Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar 25. apríl 2025 22:00 Með auknum fjölda einstaklinga á Íslandi með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn skapast ákall um samtal um tvöfalda jaðarsetningu og þarfir fatlaðra barna af erlendum uppruna og fjölskyldna þeirra. Um það bil 40 % barna sem fær greiningu á Íslandi koma frá fjölskyldum með fjölbreyttan tungumála-og menningarbakgrunn. Það er því augljós og mikil þörf á að fjalla um stöðu og reynslu innflytjendafjölskyldna fatlaðra barna á Íslandi. Fjölskyldur þar sem fötlun og félags- og menningarleg staða þeirra samtvinnast á margvíslegan hátt standa frammi fyrir allskonar áskorunum og hindrunum sem mæta þeim í samskiptum við kerfið, m.a. þegar kemur að upplýsingum, aðgengi að þjónustu og samráði. Góðu fréttirnar eru þær, að ýmis úrræði og aðferðir geta stuðlað að aukinni inngildingu. Á vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvarinnar og Þroskahjálpar sem haldin verður 8. og 9. maí, verða þessi mál í brennidepli. Ráðstefnan er vettvangur fyrir fagfólk, aðstandendur, stefnumótendur og fulltrúa félagssamtakana til að skiptast á reynslu, dýpka skilning og leita lausna í anda fjölmenningarlegrar velferðar og mannréttinda. Áskoranir Tvöföld jaðarsetning vísar til þess þegar einstaklingur tilheyrir tveimur eða fleiri jaðarsettum hópum. Í þessu samhengi er átt við börn sem eru bæði fötluð og af erlendum uppruna. Samtvinnun þessara þátta getur leitt til margþættra og flókinna áskorana í samskiptum við kerfið og samfélagið. Fjölskyldur fatlaðra barna af erlendum uppruna mæta oft tungumálahindrunum, skorti á aðgengilegum og skiljanlegum upplýsingum um réttindi og þjónustu, auk þess geta félagslegar aðstæður verið krefjandi. Margar fjölskyldur eru á leigumarkaði og hafa mögulega lítið eða ekkert bakland og þurfa að samræma vaktavinnu eða óreglulegan vinnutíma við þarfir barnsins. Þetta getur haft áhrif á möguleika þeirra til að nýta þjónustu, taka þátt í samráði og fylgjast með framvindu mála. Til að tryggja jafnræði og inngildingu þarf að horfa á þessar áskoranir í samhengi og þróa lausnir sem taka mið af fjölbreyttum bakgrunni og þörfum fjölskyldunnar. Fjölskyldur fatlaðra barna af erlendum uppruna lifa oft við flóknar og krefjandi aðstæður í íslensku samfélagi. Þær eiga erfitt með að nálgast þjónustu sem á að styðja við þau, meðal annars vegna skorts á túlkaþjónustu og óaðgengilegra upplýsinga um kerfið. Mörgum reynist erfitt að skilja réttindi sín eða hvar á að leita eftir hjálp. Skortur á samskiptum milli skóla og foreldra, ásamt lítilli aðlögun að fjölbreyttum þörfum, veldur því að foreldrar upplifa sig oft einangraða. Félagsleg einangrun er einnig veruleiki margra fjölskyldna. Án stuðningsnets vegna menningarlegra og félagslegra aðgreininga finna foreldrar oft fyrir einmanaleika og skorti á tengslum við aðra í svipaðri stöðu. Tækifæri til framfara Það er sameiginleg samfélagsleg ábyrgð okkar allra að leggja áherslu á leiðir og úrræði sem byggja upp meira inngildandi samfélag. Þetta snýst ekki aðeins um að tryggja að einstaklingar sem þurfa meiri stuðning eða aðstoð upplifi sig örugga og velkomna í okkar umhverfi, heldur einnig um að tryggja að þessir einstaklingar fái allar þær upplýsingar og þau úrræði sem völ er á. Gott dæmi um þetta er að bjóða upp á þjónustu og nauðsynlegar upplýsingar á mismunandi tungumálum. Stofnanir okkar þurfa að koma til móts við þarfir fjölskyldna sem koma frá fjölbreyttum menningar- og tungumálaheimum. Félagasamtök og fulltrúar stofnanna og yfirvalda gegna hér mikilvægu hlutverki í stuðningi við fjölskyldur sem eru af erlendum bergi brotin. Mikilvægt er einnig að miðstýra þjónustu við fjölskyldur og efla samstarf milli stjórnvalda og fjölskyldna – með það að markmiði að laga þjónustuna betur að þörfum þeirra. Í ár heldur Ráðgjafar- og greiningarstöð vorráðstefnu sína í fertugasta sinn. Þetta er frábært tilefni til að fagna og hittast á ný í stórum hópi á Hilton hótelinu, ræða mikilvæg málefni og kynna faglega nálgun okkar. Í fyrsta sinn verður ráðstefnan haldin í samstarfi við Landssamtökin Þroskahjálp, og að þessu sinni verður yfirskriftin “Fötluð börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn: áskoranir og tækifæri”. Við sameinum krafta okkar í ár til að leggja sérstaka áherslu á að bæta stöðu þessara barna og fjölskyldna þeirra, og beina athygli samfélagsins að leiðum og úrræðum til að bæta lífsgæði þessa hóps. Við hvetjum sérstaklega fagfólk sem vinnur með börnum, foreldra og forráðamenn, sem og fulltrúa stofnanna og félagasamtaka, til að taka þátt. Þema tvöfaldrar jaðarsetningar kallar á sameiginlega ábyrgð, ákvörðunartöku og framkvæmd – svo okkur öllum geti liðið betur. Höfundur er verkefnastjóri í málefnum fatlaðra barna hjá Þroskahjálp Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Innflytjendamál Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Með auknum fjölda einstaklinga á Íslandi með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn skapast ákall um samtal um tvöfalda jaðarsetningu og þarfir fatlaðra barna af erlendum uppruna og fjölskyldna þeirra. Um það bil 40 % barna sem fær greiningu á Íslandi koma frá fjölskyldum með fjölbreyttan tungumála-og menningarbakgrunn. Það er því augljós og mikil þörf á að fjalla um stöðu og reynslu innflytjendafjölskyldna fatlaðra barna á Íslandi. Fjölskyldur þar sem fötlun og félags- og menningarleg staða þeirra samtvinnast á margvíslegan hátt standa frammi fyrir allskonar áskorunum og hindrunum sem mæta þeim í samskiptum við kerfið, m.a. þegar kemur að upplýsingum, aðgengi að þjónustu og samráði. Góðu fréttirnar eru þær, að ýmis úrræði og aðferðir geta stuðlað að aukinni inngildingu. Á vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvarinnar og Þroskahjálpar sem haldin verður 8. og 9. maí, verða þessi mál í brennidepli. Ráðstefnan er vettvangur fyrir fagfólk, aðstandendur, stefnumótendur og fulltrúa félagssamtakana til að skiptast á reynslu, dýpka skilning og leita lausna í anda fjölmenningarlegrar velferðar og mannréttinda. Áskoranir Tvöföld jaðarsetning vísar til þess þegar einstaklingur tilheyrir tveimur eða fleiri jaðarsettum hópum. Í þessu samhengi er átt við börn sem eru bæði fötluð og af erlendum uppruna. Samtvinnun þessara þátta getur leitt til margþættra og flókinna áskorana í samskiptum við kerfið og samfélagið. Fjölskyldur fatlaðra barna af erlendum uppruna mæta oft tungumálahindrunum, skorti á aðgengilegum og skiljanlegum upplýsingum um réttindi og þjónustu, auk þess geta félagslegar aðstæður verið krefjandi. Margar fjölskyldur eru á leigumarkaði og hafa mögulega lítið eða ekkert bakland og þurfa að samræma vaktavinnu eða óreglulegan vinnutíma við þarfir barnsins. Þetta getur haft áhrif á möguleika þeirra til að nýta þjónustu, taka þátt í samráði og fylgjast með framvindu mála. Til að tryggja jafnræði og inngildingu þarf að horfa á þessar áskoranir í samhengi og þróa lausnir sem taka mið af fjölbreyttum bakgrunni og þörfum fjölskyldunnar. Fjölskyldur fatlaðra barna af erlendum uppruna lifa oft við flóknar og krefjandi aðstæður í íslensku samfélagi. Þær eiga erfitt með að nálgast þjónustu sem á að styðja við þau, meðal annars vegna skorts á túlkaþjónustu og óaðgengilegra upplýsinga um kerfið. Mörgum reynist erfitt að skilja réttindi sín eða hvar á að leita eftir hjálp. Skortur á samskiptum milli skóla og foreldra, ásamt lítilli aðlögun að fjölbreyttum þörfum, veldur því að foreldrar upplifa sig oft einangraða. Félagsleg einangrun er einnig veruleiki margra fjölskyldna. Án stuðningsnets vegna menningarlegra og félagslegra aðgreininga finna foreldrar oft fyrir einmanaleika og skorti á tengslum við aðra í svipaðri stöðu. Tækifæri til framfara Það er sameiginleg samfélagsleg ábyrgð okkar allra að leggja áherslu á leiðir og úrræði sem byggja upp meira inngildandi samfélag. Þetta snýst ekki aðeins um að tryggja að einstaklingar sem þurfa meiri stuðning eða aðstoð upplifi sig örugga og velkomna í okkar umhverfi, heldur einnig um að tryggja að þessir einstaklingar fái allar þær upplýsingar og þau úrræði sem völ er á. Gott dæmi um þetta er að bjóða upp á þjónustu og nauðsynlegar upplýsingar á mismunandi tungumálum. Stofnanir okkar þurfa að koma til móts við þarfir fjölskyldna sem koma frá fjölbreyttum menningar- og tungumálaheimum. Félagasamtök og fulltrúar stofnanna og yfirvalda gegna hér mikilvægu hlutverki í stuðningi við fjölskyldur sem eru af erlendum bergi brotin. Mikilvægt er einnig að miðstýra þjónustu við fjölskyldur og efla samstarf milli stjórnvalda og fjölskyldna – með það að markmiði að laga þjónustuna betur að þörfum þeirra. Í ár heldur Ráðgjafar- og greiningarstöð vorráðstefnu sína í fertugasta sinn. Þetta er frábært tilefni til að fagna og hittast á ný í stórum hópi á Hilton hótelinu, ræða mikilvæg málefni og kynna faglega nálgun okkar. Í fyrsta sinn verður ráðstefnan haldin í samstarfi við Landssamtökin Þroskahjálp, og að þessu sinni verður yfirskriftin “Fötluð börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn: áskoranir og tækifæri”. Við sameinum krafta okkar í ár til að leggja sérstaka áherslu á að bæta stöðu þessara barna og fjölskyldna þeirra, og beina athygli samfélagsins að leiðum og úrræðum til að bæta lífsgæði þessa hóps. Við hvetjum sérstaklega fagfólk sem vinnur með börnum, foreldra og forráðamenn, sem og fulltrúa stofnanna og félagasamtaka, til að taka þátt. Þema tvöfaldrar jaðarsetningar kallar á sameiginlega ábyrgð, ákvörðunartöku og framkvæmd – svo okkur öllum geti liðið betur. Höfundur er verkefnastjóri í málefnum fatlaðra barna hjá Þroskahjálp
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun