Handbolti

Óðinn með stór­leik er Kadetten flaug í úr­slit

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Óðinn Þór átti hreint út sagt frábæran leik í dag.
Óðinn Þór átti hreint út sagt frábæran leik í dag. @ehfel_official

Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar hans í Kadetten Schaffhausen eru komnir í úrslit í baráttunni um svissneska meistaratitilinn í handbolta eftir tíu marka sigur gegn Suhr Aarau í dag.

Kadetten varð deildarmeistari í svessnesku deildinni, en Aarau hafnaði í fimmta sæti og því ljóst að Óðinn og félagar voru með yfirhöndina í einvíginu.

Þetta var þriðja viðureign liðanna í einvíginu og Kadetten hafði unnið fyrstu tvo leikina. Liðið var með tögl og hagldir á leik dagsins og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik.

Liðið bætti svo um betur í síðari hálfleik og vann að lokum öruggan tíu marka sigur, 32-22. Óðinn Þór skoraði níu mörk úr tíu skotum fyrir Kadetten og liðið er nú á leið í úrslit þar sem annaðhvort HC Kriens eða Bern verður andstæðingur þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×