Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2025 18:03 Umfangsmikil leit að manni sem virðist hafa orðið fyrir árás hákarla hefur átt sér stað undan ströndum Ísrael. Líkamsleifar fundust í dag og hafa verið sendar til rannsóknar. AP/Ariel Schalit Lögreglan í Ísrael hefur sent líkamsleifar til rannsóknar eftir umfangsmikla leit að kafara sem virðist hafa orðið fyrir hákarlaárás undan ströndum Hadera í gær. Umræddur staður hefur verið vinsæll meðal kafara og sundmanna sem farið hafa þangað til að synda með hákörlum sem halda þar til. Aðrir strandgestir tóku árásina upp og segjast vitni hafa heyrt manninn kalla í land að hann hafi verið bitinn. Times of Israel hefur eftir konu sem varð vitni að árásinni að hún telji þrjá hákarla hafa ráðist á manninn og í kjölfarið hafi hann horfið. Þá hefur miðillinn eftir öðrum að maðurinn hafi verið við veiðar og hafi verið á leið í land, með fiska sem hann veiddi bundna við belti sitt. Talið sé að þess vegna hafi hákarlarnir ráðist á hann. Annar miðill segir manninn hafa ætlað sér að synda með hákörlunum sem hafi verið á svæðinu. Ynet hefur eftir vini hans að hann hafi varað manninn við því að reyna að synda með hákörlunum. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið hér að neðan getur vakið óhug. Umræddri strönd hefur verið lokað en ungir menn sáust þó í morgun stinga sér þar til sunds. Þeim var þó fljótt skipað aftur í land. Hákarlaárásir eru einkar sjaldgæfar á þessu svæði. Þetta virðist vera þriðja hákarlaárásin undan ströndum Ísrael sem vitað er um og í annað sinn sem manni er banað af hákörlum. Síðast gerðist það árið 1940. AP fréttaveitan segir að margir hákarlar hafi haldið til á svæðinu um árabil og forvitnir sundmenn hafi ítrekað stungið sér til sunds með þeim. Fjöldinn hafi verið sérstaklega mikill um helgina vegna páskahátíðarinnar og að fólk hafi jafnvel tekið upp á því að kasta fiskum til hákarlanna, þvert á viðvaranir sérfræðinga. Ísrael Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Sjá meira
Aðrir strandgestir tóku árásina upp og segjast vitni hafa heyrt manninn kalla í land að hann hafi verið bitinn. Times of Israel hefur eftir konu sem varð vitni að árásinni að hún telji þrjá hákarla hafa ráðist á manninn og í kjölfarið hafi hann horfið. Þá hefur miðillinn eftir öðrum að maðurinn hafi verið við veiðar og hafi verið á leið í land, með fiska sem hann veiddi bundna við belti sitt. Talið sé að þess vegna hafi hákarlarnir ráðist á hann. Annar miðill segir manninn hafa ætlað sér að synda með hákörlunum sem hafi verið á svæðinu. Ynet hefur eftir vini hans að hann hafi varað manninn við því að reyna að synda með hákörlunum. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið hér að neðan getur vakið óhug. Umræddri strönd hefur verið lokað en ungir menn sáust þó í morgun stinga sér þar til sunds. Þeim var þó fljótt skipað aftur í land. Hákarlaárásir eru einkar sjaldgæfar á þessu svæði. Þetta virðist vera þriðja hákarlaárásin undan ströndum Ísrael sem vitað er um og í annað sinn sem manni er banað af hákörlum. Síðast gerðist það árið 1940. AP fréttaveitan segir að margir hákarlar hafi haldið til á svæðinu um árabil og forvitnir sundmenn hafi ítrekað stungið sér til sunds með þeim. Fjöldinn hafi verið sérstaklega mikill um helgina vegna páskahátíðarinnar og að fólk hafi jafnvel tekið upp á því að kasta fiskum til hákarlanna, þvert á viðvaranir sérfræðinga.
Ísrael Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Sjá meira