum afskiptum sem ógnuðu æðri menntun í landinu. Hótað enn frekari skerðingum og refsiaðgerðum Ríkisstjórn repúblikana hefur sakað bandaríska háskóla um að gera ekki nóg til þess að uppræta gyðingaandúð innan veggja sinna. Vísar hún til tíðra mótmæla gegn hernaði Ísraela á Gasa á bandarískum háskólasvæðum síðasta eina og hálfa árið. Á meðal þess sem ríkisstjórnin krafðist af Harvard var að skólastjórnendur tilkynntu yfirvöldum um nemendur sem væru á móti „bandarískum gildum“. Þá vildu ríkisstjórnin fá að hafa áhrif á námskrár í skólanum. Nokkrir aðrir háskólar hafa lúffað undan sambærilegum kröfum alríkisstjórnarinnar. Harvard, stöndugasti háskóli Bandaríkjanna, var fyrsti skólinn sem neitaði að láta undan. Fyrir vikið hefur alríkisstjórnin hótað því að skerða fjárveitingar til hans enn frekar og að svipta hann skattfrelsi. Þá gæti honum verið bannað að taka við erlendum nemendum. Hvíta húsið brást við málsókn Harvard í gær með því að lýsa því yfir að sá tími væri liðinn sem stofnanir eins og Harvard gætu „verið á spenanum“ hjá alríkisstjórninni. Harvard fær um níu milljarða dollara á ári frá alríkisstjórninni en það fé rennur að mestu leyti til vísindarannsókna, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríska alríkisstjórnin hefur á síðustu mánuðum stöðvað aragrúa vísindarannsókna, á öllu frá smitsjúkdómum til loftsbreytinga, ýmist með stórfelldum niðurskurði hjá alríkisstofnunum eða með banni við að þær styðji verkefni sem ganga frá pólitískri hugmyndafræði núverandi valdhafa. Bandaríkin Háskólar Tengdar fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Háskólasamfélagið í Bandaríkjunum er skelkað vegna atlögu stjórnvalda að háskólunum í landinu og fræðimenn þegar lagðir á flótta til annarra landa. Þetta segir dósent við Columbia. Íslenskur nemi við Harvard segir framtíðaráform sín í mögulega í uppnámi en ætlar ekki að láta stjórnast af ótta vegna hótana Trump-stjórnarinnar sem beinast gegn háskólum og erlendum nemendum þeirra. 18. apríl 2025 19:55 Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Ríkisstjórn Repúblikana í Bandaríkjunum hefur hótað að banna Harvard háskólanum að taka við erlendum nemendum í nám skólans þar sem stjórn skólans neitaði að fara eftir skilyrðum stjórnarinnar. Meðal skilyrða er að tilkynna nemendur til alríkisyfirvalda sem eru andsnúnir „bandarískum gildum.“ 17. apríl 2025 15:42 Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Donald Trump heldur áfram stríði sínu við háskólana og hefur hótað að svipta Harvardháskóla skattfrelsi sínu. Skólinn neitaði að verða við kröfum hans um breytingar á reglum skólans sem hann segir miða að því að sporna við gyðingahatri. 15. apríl 2025 23:09 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Alan M. Garber, forseti Harvard-háskóla, tilkynnti um málsóknina í bréfi til háskólasamfélagsins í gær. Þar sagði hann ákvörðun ríkisstjórnar repúblikana um fyrsta um tveggja milljarða dollara fjárveitingar til skólans ógna nauðsynlegum rannsóknum á sjúkdómum. Alríkisstjórnin frysti greiðslurnar í síðustu viku eftir að Garber neitaði að beygja sig í duftið, ólíkt stjórnendum margra annarra bandarískra háskóla, undan kröfum hennar um að hann breytti stjórnarháttum sínum, mannaráðningum og inntökuskilyrðum eftir geðþótta hennar. „Afleiðingar þessa ofríkis ríkisstjórnarinnar verða alvarlegar og langvarandi,“ skrifaði Garber í bréfi sínu í gær. Nefndi hann sérstaklega skaðleg áhrif á rannsóknir á krabbameini í börnum, Alzheimers og Parkinsons. Skólinn byggir stefnu sína meðal annars að því að ríkisstjórnin traðki á stjórnarskrárvörðum réttindum hans. Fjárveitingarnar hefðu verið frystar til þess að þvinga skólann til veita alríkisstjórninni stjórn á akademískum ákvörðunum við Harvard. Fleiri en hundrað forsetar háskóla og annarra æðri menntastofnana, þar á meðal Princeton-háskóla, skrifuðu undir sameiginlega yfirlýsingu sem birtist í dag þar sem þeir lýstu aðgerðum alríkisstjórnarinnar gegn Harvard og öðrum skólum sem fordæmalausu ofríki og pólitískum afskiptum sem ógnuðu æðri menntun í landinu. Hótað enn frekari skerðingum og refsiaðgerðum Ríkisstjórn repúblikana hefur sakað bandaríska háskóla um að gera ekki nóg til þess að uppræta gyðingaandúð innan veggja sinna. Vísar hún til tíðra mótmæla gegn hernaði Ísraela á Gasa á bandarískum háskólasvæðum síðasta eina og hálfa árið. Á meðal þess sem ríkisstjórnin krafðist af Harvard var að skólastjórnendur tilkynntu yfirvöldum um nemendur sem væru á móti „bandarískum gildum“. Þá vildu ríkisstjórnin fá að hafa áhrif á námskrár í skólanum. Nokkrir aðrir háskólar hafa lúffað undan sambærilegum kröfum alríkisstjórnarinnar. Harvard, stöndugasti háskóli Bandaríkjanna, var fyrsti skólinn sem neitaði að láta undan. Fyrir vikið hefur alríkisstjórnin hótað því að skerða fjárveitingar til hans enn frekar og að svipta hann skattfrelsi. Þá gæti honum verið bannað að taka við erlendum nemendum. Hvíta húsið brást við málsókn Harvard í gær með því að lýsa því yfir að sá tími væri liðinn sem stofnanir eins og Harvard gætu „verið á spenanum“ hjá alríkisstjórninni. Harvard fær um níu milljarða dollara á ári frá alríkisstjórninni en það fé rennur að mestu leyti til vísindarannsókna, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríska alríkisstjórnin hefur á síðustu mánuðum stöðvað aragrúa vísindarannsókna, á öllu frá smitsjúkdómum til loftsbreytinga, ýmist með stórfelldum niðurskurði hjá alríkisstofnunum eða með banni við að þær styðji verkefni sem ganga frá pólitískri hugmyndafræði núverandi valdhafa.
Bandaríkin Háskólar Tengdar fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Háskólasamfélagið í Bandaríkjunum er skelkað vegna atlögu stjórnvalda að háskólunum í landinu og fræðimenn þegar lagðir á flótta til annarra landa. Þetta segir dósent við Columbia. Íslenskur nemi við Harvard segir framtíðaráform sín í mögulega í uppnámi en ætlar ekki að láta stjórnast af ótta vegna hótana Trump-stjórnarinnar sem beinast gegn háskólum og erlendum nemendum þeirra. 18. apríl 2025 19:55 Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Ríkisstjórn Repúblikana í Bandaríkjunum hefur hótað að banna Harvard háskólanum að taka við erlendum nemendum í nám skólans þar sem stjórn skólans neitaði að fara eftir skilyrðum stjórnarinnar. Meðal skilyrða er að tilkynna nemendur til alríkisyfirvalda sem eru andsnúnir „bandarískum gildum.“ 17. apríl 2025 15:42 Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Donald Trump heldur áfram stríði sínu við háskólana og hefur hótað að svipta Harvardháskóla skattfrelsi sínu. Skólinn neitaði að verða við kröfum hans um breytingar á reglum skólans sem hann segir miða að því að sporna við gyðingahatri. 15. apríl 2025 23:09 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Háskólasamfélagið í Bandaríkjunum er skelkað vegna atlögu stjórnvalda að háskólunum í landinu og fræðimenn þegar lagðir á flótta til annarra landa. Þetta segir dósent við Columbia. Íslenskur nemi við Harvard segir framtíðaráform sín í mögulega í uppnámi en ætlar ekki að láta stjórnast af ótta vegna hótana Trump-stjórnarinnar sem beinast gegn háskólum og erlendum nemendum þeirra. 18. apríl 2025 19:55
Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Ríkisstjórn Repúblikana í Bandaríkjunum hefur hótað að banna Harvard háskólanum að taka við erlendum nemendum í nám skólans þar sem stjórn skólans neitaði að fara eftir skilyrðum stjórnarinnar. Meðal skilyrða er að tilkynna nemendur til alríkisyfirvalda sem eru andsnúnir „bandarískum gildum.“ 17. apríl 2025 15:42
Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Donald Trump heldur áfram stríði sínu við háskólana og hefur hótað að svipta Harvardháskóla skattfrelsi sínu. Skólinn neitaði að verða við kröfum hans um breytingar á reglum skólans sem hann segir miða að því að sporna við gyðingahatri. 15. apríl 2025 23:09