Reuters greinir frá. Þar segir að leikur liðanna sem fram átti að fara í dag, föstudag, hefur verið frestað til sunnudags vegna andláts Graziano Fiorita. Hafði hann starfað fyrir Lexxe í meira en tvo áratugi.
Hann lést óvænt þegar liðið var í æfingaferð í Coccaglio. Liðið hélt samstundis heim og hefur leiknum verið frestað um tvo daga.
📌A seguito della tragica scomparsa del sig. Graziano Fiorita, membro dello staff tecnico della società US Lecce, la gara della 34ª giornata del Campionato di #SerieAEnilive Atalanta-Lecce viene riprogrammata come segue:
— Lega Serie A (@SerieA) April 24, 2025
ATALANTA-LECCE
🗓️domenica 27 aprile 2025 ore 20.45
Atalanta er í 3. sæti Serie A á meðan Lecce er í 17. sæti með 26 stig, aðeins stigi fyrir ofan fallsæti þegar fimm umferðir eru eftir. Þórir Jóhann hefur komið við sögu í 16 leikjum og lagt upp fjögur mörk.