Bandaríkjamenn hafa hótað að draga sig alfarið úr friðarviðræðum vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu en varaforseti Bandaríkjanna kveðst þó bjartsýnn á að árangur náist á næstunni. Úkraínumönnum hugnast ekki að gefa eftir landssvæði.
Í fréttatímanum hittum við einnig unglingspilt á Akureyri sem hefur ásamt félaga sínum hannað eigin fatalínu, og verðum í beinni útsendingu frá Hafnarfirði þar sem tónlistarhátíðin Heima fer fram í kvöld.
Við komum einnig við á skemmtistaðnum Prikinu þar sem Rottweilerhundar verða allsráðandi í kvöld þegar staðnum verður breytt tímabundið í tattústofu.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan: