Rúmur helmingur óhress með Trump Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. apríl 2025 20:41 Annað kjörtímabil Donalds Trump í embætti Bandaríkjaforseta er rétt að byrja. AP/Alex Brandon. Rúmur helmingur Bandaríkjamanna er óánægður með frammistöðu Donalds Trump fyrstu mánuði hans í embætti forseta samkvæmt nýrri könnun. Frammistaðan er þó í takt við væntingar meirihluta þjóðarinnar. Senn hefur Trump setið í embætti forseta Bandaríkjanna í hundrað daga á sínu öðru kjörtímabili sem forseti. Í tilenfi af tímamótunum er afstaða þjóðarinnar til forsetans gjarnan könnuð. Niðurstöður könnunar AP- fréttaveitunnar og félagsvísindastofnunarinnar NORC benda til þess að framistaða forsetans sé í takt við það sem þjóðin bjóst við af Trump. Um sjö af hverjum tíu svarenda könnunarinnar segja kjörtímabilið hefjast líkt og við var að búast, en um þriðjungur segir byrjunina koma á óvart. Þá telur rúmur helmingur svarenda að forsetinn hafi staðið sig illa eða mjög illa, sextán prósent segja frammistöðuna í meðallagi en um þriðjungur kveðst ánægður með frammistöðu forsetans. Spurt var einnig um afstöðu svarenda til forgangsröðunar. Þar sagðist um fjórðungur telja forgangsröðun forsetans vera rétta, 44 prósent telja forgangsröðun ranga en um tuttugu prósent telja hana vera í jafnvægi. Tíu prósent töldu sig ekki vita nóg til að svara. Minnstu vinsældir forseta í 70 ár Niðurstöður könnunar AP ríma að einhverju leyti við könnun CNN sem birt var í dag. Samkvæmt þeirri könnun er Trump óvinsælasti forseti Bandaríkjanna í sjö áratugi, sé miðað við frammistöðu á upphafi kjörtímabilsins. Könnuð var afstöða almennings til forsetans nú þegar styttist í að hann hafi verið hundrað daga í embætti á sínu öðru kjörtímabili sem forseti. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar nýtur Trump stuðnings fjörutíu og eins prósents þjóðarinnar, sem er lægsta vinsældahlutfall forseta við upphaf kjörtímabils síðan í embættistíð Dwight D. Eisenhower á sjötta áratug síðustu aldar. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Senn hefur Trump setið í embætti forseta Bandaríkjanna í hundrað daga á sínu öðru kjörtímabili sem forseti. Í tilenfi af tímamótunum er afstaða þjóðarinnar til forsetans gjarnan könnuð. Niðurstöður könnunar AP- fréttaveitunnar og félagsvísindastofnunarinnar NORC benda til þess að framistaða forsetans sé í takt við það sem þjóðin bjóst við af Trump. Um sjö af hverjum tíu svarenda könnunarinnar segja kjörtímabilið hefjast líkt og við var að búast, en um þriðjungur segir byrjunina koma á óvart. Þá telur rúmur helmingur svarenda að forsetinn hafi staðið sig illa eða mjög illa, sextán prósent segja frammistöðuna í meðallagi en um þriðjungur kveðst ánægður með frammistöðu forsetans. Spurt var einnig um afstöðu svarenda til forgangsröðunar. Þar sagðist um fjórðungur telja forgangsröðun forsetans vera rétta, 44 prósent telja forgangsröðun ranga en um tuttugu prósent telja hana vera í jafnvægi. Tíu prósent töldu sig ekki vita nóg til að svara. Minnstu vinsældir forseta í 70 ár Niðurstöður könnunar AP ríma að einhverju leyti við könnun CNN sem birt var í dag. Samkvæmt þeirri könnun er Trump óvinsælasti forseti Bandaríkjanna í sjö áratugi, sé miðað við frammistöðu á upphafi kjörtímabilsins. Könnuð var afstöða almennings til forsetans nú þegar styttist í að hann hafi verið hundrað daga í embætti á sínu öðru kjörtímabili sem forseti. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar nýtur Trump stuðnings fjörutíu og eins prósents þjóðarinnar, sem er lægsta vinsældahlutfall forseta við upphaf kjörtímabils síðan í embættistíð Dwight D. Eisenhower á sjötta áratug síðustu aldar.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira