Fjölskylda hennar greinir breska ríkisútvarpinu frá þessu.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Giuffre sakaði kynferðisafbrotamennina Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell um mansal og sagði Andrés prins hafa nauðgað sér þrisvar sinnum á heimili Epstein frá því að hún var sautján ára gömul. Málið vakti heimsathygli og lauk með samkomulagi milli Andrésar og Giuffre. Ekki liggur fyrir hvað nákvæmlega fólst í samkomulaginu.
Aðstandendur hennar sendu frá sér tilkynningu um andlát hennar á föstudaginn þar sem þeir segja hana baráttukonu gegn kynferðisofbeldi en að „afleiðingar ofbeldisins...reyndust henni óbærilegar“.
„Hún tók sitt eigið líf eftir að hafa verið fórnarlamb kynferðisofbeldi og mansals ævilangt,“ sagði í andlátstilkynningunni.
Fram kemur að hún hafi látist á heimili sínu að bóndabæ í vesturhluta Ástralíu. Þá kemur fram að lögreglurannsókn hafi þegar leitt í ljós að andlát hennar hafi ekki borið að með grunsamlegum hætti.
Giuffre lætur eftir sig þrjár dætur. Nýlega var greint frá því að hún og Robert eiginmaður hennar stæðu í skilnaði eftir 22 ára hjónaband.
Fréttin hefur verið uppfærð.