Fréttamaður okkar Bjarki Sigurðsson fékk að skoða herskip, á vegum Atlantshafsbandalagsins, sem liggur nú við höfn í Reykjavík. Tilefnið er kafbátaleitaræfing eftir helgi.
Unnið er að viðgerðum á húsi í Vogahverfi í Reykjavík sem er einungis sex ára gamalt. Ástæðan er leki en dæmi eru um fleiri slík fjölbýlishús. Formaður Meistarafélags húsasmíða segir græðgi um að kenna.
Við heimsækjum Reykjadal, þar sem verið er að safna fyrir endurbótum á sundlauginni. Og við verðum í beinni frá Hörpu þar sem Stórsveit Reykjavíkur tekur á móti söngkonunum Bríeti og GDRN í kvöld.
Í sportpakkanum verður farið yfir leikmannahópinn fyrir komandi verkefni í undankeppni EM karla í handbolta. Þjálfarinn ætlar að prófa nýja hluti.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukka hálf sjö.