Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2025 12:41 Harry Kane kom til Bayern München sem vann titil á hverju ári en enski framherjinn hefur þurft að bíða í átján mánuði eftir fyrsta titli sínum með Bæjurum. Getty/Emmanuele Ciancaglini Enski landsliðsfyrirliðinn Harry Kane hefur mátt heyra ófáar háðsglósurnar og athugasemdirnar um að hann hafi aldrei unnið titil á ferlinum. Biðin langa gæti loksins endað í dag. Kane og félagar í Bayern München geta nefnilega tryggt sér þýska meistaratitilinn í dag. Þeir þurfa að vinna Mainz og Bayer Leverkusen má ekki vinna Augsburg á sama tíma. Kane vann engan titil á tíu tímabilum með Tottenham og Bæjurum tókst heldur ekki að vinna titil á hans fyrsta tímabili með liðinu. Kane hefur fjórum sinnum orðið markakóngur í sínum deildum og er líka markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar í vetur. Mörkin hans hafa hingað til ekki verið nóg til að tryggja félögum hans titla. Bayern var búið að vinna þýsku deildina ellefu ár í röð þegar hann kom í fyrra en missti titilinn til Bayer Leverkusen. Liðið féll líka óvænt úr þýska bikarnum á móti smáliði Saarbrücken í fyrra og tapaði fyrir Leverkusen í sextán liða úslitum bikarsins í ár. Bayern datt líka á dögunum út úr Meistaradeildinni á móti ítalska félaginu Internazionale. Kane hefur skorað 60 mörk í 60 leikjum í þýsku deildinni á þessum tveimur tímabilum þar af 24 mörk á þessu tímabili. Bayern er með átta stiga forskot á Leverkusen þegar fjórir leikir eru eftir. Harry Kane is just ONE game away from his FIRST career title 🏆If Bayern Munich beat Mainz, and Bayer Leverkusen draw or lose to Augsburg tomorrow, then it will be confirmed 👀 pic.twitter.com/BIImWfZDPa— Football on TNT Sports (@footballontnt) April 25, 2025 Þýski boltinn Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Kane og félagar í Bayern München geta nefnilega tryggt sér þýska meistaratitilinn í dag. Þeir þurfa að vinna Mainz og Bayer Leverkusen má ekki vinna Augsburg á sama tíma. Kane vann engan titil á tíu tímabilum með Tottenham og Bæjurum tókst heldur ekki að vinna titil á hans fyrsta tímabili með liðinu. Kane hefur fjórum sinnum orðið markakóngur í sínum deildum og er líka markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar í vetur. Mörkin hans hafa hingað til ekki verið nóg til að tryggja félögum hans titla. Bayern var búið að vinna þýsku deildina ellefu ár í röð þegar hann kom í fyrra en missti titilinn til Bayer Leverkusen. Liðið féll líka óvænt úr þýska bikarnum á móti smáliði Saarbrücken í fyrra og tapaði fyrir Leverkusen í sextán liða úslitum bikarsins í ár. Bayern datt líka á dögunum út úr Meistaradeildinni á móti ítalska félaginu Internazionale. Kane hefur skorað 60 mörk í 60 leikjum í þýsku deildinni á þessum tveimur tímabilum þar af 24 mörk á þessu tímabili. Bayern er með átta stiga forskot á Leverkusen þegar fjórir leikir eru eftir. Harry Kane is just ONE game away from his FIRST career title 🏆If Bayern Munich beat Mainz, and Bayer Leverkusen draw or lose to Augsburg tomorrow, then it will be confirmed 👀 pic.twitter.com/BIImWfZDPa— Football on TNT Sports (@footballontnt) April 25, 2025
Þýski boltinn Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira