„Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. apríl 2025 08:02 Haukur Guðberg Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, segir samhug um að spila í bænum í sumar. Hann trúi því ekki að aðrir veigri sér við því að koma þangað að spila. Vísir/Ívar Grindvíkingar nýttu margir hverjir sumardaginn fyrsta í sjálfboðaliðastarf á fótboltavelli bæjarins. Ekki hafa farið fram íþróttakappleikir í bænum í um 18 mánuði, en það á að breytast í sumar. Nóg var um að vera á sérstökum vinnudegi á Stakkavíkurvelli, heimavelli fótboltaliðs Grindavíkur, á fyrsta degi sumars í gær. Um 60 manns komu saman til að vinna að því að gera völlinn leikfæran fyrir komandi fótboltasumar. Einhugur er um að spila fótbolta í bænum. „Það er erfitt að vera ekki heima. Það eru einhver lýsingarorð um það sem ég kem ekki upp úr mér. Það verður stórkostlegt að geta komið og sjá fótboltann rúlla hérna á grasinu í Grindavík aftur,“ segir Haukur Guðberg Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur. „Ég held það séu yfir 60 manns sem komu í sjálfboðavinnu hérna í dag að hjálpa til. Það er gríðarlegur hugur í Grindvíkingum. Þetta verður bara stórkostlegt,“ segir Haukur enn fremur um samhuginn sem sé um verkefnið. Margir lögðu hönd á plóg á vellinum í gær.Vísir/Valur Páll Jarðhræringar síðustu missera hafi ekki haft áhrif á fótboltavöllinn eða aðstöðuna í kring. „Völlurinn er bara í tipp topp lagi og stúkan líka. Íþróttamannvirkin hérna eru bara í lagi. Íþróttirnar í Grindavík lifa. Það er bara þannig.“ Öryggisyfirvöld með í ráðum Fáa þarf að kynna fyrir nýlegri sögu Grindavíkurbæjar og þeim hamförum sem hafa riðið þar yfir. Jörð opnaðist í fótboltahúsi félagsins í stærstu jarðskjálftunum og eldgosahrina undanfarinna missera gerði síðast vart við sig í byrjun apríl-mánaðar. Vegna þessa hafa einhverjir áhyggjur af öryggi til fótboltaiðkunnar á svæðinu. Síðast gaus þann 1. apríl. Það varði þó stutt, aðeins í um nokkrar klukkustundir þann daginn. Ekkert hefur borið á eldvirkni síðan þá.Vísir/Anton Brink Öll leyfi hafi hins vegar fengist fyrir því að Grindavík spili á Stakkavíkurvelli í sumar. „Við þurfum ekkert að hafa áhyggjur af því. Lögreglustjórinn í Keflavík, Almannavarnir, slökkviliðið hér, Björgunarsveitin, það eru allir á vaktinni. Við erum með rýmingaráætlun og erum með allt upp á tíu. Það er enginn sem er að fara koma hingað inn að fara að verða í einhverri hættu – það er loforð.“ Gert þetta margoft áður En segjum að viðvörunarbjöllur fari í gang á meðan fótboltaleik stendur, hvað gerist þá? „Þá fer af stað rýmingaráætlun. Fólki verður beint út úr bænum í rólegheitum. Það er ekkert mál. Við höfum gert þetta margoft áður, eins og í Bláa lóninu,“ segir Haukur. Haukur kveðst þá ekki smeykur um að andstæðingar Grindavíkur í Lengjudeildinni veigri sér við komu til bæjarins. „Nei, nei. Hér er gott að koma, hér hefur alltaf verið gott að koma og spila. Hér er tekið vel á móti öllum. Ég trúi því ekki að það vilji enginn koma hingað,“ segir Haukur að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. UMF Grindavík Grindavík Lengjudeild karla Fótbolti Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Sjá meira
Nóg var um að vera á sérstökum vinnudegi á Stakkavíkurvelli, heimavelli fótboltaliðs Grindavíkur, á fyrsta degi sumars í gær. Um 60 manns komu saman til að vinna að því að gera völlinn leikfæran fyrir komandi fótboltasumar. Einhugur er um að spila fótbolta í bænum. „Það er erfitt að vera ekki heima. Það eru einhver lýsingarorð um það sem ég kem ekki upp úr mér. Það verður stórkostlegt að geta komið og sjá fótboltann rúlla hérna á grasinu í Grindavík aftur,“ segir Haukur Guðberg Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur. „Ég held það séu yfir 60 manns sem komu í sjálfboðavinnu hérna í dag að hjálpa til. Það er gríðarlegur hugur í Grindvíkingum. Þetta verður bara stórkostlegt,“ segir Haukur enn fremur um samhuginn sem sé um verkefnið. Margir lögðu hönd á plóg á vellinum í gær.Vísir/Valur Páll Jarðhræringar síðustu missera hafi ekki haft áhrif á fótboltavöllinn eða aðstöðuna í kring. „Völlurinn er bara í tipp topp lagi og stúkan líka. Íþróttamannvirkin hérna eru bara í lagi. Íþróttirnar í Grindavík lifa. Það er bara þannig.“ Öryggisyfirvöld með í ráðum Fáa þarf að kynna fyrir nýlegri sögu Grindavíkurbæjar og þeim hamförum sem hafa riðið þar yfir. Jörð opnaðist í fótboltahúsi félagsins í stærstu jarðskjálftunum og eldgosahrina undanfarinna missera gerði síðast vart við sig í byrjun apríl-mánaðar. Vegna þessa hafa einhverjir áhyggjur af öryggi til fótboltaiðkunnar á svæðinu. Síðast gaus þann 1. apríl. Það varði þó stutt, aðeins í um nokkrar klukkustundir þann daginn. Ekkert hefur borið á eldvirkni síðan þá.Vísir/Anton Brink Öll leyfi hafi hins vegar fengist fyrir því að Grindavík spili á Stakkavíkurvelli í sumar. „Við þurfum ekkert að hafa áhyggjur af því. Lögreglustjórinn í Keflavík, Almannavarnir, slökkviliðið hér, Björgunarsveitin, það eru allir á vaktinni. Við erum með rýmingaráætlun og erum með allt upp á tíu. Það er enginn sem er að fara koma hingað inn að fara að verða í einhverri hættu – það er loforð.“ Gert þetta margoft áður En segjum að viðvörunarbjöllur fari í gang á meðan fótboltaleik stendur, hvað gerist þá? „Þá fer af stað rýmingaráætlun. Fólki verður beint út úr bænum í rólegheitum. Það er ekkert mál. Við höfum gert þetta margoft áður, eins og í Bláa lóninu,“ segir Haukur. Haukur kveðst þá ekki smeykur um að andstæðingar Grindavíkur í Lengjudeildinni veigri sér við komu til bæjarins. „Nei, nei. Hér er gott að koma, hér hefur alltaf verið gott að koma og spila. Hér er tekið vel á móti öllum. Ég trúi því ekki að það vilji enginn koma hingað,“ segir Haukur að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
UMF Grindavík Grindavík Lengjudeild karla Fótbolti Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti