Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Jakob Bjarnar skrifar 23. apríl 2025 07:35 Þolinmæði Elds Smára er á þrotum en hann hefur engin gögn fengið sem varða kæru Samtakanna ´78 á hendur honum. Eldur Smári Kristinsson, formaður samtakanna 22, sem hefur verið kærður fyrir hatursorðræðu af Samtökunum ´78, segir að gögnum málsins sé markvisst haldið frá sér. „Það er eitthvað sérstaklega bogið við íslenskt réttarfar þegar oddviti stjórnmálaflokks er dreginn í skýrslutökur hjá lögreglunni degi fyrir kjördag í lok nóvember vegna móðganagirni og lélegs lesskilnings einhverja kynjafræðinga á Suðurgötunni,“ segir Eldur í yfirlýsingu á Facebook. Líkir sér við Voldemort eða þann sem ekki má nefna Eldur vísar þarna meðal annars til stjórnmálasamtaka sinna Lýðræðisflokksins sem hann var í framboði fyrir síðustu Alþingiskosningar. Eldur Smári greinir frá því að hann hafi nú ráðið sér lögfræðing til að gæta hagsmuna sinna en sá er Skúli Sveinsson. Skúli hafi óskað eftir gögnum málsins og því að verða tilnefndur verjandi í máli Elds. En það hafi verið 3. febrúar síðastliðinn. Þeir hafi nú sjö sinnum óskað eftir gögnum málsins en án árangurs. „Svo uppúr þurru fyrir páska er lögreglan send í bíltúr frá Reyðarfirði yfir á Breiðdalsvík til þess að hafa hendur í hári hugsanakrimmans og kjarnyrta hommans sem allir kynjafræðingar og einhver sértrúarsöfnuður þeirra elska að hatast útí, eins og einhvern Voldemort úr Harry Potter. Hann sem aldrei má nefna. No debate! Engar umræður!“ segir Eldur. „Ofsótti homminn“ fær ekki að sjá gögnin Eldur lýsir því að hann hafi fengið skilaboð fyrir páska, að hann skuli hafa samband við Eirík Valberg hjá R-2 hjá yfirvaldinu á höfuðborgarsvæðinu ellegar yrði gefin út handtökuskipun á hendur honum. „Ég hringi um hæl í yfirvaldið. Það er ekki við, og þegar fjölmiðlarnir sem hafa ennþá áhuga á málfrelsi, skoðanafrelsi, raunveruleikanum og heilbrigðri skynsemi hafa samband, þá er þeim sagt að yfirvaldið sé farið í páskafrí. Í dag sendum við svo áttundu ítrekunina um gögn málsins og að Skúli Sveinsson verði skipaður verjandi minn.“ Eldur segir að nú virðist sem hann þurfi að stefna lögreglunni sérstaklega til að fá dómsúrskurð með það fyrir augum að fá gögnin. Hann segir Vísi hafa birt kæruna gegn sér frá Samtökunum ´78. Það hafi verið á kjördegi. Sjálfur fái hann hins vegar ekki að sjá kæruna eftir formlegum leiðum. „Ég, ofsótti homminn, hef hvorki fengið kæruna eftir formlegum leiðum né gögn málsins,“ segir Eldur Smári. Dómsmál Málefni trans fólks Tjáningarfrelsi Lýðræðisflokkurinn Félagasamtök Tengdar fréttir Á sér langa sögu eldfimra ummæla Oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sem kærður hefur verið fyrir ummæli gagnvart trans fólki á sér langa sögu slíkra ummæla. Þá hafa mótframbjóðendur hans orðið fyrir barðinu á ummælum hans. 30. nóvember 2024 10:44 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
„Það er eitthvað sérstaklega bogið við íslenskt réttarfar þegar oddviti stjórnmálaflokks er dreginn í skýrslutökur hjá lögreglunni degi fyrir kjördag í lok nóvember vegna móðganagirni og lélegs lesskilnings einhverja kynjafræðinga á Suðurgötunni,“ segir Eldur í yfirlýsingu á Facebook. Líkir sér við Voldemort eða þann sem ekki má nefna Eldur vísar þarna meðal annars til stjórnmálasamtaka sinna Lýðræðisflokksins sem hann var í framboði fyrir síðustu Alþingiskosningar. Eldur Smári greinir frá því að hann hafi nú ráðið sér lögfræðing til að gæta hagsmuna sinna en sá er Skúli Sveinsson. Skúli hafi óskað eftir gögnum málsins og því að verða tilnefndur verjandi í máli Elds. En það hafi verið 3. febrúar síðastliðinn. Þeir hafi nú sjö sinnum óskað eftir gögnum málsins en án árangurs. „Svo uppúr þurru fyrir páska er lögreglan send í bíltúr frá Reyðarfirði yfir á Breiðdalsvík til þess að hafa hendur í hári hugsanakrimmans og kjarnyrta hommans sem allir kynjafræðingar og einhver sértrúarsöfnuður þeirra elska að hatast útí, eins og einhvern Voldemort úr Harry Potter. Hann sem aldrei má nefna. No debate! Engar umræður!“ segir Eldur. „Ofsótti homminn“ fær ekki að sjá gögnin Eldur lýsir því að hann hafi fengið skilaboð fyrir páska, að hann skuli hafa samband við Eirík Valberg hjá R-2 hjá yfirvaldinu á höfuðborgarsvæðinu ellegar yrði gefin út handtökuskipun á hendur honum. „Ég hringi um hæl í yfirvaldið. Það er ekki við, og þegar fjölmiðlarnir sem hafa ennþá áhuga á málfrelsi, skoðanafrelsi, raunveruleikanum og heilbrigðri skynsemi hafa samband, þá er þeim sagt að yfirvaldið sé farið í páskafrí. Í dag sendum við svo áttundu ítrekunina um gögn málsins og að Skúli Sveinsson verði skipaður verjandi minn.“ Eldur segir að nú virðist sem hann þurfi að stefna lögreglunni sérstaklega til að fá dómsúrskurð með það fyrir augum að fá gögnin. Hann segir Vísi hafa birt kæruna gegn sér frá Samtökunum ´78. Það hafi verið á kjördegi. Sjálfur fái hann hins vegar ekki að sjá kæruna eftir formlegum leiðum. „Ég, ofsótti homminn, hef hvorki fengið kæruna eftir formlegum leiðum né gögn málsins,“ segir Eldur Smári.
Dómsmál Málefni trans fólks Tjáningarfrelsi Lýðræðisflokkurinn Félagasamtök Tengdar fréttir Á sér langa sögu eldfimra ummæla Oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sem kærður hefur verið fyrir ummæli gagnvart trans fólki á sér langa sögu slíkra ummæla. Þá hafa mótframbjóðendur hans orðið fyrir barðinu á ummælum hans. 30. nóvember 2024 10:44 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Á sér langa sögu eldfimra ummæla Oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sem kærður hefur verið fyrir ummæli gagnvart trans fólki á sér langa sögu slíkra ummæla. Þá hafa mótframbjóðendur hans orðið fyrir barðinu á ummælum hans. 30. nóvember 2024 10:44