Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2025 18:03 Umfangsmikil leit að manni sem virðist hafa orðið fyrir árás hákarla hefur átt sér stað undan ströndum Ísrael. Líkamsleifar fundust í dag og hafa verið sendar til rannsóknar. AP/Ariel Schalit Lögreglan í Ísrael hefur sent líkamsleifar til rannsóknar eftir umfangsmikla leit að kafara sem virðist hafa orðið fyrir hákarlaárás undan ströndum Hadera í gær. Umræddur staður hefur verið vinsæll meðal kafara og sundmanna sem farið hafa þangað til að synda með hákörlum sem halda þar til. Aðrir strandgestir tóku árásina upp og segjast vitni hafa heyrt manninn kalla í land að hann hafi verið bitinn. Times of Israel hefur eftir konu sem varð vitni að árásinni að hún telji þrjá hákarla hafa ráðist á manninn og í kjölfarið hafi hann horfið. Þá hefur miðillinn eftir öðrum að maðurinn hafi verið við veiðar og hafi verið á leið í land, með fiska sem hann veiddi bundna við belti sitt. Talið sé að þess vegna hafi hákarlarnir ráðist á hann. Annar miðill segir manninn hafa ætlað sér að synda með hákörlunum sem hafi verið á svæðinu. Ynet hefur eftir vini hans að hann hafi varað manninn við því að reyna að synda með hákörlunum. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið hér að neðan getur vakið óhug. Umræddri strönd hefur verið lokað en ungir menn sáust þó í morgun stinga sér þar til sunds. Þeim var þó fljótt skipað aftur í land. Hákarlaárásir eru einkar sjaldgæfar á þessu svæði. Þetta virðist vera þriðja hákarlaárásin undan ströndum Ísrael sem vitað er um og í annað sinn sem manni er banað af hákörlum. Síðast gerðist það árið 1940. AP fréttaveitan segir að margir hákarlar hafi haldið til á svæðinu um árabil og forvitnir sundmenn hafi ítrekað stungið sér til sunds með þeim. Fjöldinn hafi verið sérstaklega mikill um helgina vegna páskahátíðarinnar og að fólk hafi jafnvel tekið upp á því að kasta fiskum til hákarlanna, þvert á viðvaranir sérfræðinga. Ísrael Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Aðrir strandgestir tóku árásina upp og segjast vitni hafa heyrt manninn kalla í land að hann hafi verið bitinn. Times of Israel hefur eftir konu sem varð vitni að árásinni að hún telji þrjá hákarla hafa ráðist á manninn og í kjölfarið hafi hann horfið. Þá hefur miðillinn eftir öðrum að maðurinn hafi verið við veiðar og hafi verið á leið í land, með fiska sem hann veiddi bundna við belti sitt. Talið sé að þess vegna hafi hákarlarnir ráðist á hann. Annar miðill segir manninn hafa ætlað sér að synda með hákörlunum sem hafi verið á svæðinu. Ynet hefur eftir vini hans að hann hafi varað manninn við því að reyna að synda með hákörlunum. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið hér að neðan getur vakið óhug. Umræddri strönd hefur verið lokað en ungir menn sáust þó í morgun stinga sér þar til sunds. Þeim var þó fljótt skipað aftur í land. Hákarlaárásir eru einkar sjaldgæfar á þessu svæði. Þetta virðist vera þriðja hákarlaárásin undan ströndum Ísrael sem vitað er um og í annað sinn sem manni er banað af hákörlum. Síðast gerðist það árið 1940. AP fréttaveitan segir að margir hákarlar hafi haldið til á svæðinu um árabil og forvitnir sundmenn hafi ítrekað stungið sér til sunds með þeim. Fjöldinn hafi verið sérstaklega mikill um helgina vegna páskahátíðarinnar og að fólk hafi jafnvel tekið upp á því að kasta fiskum til hákarlanna, þvert á viðvaranir sérfræðinga.
Ísrael Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira