Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Árni Sæberg skrifar 23. apríl 2025 16:56 Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB. Vísir/Einar Í umsögn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, BSRB, um fjármálaáætlun 2026 til 2030 er fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar mótmælt nokkuð hressilega. Ríkisstjórnin er sögð ætla að draga úr umsvifum hins opinbera í hagkerfinu, án nokkurs rökstuðnings, á sama tíma og þarfir almennings aukast og verða flóknari. „Horfast þarf í augu við þá staðreynd að skattar hafa verið lækkaðir á undangengnum kjörtímabilum án þess að afl að hafi verið tekna á móti og hefur ríkissjóður því verið rekinn með halla um árabil,“ segir í fréttatilkynningu um umsögnina. BSRB hvetji ríkisstjórnina til að afla frekari tekna til að tryggja að ríkið geti sinnt meginverkefnum sínum, sem séu að halda uppi öflugu velferðarkerfi þar sem allir búi við örugga framfærslu, framúrskarandi heilbrigðis- og félagsþjónustu, menntun, jafnrétti og öryggi óháð búsetu og efnahag ásamt innviðafjárfestingu. Hagræðing bitni helst á konum Í tilkynningu segir að rúmlega sjötíu prósent starfsfólks hins opinbera séu konu og þær nýti þjónustu hins opinbera meira og njóti tilfærslna í meira mæli en karlar. „Hagræðing í opinberum rekstri bitnar því sérstaklega á starfsaðstæðum og lífskjörum kvenna og því þarf að horfa til áhrifa á kynin þegar ákvarðanir í opinberum fjármálum eru teknar.“ Í greinagerð með fjármálaáætlun sé ítrekað bent á þá áskorun sem felst í skorti á fólki til starfa í velferðarkerfinu. Þrátt fyrir þessa stöðu verði ekki séð að auka eigi fjárframlög sjúkrahúsa og heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa nema til að mæta lýðfræðilegri þróun. BSRB leggi áherslu á að auka þurfi fjárheimildir til heilbrigðiskerfisins til að bæta heilbrigðisþjónustu í landinu en forsenda þess sé að dregið verði úr manneklu, veikindatíðni, starfsmannaveltu og starfsumhverfi bætt. BSRB mótmæli einnig harðlega niðurskurði í mennta- og menningarmálum. Ósvífið að bæta kjör öryrkja á kostnað atvinnulausra BSRB hafni því alfarið að nýtt örorkulífeyriskerfi verði fjármagnað með niðurfellingu á framlögum ríkisins til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða og styttingu atvinnuleysistryggingatímabilsins. „Bætt kjör örorkulífeyrisþega eru fagnaðarefni en það er ósvífið að þær umbætur séu fjármagnaðar með lífeyriskjörum láglaunafólks og afkomu fólks á atvinnuleysisskrá.“ BSRB leggi áherslu á að haldið verði áfram að draga úr tekjuskerðingum barnabóta, hækka hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi eftir árið 2026 og tryggja afkomu þeirra tekjulægstu í fæðingarorlofi. Engin skýr áform sé að finna um þessi mikilvægu fjölskyldumál í fjármálaáætluninni. Hvetja stjórnvöld til að setja háleit markmið Loks segir að BSRB hvetji stjórnvöld til að setja sér háleit markmið um gæði opinberrar þjónustu og gera starfsaðstæður starfsfólks ríkisins að forgangsmáli og draga þannig úr veikindakostnaði og þeim kostnaði sem felst í starfsmannaveltu. Með þessum aðgerðum megi ná fram verulegri hagræðingu til lengri tíma, auk þess sem ríkisstjórnin myndi sýna hugrekki og marka árangursrík spor í sögu þar sem hagræðingaraðgerðir hafa reynst árangurslitlar og oft skaðlegar. Lesa má nánar um afstöðu BSRB í umsögn bandalagsins um tillögur til þingsályktunar um fjármálastefnu fyrir árin 2026-2030 og um fjármálaáætlun fyrir árin 2026-2030, 223. og 264. mál hér. Stéttarfélög Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
„Horfast þarf í augu við þá staðreynd að skattar hafa verið lækkaðir á undangengnum kjörtímabilum án þess að afl að hafi verið tekna á móti og hefur ríkissjóður því verið rekinn með halla um árabil,“ segir í fréttatilkynningu um umsögnina. BSRB hvetji ríkisstjórnina til að afla frekari tekna til að tryggja að ríkið geti sinnt meginverkefnum sínum, sem séu að halda uppi öflugu velferðarkerfi þar sem allir búi við örugga framfærslu, framúrskarandi heilbrigðis- og félagsþjónustu, menntun, jafnrétti og öryggi óháð búsetu og efnahag ásamt innviðafjárfestingu. Hagræðing bitni helst á konum Í tilkynningu segir að rúmlega sjötíu prósent starfsfólks hins opinbera séu konu og þær nýti þjónustu hins opinbera meira og njóti tilfærslna í meira mæli en karlar. „Hagræðing í opinberum rekstri bitnar því sérstaklega á starfsaðstæðum og lífskjörum kvenna og því þarf að horfa til áhrifa á kynin þegar ákvarðanir í opinberum fjármálum eru teknar.“ Í greinagerð með fjármálaáætlun sé ítrekað bent á þá áskorun sem felst í skorti á fólki til starfa í velferðarkerfinu. Þrátt fyrir þessa stöðu verði ekki séð að auka eigi fjárframlög sjúkrahúsa og heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa nema til að mæta lýðfræðilegri þróun. BSRB leggi áherslu á að auka þurfi fjárheimildir til heilbrigðiskerfisins til að bæta heilbrigðisþjónustu í landinu en forsenda þess sé að dregið verði úr manneklu, veikindatíðni, starfsmannaveltu og starfsumhverfi bætt. BSRB mótmæli einnig harðlega niðurskurði í mennta- og menningarmálum. Ósvífið að bæta kjör öryrkja á kostnað atvinnulausra BSRB hafni því alfarið að nýtt örorkulífeyriskerfi verði fjármagnað með niðurfellingu á framlögum ríkisins til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða og styttingu atvinnuleysistryggingatímabilsins. „Bætt kjör örorkulífeyrisþega eru fagnaðarefni en það er ósvífið að þær umbætur séu fjármagnaðar með lífeyriskjörum láglaunafólks og afkomu fólks á atvinnuleysisskrá.“ BSRB leggi áherslu á að haldið verði áfram að draga úr tekjuskerðingum barnabóta, hækka hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi eftir árið 2026 og tryggja afkomu þeirra tekjulægstu í fæðingarorlofi. Engin skýr áform sé að finna um þessi mikilvægu fjölskyldumál í fjármálaáætluninni. Hvetja stjórnvöld til að setja háleit markmið Loks segir að BSRB hvetji stjórnvöld til að setja sér háleit markmið um gæði opinberrar þjónustu og gera starfsaðstæður starfsfólks ríkisins að forgangsmáli og draga þannig úr veikindakostnaði og þeim kostnaði sem felst í starfsmannaveltu. Með þessum aðgerðum megi ná fram verulegri hagræðingu til lengri tíma, auk þess sem ríkisstjórnin myndi sýna hugrekki og marka árangursrík spor í sögu þar sem hagræðingaraðgerðir hafa reynst árangurslitlar og oft skaðlegar. Lesa má nánar um afstöðu BSRB í umsögn bandalagsins um tillögur til þingsályktunar um fjármálastefnu fyrir árin 2026-2030 og um fjármálaáætlun fyrir árin 2026-2030, 223. og 264. mál hér.
Stéttarfélög Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira