Innlent

Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húð­flúr í beinni

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Reykjavíkurborg ver álíka upphæð í öryggisvistanir fyrir tæplega fjörtíu einstaklinga og í sértækan húsnæðisstuðning fyrir 4500 manns. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir og rætt við sviðsstjóra hjá borginni sem segir löngu tímabært að breyta og bæta lagaumhverfi. Borgin sé að sinna verkefni sem henni beri ekki að sinna.

Bandaríkjamenn hafa hótað að draga sig alfarið úr friðarviðræðum vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu en varaforseti Bandaríkjanna kveðst þó bjartsýnn á að árangur náist á næstunni. Úkraínumönnum hugnast ekki að gefa eftir landssvæði.

Í fréttatímanum hittum við einnig unglingspilt á Akureyri sem hefur ásamt félaga sínum hannað eigin fatalínu, og verðum í beinni útsendingu frá Hafnarfirði þar sem tónlistarhátíðin Heima fer fram í kvöld. 

Við komum einnig við á skemmtistaðnum Prikinu þar sem Rottweilerhundar verða allsráðandi í kvöld þegar staðnum verður breytt tímabundið í tattústofu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan:

Klippa: Kvöldfréttir 23. apríl 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×