Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. apríl 2025 22:01 Lóan er sumarfugl Íslendinga. Aldís Pálsdóttir Heiðlóu og spóa fækkar ört hér á landi í öllum landshlutum. Vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun segir hljóðheim íslenska sumarsins í hættu. Ýmsar tilgátur séu uppi um hvað valdi en alveg ljóst sé að maðurinn beri þar ábyrgð. Aldís Erna Pálsdóttir vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun hefur undanfarin ár rannsakað stöðu mófugla á Íslandi, þá sérstaklega áhrif breytinga á landnotkun á stofna þeirra hér á landi. Hún tók nýverið saman fimm talningar á mófuglum sem framkvæmdar eru víðsvegar á landinu og skoðaði hvaða breytingar hafa orðið síðustu tuttugu ár. Fækkað um fimm til sex prósent á ári „Við sjáum að mófuglar sem reiða sig á opin búsvæði eins og til dæmis lóan og spóinn til dæmis, að þeim er að fækka á flestum svæðum og alveg töluvert á sumum svæðum. Eins og á Suðurlandi hefur þeim fækkað um alveg fimm til sex prósent á ári, frá 2011 minnir mig. Þannig þetta er svolítið hröð fækkun og að hún sé að eiga sér stað á svæðum um allt landið, já, er eitthvað sem maður hefur kannski smá áhyggjur af.“ Fækkunin eigi sér stað á svæðum sem séu langt frá hvert öðrum. Þrjár meginorsakir koma helst til greina en Aldís segir vísindamenn telja tap á búsvæðum fuglanna líklegustu skýringuna. „Okkur finnst það líklegasta tilgáta á þessu stigi, við erum auðvitað að ganga mikið á þessi opnu búsvæi eins og mólendi og fleira, með bæði mannvirkjum og skógrækt og ýmiskonar uppbyggingu. Við sjáum oft þessi opnu búsvæði sem tækifæri til uppbyggingar frekar en að einbeita okkur að því að vernda þau og hugsa að þessi búsvæði eru í notkun þó þau séu ekki í notkun af okkur.“ Þrjátíu prósent af öllum spóum í heiminum verpi á Íslandi og á milli fimmtíu og sextíu prósent af öllum lóum. Þar með beri Íslendingar mikla ábyrgð. „Við notum oft hugtakið hljóðheimur íslenska sumarsins því auðvitað finnst okkur öllum óhugsandi að fara í bústað hérna yfir sumarið og heyra ekki í þessum fuglum. Þetta er alveg órjúfanlegur hluti af þjóðarsálinni yfir sumarið. Vonandi nægir það til þess að við viljum vernda þá og pössum upp á þá.“ Fuglar Dýr Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Aldís Erna Pálsdóttir vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun hefur undanfarin ár rannsakað stöðu mófugla á Íslandi, þá sérstaklega áhrif breytinga á landnotkun á stofna þeirra hér á landi. Hún tók nýverið saman fimm talningar á mófuglum sem framkvæmdar eru víðsvegar á landinu og skoðaði hvaða breytingar hafa orðið síðustu tuttugu ár. Fækkað um fimm til sex prósent á ári „Við sjáum að mófuglar sem reiða sig á opin búsvæði eins og til dæmis lóan og spóinn til dæmis, að þeim er að fækka á flestum svæðum og alveg töluvert á sumum svæðum. Eins og á Suðurlandi hefur þeim fækkað um alveg fimm til sex prósent á ári, frá 2011 minnir mig. Þannig þetta er svolítið hröð fækkun og að hún sé að eiga sér stað á svæðum um allt landið, já, er eitthvað sem maður hefur kannski smá áhyggjur af.“ Fækkunin eigi sér stað á svæðum sem séu langt frá hvert öðrum. Þrjár meginorsakir koma helst til greina en Aldís segir vísindamenn telja tap á búsvæðum fuglanna líklegustu skýringuna. „Okkur finnst það líklegasta tilgáta á þessu stigi, við erum auðvitað að ganga mikið á þessi opnu búsvæi eins og mólendi og fleira, með bæði mannvirkjum og skógrækt og ýmiskonar uppbyggingu. Við sjáum oft þessi opnu búsvæði sem tækifæri til uppbyggingar frekar en að einbeita okkur að því að vernda þau og hugsa að þessi búsvæði eru í notkun þó þau séu ekki í notkun af okkur.“ Þrjátíu prósent af öllum spóum í heiminum verpi á Íslandi og á milli fimmtíu og sextíu prósent af öllum lóum. Þar með beri Íslendingar mikla ábyrgð. „Við notum oft hugtakið hljóðheimur íslenska sumarsins því auðvitað finnst okkur öllum óhugsandi að fara í bústað hérna yfir sumarið og heyra ekki í þessum fuglum. Þetta er alveg órjúfanlegur hluti af þjóðarsálinni yfir sumarið. Vonandi nægir það til þess að við viljum vernda þá og pössum upp á þá.“
Fuglar Dýr Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira