Níu létust í árásinni í Vancouver Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. apríl 2025 07:29 Mynd frá vettvangi. AP Níu eru látnir og fjöldi er særður eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks á hátíð í Vancouver í Kanada í nótt. Lögreglan í Vancouver greinir frá þessu í tilkynningu á X. Þá kemur fram að ökumaðurinn sé í haldi lögreglu. Uppfært 10:20: Lögreglan í Vancouver hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að níu hafi látist í árásinni. Fjöldi særðra kemur ekki fram. Á blaðamannafundi sagði lögreglan að hinn grunaði sé þrjátíu ára gamall. Fleiri séu ekki grunaðir um aðild að svo stöddu. Þá hefur BBC eftir lögreglu að maðurinn hafi verið kunnugur lögreglu „undir vissum kringumstæðum“. Áður en lögregla kom á vettvang hafi viðstaddir framkvæmt borgaralega handtöku á hinum grunaða. Þá segir lögregla engin ummerki að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Aðspurður sagði lögreglumaður ekki enn hægt að segja til um fjölda látinna, þar sem enn ætti eftir að hafa samband við einhverja aðstandendur. Lögregla hyggst veita frekari upplýsingar um fjölda dauðsfalla síðar í dag, eftir að nóttin er liðin vestanhafs. Í umfjöllun AP segir að um áttaleytið á staðartíma hafi bíl verið ekið á hóp fólks á hátíð sem Filippseyingasamfélag í suðurhluta Vancouver hafi staðið fyrir. Hópur Filippseyinga hafi verið að halda upp á dag Lapu Lapu, leiðtoga sem barðist fyrir sjálfstæði filippseysku eyjarinnar Mactan, árið 1521. Filippseyingar fagna deginum 27. apríl ár hvert. Mark Carney forsætisráðherra Kanada vottar aðstandendum hinna látnu samúð í færslu á X. Þingkosningar eru fyrirhugaðar í landinu á morgun. Óvíst er hvort árásin tengist þeim með nokkrum hætti. Fréttin hefur verið uppfærð. Kanada Filippseyjar Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Sjá meira
Lögreglan í Vancouver greinir frá þessu í tilkynningu á X. Þá kemur fram að ökumaðurinn sé í haldi lögreglu. Uppfært 10:20: Lögreglan í Vancouver hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að níu hafi látist í árásinni. Fjöldi særðra kemur ekki fram. Á blaðamannafundi sagði lögreglan að hinn grunaði sé þrjátíu ára gamall. Fleiri séu ekki grunaðir um aðild að svo stöddu. Þá hefur BBC eftir lögreglu að maðurinn hafi verið kunnugur lögreglu „undir vissum kringumstæðum“. Áður en lögregla kom á vettvang hafi viðstaddir framkvæmt borgaralega handtöku á hinum grunaða. Þá segir lögregla engin ummerki að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Aðspurður sagði lögreglumaður ekki enn hægt að segja til um fjölda látinna, þar sem enn ætti eftir að hafa samband við einhverja aðstandendur. Lögregla hyggst veita frekari upplýsingar um fjölda dauðsfalla síðar í dag, eftir að nóttin er liðin vestanhafs. Í umfjöllun AP segir að um áttaleytið á staðartíma hafi bíl verið ekið á hóp fólks á hátíð sem Filippseyingasamfélag í suðurhluta Vancouver hafi staðið fyrir. Hópur Filippseyinga hafi verið að halda upp á dag Lapu Lapu, leiðtoga sem barðist fyrir sjálfstæði filippseysku eyjarinnar Mactan, árið 1521. Filippseyingar fagna deginum 27. apríl ár hvert. Mark Carney forsætisráðherra Kanada vottar aðstandendum hinna látnu samúð í færslu á X. Þingkosningar eru fyrirhugaðar í landinu á morgun. Óvíst er hvort árásin tengist þeim með nokkrum hætti. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kanada Filippseyjar Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Sjá meira