Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir, Silja Björk Egilsdóttir og Skúli Bragi Geirdal skrifa 23. apríl 2025 09:31 Umræður um skjátíma barna og unglinga og möguleg tengsl þeirra við líðan og hegðun hafa verið háværar undanfarin ár. Umhverfi okkar flestra er hlaðið tækjum og stöðugum tækninýjungum og lenda foreldrar oft í vandræðum með hvernig eigi að fóta sig í þessum málum. Með skynsamri umgengni við tækin geta þau verið jákvæður hluti af uppeldi en skjátími á heimilinu er fyrst og fremst á ábyrgð foreldra. Aftur á móti getur skjátími haft neikvæð áhrif ef hann kemur í stað jákvæðrar virkni, svo sem félagslegra samskipta, hreyfingar, nægs svefns og heilbrigðs lífernis. Í flóknum sítengdum heimi er að mörgu að huga og því mikilvægt að foreldrar hafi aðgengi að góðum og gagnlegum ráðum varðandi skjátíma til þess að styðja við þau í foreldrahlutverkinu. Inni á Heilsuveru má finna ráðleggingar til foreldra um skjánotkun barna og unglinga Skjárinn og börnin | Heilsuvera. Í þessari grein verður farið yfir hvað þarf að hafa í huga varðandi skjánotkun barna út frá mismunandi aldursflokkum: Yngstu börnin 0-18 mánaða Mælt er með að forðast allan skjátíma hjá börnum yngri en 18 mánaða. Hér er þó ekki átti við samskipti í gegnum netið við fjarstadda ættingja og vini. Forðast skal að nota skjá sem barnfóstru. Óæskilegt er að nota skjá til að róa börn sem eru í uppnámi. Partur af eðlilegum þroska barna er að upplifa erfiðar tilfinningar og þau læra með tímanum auknum þroska að hafa stjórn á þeim. Ef notaður er skjár til að róa tilfinningar barnsins lærir barnið ekki á upp eigin spýtur að slaka á og sefa eigin tilfinningar. Ung börn læra af því að fylgjast með umhverfi sínu t.d með að horfa á fullorðna og herma eftir þeim í leik. Of mikil skjánotkun getur orðið til þess að börn fylgist minna með daglegum athöfnum fullorðinna og missa þannig af lærdómstækifærum. Börn undir tveggja ára læra minna af því að horfa á myndband en að horfa á manneskju gera það sama og í myndbandinu. Þó að börn geti fylgst með efni á skjá frá sex mánaða aldri skilja þau sjaldnast innihaldið fyrr en þau eru orðin að minnsta kosti tveggja ára. Þegar foreldrar kjósa að leyfa ungum börnum að horfa á sjónvarpsefni er mælt með að hafa eftirfarandi í huga: Horfa á efnið með barninu og ræða við það um efnið. Vanda val á sjónvarpsefni. Mælt er með að finna efni sem: Hefur lærdómsgildi Sýnir persónur eiga í samskiptum og leika á uppbyggilegan hátt. Er með rólegri atburðarrás og hægum söguþræði. Börn 18 mánaða - 5 ára Takmarka skal skjátíma, sérstaklega hjá yngstu börnunum. Forðast skal að nota skjá sem barnfóstru. Samvist foreldris og barns, þar sem truflandi áreiti úr umhverfinu er haldið í lágmarki, ýtir undir sterkari tengsl og jákvæð samskipti. Gæta þess að hafa sjónvarpið ekki stöðugt í gangi, það grípur athygli og hefur neikvæð áhrif á eðlilega hreyfiþörf barnsins. Ekki skal nota skjátæki til að róa barnið. Barnið þarf að læra að stjórna tilfinningum sínum. Skipuleggja reglulegar skjálausar stundir á heimilinu. Tengsl eru á milli mikillar skjánotkunar og slökum orðaforða hjá ungum börnum. Aftur á móti getur gæða efni sem hefur menntunargildi haft jákvæð áhrif. Skjátíma er hægt að nýta á uppbyggilegan hátt til að læra nýja hluti, tengjast öðrum, til að tjá sig, vera skapandi, leysa vandamál og margt fleira. Þegar börn fá skjátíma er mælt með að hafa eftirfarandi í huga: Hvernig reglur heimilisins eiga að vera í kringum skjánotkun. Hafa skýrar reglur um hvenær skjátími er og hvenær ekki. Gott viðmið er að takmarka skjánotkun á morgnanna, í matartímum og háttartíma. Ef stöðugleiki er í reglum og skýr mörk eru um skjátíma læra börn að hverju þau ganga. Það kemur í veg fyrir að þau biðja um skjátíma í tíma og ótíma. Velja vandað og þroskandi efni á móðurmáli barnsins og horfa á það með barninu. Kynna sér leiki og smáforrit sem barnið notar til að fullvissa sig um að þau hæfi aldri og þroska barnsins. Vera vakandi fyrir auglýsingum sem fylgja smáforritum, þær eru oft ekki við hæfi barna. Velja verkefni og leiki sem bjóða upp á hreyfingu eða hafa lærdómsgildi. Ræða við barnið um það sem það sér og upplifir, m.a. til að örva málþroska. Börn 6 - 12 ára Tryggja þarf skjálausar samverustundir fjölskyldu eins og t.d. á morgnanna fyrir skóla, á matmálstímum og eftir kvöldmat. Sýna skjánotkun barnsins áhuga og ræða við barnið um hana. Mikilvægt er að foreldrar séu upplýstir um hvað börnin þeirra eru að gera í skjánum. Nýta öryggisstillingar og vefsíur (líkt og family-link, family sharing, life 360 o.fl.) til að hafa yfirsýn og stjórn á skjánotkun barnsins. Virða aldurstakmörk leikja og samfélagsmiðla. Ræða við foreldra/forráðamenn vina barnsins og gera samkomulag um að fylgja aldurstakmörkum. Auðveldara er að fylgja eftir reglum þegar leikfélagarnir þurfa að fylgja sömu reglum. Styrkja jákvæða skjánotkun með því að benda barninu á áhugavert og lærdómsríkt skjáefni og hrósaðu því fyrir uppbyggilega og hófstillta notkun skjátækja. Kenna barninu að gefa ekki upp persónuupplýsingar á netinu eins og nafn, síma, netfang, heimilisfang, lykilorð, nafn á skóla eða myndir. Kenna barninu góðar venjur á netinu eins og að vera kurteis í samskiptum og bera virðingu fyrir öðrum. Hjálpaðu því einnig að leysa átök sem þau lenda í á netinu, eins og annarsstaðar í lífinu. Kenna barninu um mikilvægi þess að segja fullorðnum frá ef það upplifir óæskilega atburði á netinu líkt og ef ókunnugir reyna að hafa samband við það í gegnum smáforrit. Gæta þess að hafa sjónvarpið eða önnur tæki ekki stöðugt í gangi, það truflar góð samskipti foreldra og barna. Tryggja þarf börnum nægan svefn en börn á yngri stigum grunnskóla þurfa almennt um 9-11 klst. svefn á nóttu. Ráðlagt er að hafa engin skjátæki í svefnherbergjum barna vegna neikvæðra áhrifa á nætursvefn. Einnig er ráðlagt að takmarka skjánotkun tveimur klukkustundum fyrir svefn því útfjólubláa ljósið frá skjánum hefur hamlandi áhrif á framleiðslu svefnhormónsins sem gerir okkur þreytt. Skjáefni getur haft örvandi áhrif á börn og komið í veg fyrir að þau nái ró. Börn/unglingar 13 - 18 ára Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að skjánotkun og samfélagsmiðlanotkun ungmenna er hluti af daglegu lífi þeirra og það ber að virða. Þó þarf að hafa í huga að foreldrar mega setja börnum sínum ákveðin mörk. Ráðlagt er að foreldrar/forráðamenn og ungmenni ræði saman um skjánotkun og komi sér saman um reglur. Foreldrar/forráðamenn ættu að sýna áhuga á því sem ungmennið er að skoða á netinu. Unglingar þurfa 8-10 klukkustunda svefn á sólarhring og því þarf að tryggja að skjánotkun hafi ekki neikvæð áhrif á svefn eða aðrar grunnþarfir eins og hreyfingu, hreinlæti eða næringu. Minnka áreiti með því að slökkva á tilkynningum frá forritum. Mælt er með skjátímalausum stöðum t.d. við matarborðið og uppi í rúmi. Hér á eftir koma umræðupunktar sem foreldrar geta stuðst við þegar ræða á um skjánotkun: Ef þú fengir að stjórna skjánotkun á heimilinu, hvernig væri henni háttað? Ef þú værir með skjálausan dag, hvað myndirðu gera? Finnst þér þú, foreldrar/forráðamenn þínir eða vinir vera of mikið í símanum, spjaldtölvunni eða horfa mikið á sjónvarp? Hvað skoðarðu í símanum eða tölvunni og hvenær gerirðu það? – Skoðarðu þetta af því að þér leiðist eða ertu að leita að einhverju sérstöku? Hvernig líður þér eftir að hafa verið lengi við skjáinn? Ertu að skoða símann á þínum forsendum eða vegna tilkynninga eða skilaboða? Tekur síminn mikinn tíma frá þér sem þú gætir notað í annað? Hvernig finnst þér að hafa símann alltaf á þér? Hversu mikill tími fer í að skoða efni sem gagnast þér og hversu mikill tími fer í annað? Frekari ráð má finna á Heilsuveru – Skjárinn og börnin Höfundar þessarar greinar standa fyrir fræðslufundi 28. apríl kl. 20:00 þar sem farið verður dýpra í heim samfélagsmiðla og foreldrum veitt ráð hvernig þau geta stutt við börnin sín. Fundinum verður streymt á netinu, er opinn öllum og gjaldfrjáls. Upplýsingar um fundinn má finna hér á Facebook og skráningu má finna hér. Höfundar: Daðey Albertsdóttir, móðir og sálfræðingur á Geðheilsumiðstöð barna - HH og Domus Mentis Geðheilsustöð. Silja Björk Egilsdóttir er móðir og sálfræðingur á Geðheilsumiðstöð barna - HH og Seiglu sálfræði- og ráðgjafastofu. Skúli Bragi Geirdal, faðir og sviðsstjóri SAFT – Netöryggismiðstöðvar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Bragi Geirdal Daðey Albertsdóttir Silja Björk Egilsdóttir Símanotkun barna Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Umræður um skjátíma barna og unglinga og möguleg tengsl þeirra við líðan og hegðun hafa verið háværar undanfarin ár. Umhverfi okkar flestra er hlaðið tækjum og stöðugum tækninýjungum og lenda foreldrar oft í vandræðum með hvernig eigi að fóta sig í þessum málum. Með skynsamri umgengni við tækin geta þau verið jákvæður hluti af uppeldi en skjátími á heimilinu er fyrst og fremst á ábyrgð foreldra. Aftur á móti getur skjátími haft neikvæð áhrif ef hann kemur í stað jákvæðrar virkni, svo sem félagslegra samskipta, hreyfingar, nægs svefns og heilbrigðs lífernis. Í flóknum sítengdum heimi er að mörgu að huga og því mikilvægt að foreldrar hafi aðgengi að góðum og gagnlegum ráðum varðandi skjátíma til þess að styðja við þau í foreldrahlutverkinu. Inni á Heilsuveru má finna ráðleggingar til foreldra um skjánotkun barna og unglinga Skjárinn og börnin | Heilsuvera. Í þessari grein verður farið yfir hvað þarf að hafa í huga varðandi skjánotkun barna út frá mismunandi aldursflokkum: Yngstu börnin 0-18 mánaða Mælt er með að forðast allan skjátíma hjá börnum yngri en 18 mánaða. Hér er þó ekki átti við samskipti í gegnum netið við fjarstadda ættingja og vini. Forðast skal að nota skjá sem barnfóstru. Óæskilegt er að nota skjá til að róa börn sem eru í uppnámi. Partur af eðlilegum þroska barna er að upplifa erfiðar tilfinningar og þau læra með tímanum auknum þroska að hafa stjórn á þeim. Ef notaður er skjár til að róa tilfinningar barnsins lærir barnið ekki á upp eigin spýtur að slaka á og sefa eigin tilfinningar. Ung börn læra af því að fylgjast með umhverfi sínu t.d með að horfa á fullorðna og herma eftir þeim í leik. Of mikil skjánotkun getur orðið til þess að börn fylgist minna með daglegum athöfnum fullorðinna og missa þannig af lærdómstækifærum. Börn undir tveggja ára læra minna af því að horfa á myndband en að horfa á manneskju gera það sama og í myndbandinu. Þó að börn geti fylgst með efni á skjá frá sex mánaða aldri skilja þau sjaldnast innihaldið fyrr en þau eru orðin að minnsta kosti tveggja ára. Þegar foreldrar kjósa að leyfa ungum börnum að horfa á sjónvarpsefni er mælt með að hafa eftirfarandi í huga: Horfa á efnið með barninu og ræða við það um efnið. Vanda val á sjónvarpsefni. Mælt er með að finna efni sem: Hefur lærdómsgildi Sýnir persónur eiga í samskiptum og leika á uppbyggilegan hátt. Er með rólegri atburðarrás og hægum söguþræði. Börn 18 mánaða - 5 ára Takmarka skal skjátíma, sérstaklega hjá yngstu börnunum. Forðast skal að nota skjá sem barnfóstru. Samvist foreldris og barns, þar sem truflandi áreiti úr umhverfinu er haldið í lágmarki, ýtir undir sterkari tengsl og jákvæð samskipti. Gæta þess að hafa sjónvarpið ekki stöðugt í gangi, það grípur athygli og hefur neikvæð áhrif á eðlilega hreyfiþörf barnsins. Ekki skal nota skjátæki til að róa barnið. Barnið þarf að læra að stjórna tilfinningum sínum. Skipuleggja reglulegar skjálausar stundir á heimilinu. Tengsl eru á milli mikillar skjánotkunar og slökum orðaforða hjá ungum börnum. Aftur á móti getur gæða efni sem hefur menntunargildi haft jákvæð áhrif. Skjátíma er hægt að nýta á uppbyggilegan hátt til að læra nýja hluti, tengjast öðrum, til að tjá sig, vera skapandi, leysa vandamál og margt fleira. Þegar börn fá skjátíma er mælt með að hafa eftirfarandi í huga: Hvernig reglur heimilisins eiga að vera í kringum skjánotkun. Hafa skýrar reglur um hvenær skjátími er og hvenær ekki. Gott viðmið er að takmarka skjánotkun á morgnanna, í matartímum og háttartíma. Ef stöðugleiki er í reglum og skýr mörk eru um skjátíma læra börn að hverju þau ganga. Það kemur í veg fyrir að þau biðja um skjátíma í tíma og ótíma. Velja vandað og þroskandi efni á móðurmáli barnsins og horfa á það með barninu. Kynna sér leiki og smáforrit sem barnið notar til að fullvissa sig um að þau hæfi aldri og þroska barnsins. Vera vakandi fyrir auglýsingum sem fylgja smáforritum, þær eru oft ekki við hæfi barna. Velja verkefni og leiki sem bjóða upp á hreyfingu eða hafa lærdómsgildi. Ræða við barnið um það sem það sér og upplifir, m.a. til að örva málþroska. Börn 6 - 12 ára Tryggja þarf skjálausar samverustundir fjölskyldu eins og t.d. á morgnanna fyrir skóla, á matmálstímum og eftir kvöldmat. Sýna skjánotkun barnsins áhuga og ræða við barnið um hana. Mikilvægt er að foreldrar séu upplýstir um hvað börnin þeirra eru að gera í skjánum. Nýta öryggisstillingar og vefsíur (líkt og family-link, family sharing, life 360 o.fl.) til að hafa yfirsýn og stjórn á skjánotkun barnsins. Virða aldurstakmörk leikja og samfélagsmiðla. Ræða við foreldra/forráðamenn vina barnsins og gera samkomulag um að fylgja aldurstakmörkum. Auðveldara er að fylgja eftir reglum þegar leikfélagarnir þurfa að fylgja sömu reglum. Styrkja jákvæða skjánotkun með því að benda barninu á áhugavert og lærdómsríkt skjáefni og hrósaðu því fyrir uppbyggilega og hófstillta notkun skjátækja. Kenna barninu að gefa ekki upp persónuupplýsingar á netinu eins og nafn, síma, netfang, heimilisfang, lykilorð, nafn á skóla eða myndir. Kenna barninu góðar venjur á netinu eins og að vera kurteis í samskiptum og bera virðingu fyrir öðrum. Hjálpaðu því einnig að leysa átök sem þau lenda í á netinu, eins og annarsstaðar í lífinu. Kenna barninu um mikilvægi þess að segja fullorðnum frá ef það upplifir óæskilega atburði á netinu líkt og ef ókunnugir reyna að hafa samband við það í gegnum smáforrit. Gæta þess að hafa sjónvarpið eða önnur tæki ekki stöðugt í gangi, það truflar góð samskipti foreldra og barna. Tryggja þarf börnum nægan svefn en börn á yngri stigum grunnskóla þurfa almennt um 9-11 klst. svefn á nóttu. Ráðlagt er að hafa engin skjátæki í svefnherbergjum barna vegna neikvæðra áhrifa á nætursvefn. Einnig er ráðlagt að takmarka skjánotkun tveimur klukkustundum fyrir svefn því útfjólubláa ljósið frá skjánum hefur hamlandi áhrif á framleiðslu svefnhormónsins sem gerir okkur þreytt. Skjáefni getur haft örvandi áhrif á börn og komið í veg fyrir að þau nái ró. Börn/unglingar 13 - 18 ára Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að skjánotkun og samfélagsmiðlanotkun ungmenna er hluti af daglegu lífi þeirra og það ber að virða. Þó þarf að hafa í huga að foreldrar mega setja börnum sínum ákveðin mörk. Ráðlagt er að foreldrar/forráðamenn og ungmenni ræði saman um skjánotkun og komi sér saman um reglur. Foreldrar/forráðamenn ættu að sýna áhuga á því sem ungmennið er að skoða á netinu. Unglingar þurfa 8-10 klukkustunda svefn á sólarhring og því þarf að tryggja að skjánotkun hafi ekki neikvæð áhrif á svefn eða aðrar grunnþarfir eins og hreyfingu, hreinlæti eða næringu. Minnka áreiti með því að slökkva á tilkynningum frá forritum. Mælt er með skjátímalausum stöðum t.d. við matarborðið og uppi í rúmi. Hér á eftir koma umræðupunktar sem foreldrar geta stuðst við þegar ræða á um skjánotkun: Ef þú fengir að stjórna skjánotkun á heimilinu, hvernig væri henni háttað? Ef þú værir með skjálausan dag, hvað myndirðu gera? Finnst þér þú, foreldrar/forráðamenn þínir eða vinir vera of mikið í símanum, spjaldtölvunni eða horfa mikið á sjónvarp? Hvað skoðarðu í símanum eða tölvunni og hvenær gerirðu það? – Skoðarðu þetta af því að þér leiðist eða ertu að leita að einhverju sérstöku? Hvernig líður þér eftir að hafa verið lengi við skjáinn? Ertu að skoða símann á þínum forsendum eða vegna tilkynninga eða skilaboða? Tekur síminn mikinn tíma frá þér sem þú gætir notað í annað? Hvernig finnst þér að hafa símann alltaf á þér? Hversu mikill tími fer í að skoða efni sem gagnast þér og hversu mikill tími fer í annað? Frekari ráð má finna á Heilsuveru – Skjárinn og börnin Höfundar þessarar greinar standa fyrir fræðslufundi 28. apríl kl. 20:00 þar sem farið verður dýpra í heim samfélagsmiðla og foreldrum veitt ráð hvernig þau geta stutt við börnin sín. Fundinum verður streymt á netinu, er opinn öllum og gjaldfrjáls. Upplýsingar um fundinn má finna hér á Facebook og skráningu má finna hér. Höfundar: Daðey Albertsdóttir, móðir og sálfræðingur á Geðheilsumiðstöð barna - HH og Domus Mentis Geðheilsustöð. Silja Björk Egilsdóttir er móðir og sálfræðingur á Geðheilsumiðstöð barna - HH og Seiglu sálfræði- og ráðgjafastofu. Skúli Bragi Geirdal, faðir og sviðsstjóri SAFT – Netöryggismiðstöðvar Íslands.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar