Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. apríl 2025 20:04 Frú Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason, eiginmaður hennar, ásamt Soffíu Sveinsdóttur, skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands og Guðríði Helgadóttur, staðarhaldara á Reykjum þegar forsetahjónin mættu í opna húsið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forseta Íslands dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði því það er svo erfitt að stunda garðrækt í rokinu á staðnum. Kryddjurtir eru þó ræktaðir inni í gluggakistunum á Bessastöðum, sem eiginmaður forseta notar svo í matseld. Forseti Íslands og eiginmaður hennar voru heiðursgestir á opnu húsi í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi á sumardaginn fyrsta. Hópur barna tók á móti forsetanum og fékk myndir af sér með þeim og svo var haldið á hátíðarsamkomu í gróðurskála skólans þar sem forsetinn veitti nokkur garðyrkjuverðlaun. Garðyrkjubændurnir í garðyrkjustöðinni Heiðmörk í Laugarási í Bláskógabyggð fengu hvatningarverðlaun garðyrkjunnar og Bjarkarás, Svava Rafnsdóttir, garðyrkjufræðingur hluti verðlaun fyrir að vera besti verknámsstaður skólans en um er að ræða gróðurhús við Stjörnugróf í Reykjavík, sem er rekið af Ás styrktarfélagi. Loks fékk Ólafur Sturla Njálsson, garðyrkjusérfræðingur í Nátthaga í Ölfusi heiðursverðlaun garðyrkjunnar 2025 en þar rekur hann öfluga garðplöntustöð. Eigendur garðyrkjustöðvarinnar Heiðmerkur í Laugarási í Bláskógabyggð fengu Hvatningarverðlaun garðyrkjunnar 2025 en það eru þau Óli Finnsson og Inga Sigríður Snorradóttir, sem eru hér með börnum sínum, Mána og Kríu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bjarkarás hlaut verðlaun fyrir að vera besti verknámsstaður Garðyrkjuskólans en um er að ræða gróðurhús við Stjörnugróf í Reykjavík, sem er rekið af Ás styrktarfélagi. Svava Rafnsdóttir er garðyrkjufræðingur þar og tók á móti verðlaununum úr hendi forseta Íslands. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ólafur Sturla Njálsson, garðyrkjusérfræðingur í Nátthaga í Ölfusi fékk heiðursverðlaun garðyrkjunnar 2025 en þar rekur hann öfluga garðplöntustöð. Hér er hann með verðlaunagripinn og Höllu forseta, sem afhenti honum viðurkenninguna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Halla rifjaði upp sínar fyrstu gróður minningar sínar í ræðustólnum. „Mínar fyrstu gróðurminningar voru hér í Eden þannig að mér finnst þið eiga eitthvað hlutverk á landsvísu að halda áfram að leiða og minna okkur á fegurðina, skjólið, ánægjuna og næringuna, sem felst í því að við ræktum áfram garðinn okkar hér og á landinu öllu,“ sagði Halla. En hvað með Höllu sjálfa, hefur hún eitthvað vit á garðyrkju? „Nei, kannski ekki vit en áhuga og gleði, sérstaklega af kryddjurtarækt, það er eitthvað, sem ég hef alltaf haft gaman af og maðurinn eldar svo úr því. Það gengur illa í rokinu á Bessastöðum að gera eitthvað úti enn þá. Ég þarf eiginlega að koma mér upp gróðurhúsi en ég reyni að nota eldhúsgluggann aðeins já,” segir Halla kampakát. Forsetahjónin með nokkrum hressum krökkum, sem tóku á móti þeim þegar þau mættu í opna húsið í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi á sumardaginn fyrsta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mennta- og barnamálaráðherra, Guðmundur Ingi Kristinsson mætti líka í Garðyrkjuskólann en hann veitti umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar en þau fóru til fyrirtækisins „Livefodd” í Hveragerði, sem er fyrsta og eina grænkera ostagerðin á Íslandi en eigendur fyrirtækisins ery þau Erlendur Eiríksson og Fjóla Einarsdóttir, sem tóku á móti verðlaununum vegna framlags fyrirtækis þeirra til umhverfisvænnar og sjálfbærrar matvælaframleiðslu. Umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar fóru til fyrirtækisins „Livefodd” í Hveragerði, sem er fyrsta og eina grænkera ostagerðin á Íslandi en eigendur fyrirtækisins eru þau Erlendur Eiríksson og Fjóla Einarsdóttir. Þau eru hér með forseta Íslands. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Garðyrkja Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Landbúnaður Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Forseti Íslands og eiginmaður hennar voru heiðursgestir á opnu húsi í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi á sumardaginn fyrsta. Hópur barna tók á móti forsetanum og fékk myndir af sér með þeim og svo var haldið á hátíðarsamkomu í gróðurskála skólans þar sem forsetinn veitti nokkur garðyrkjuverðlaun. Garðyrkjubændurnir í garðyrkjustöðinni Heiðmörk í Laugarási í Bláskógabyggð fengu hvatningarverðlaun garðyrkjunnar og Bjarkarás, Svava Rafnsdóttir, garðyrkjufræðingur hluti verðlaun fyrir að vera besti verknámsstaður skólans en um er að ræða gróðurhús við Stjörnugróf í Reykjavík, sem er rekið af Ás styrktarfélagi. Loks fékk Ólafur Sturla Njálsson, garðyrkjusérfræðingur í Nátthaga í Ölfusi heiðursverðlaun garðyrkjunnar 2025 en þar rekur hann öfluga garðplöntustöð. Eigendur garðyrkjustöðvarinnar Heiðmerkur í Laugarási í Bláskógabyggð fengu Hvatningarverðlaun garðyrkjunnar 2025 en það eru þau Óli Finnsson og Inga Sigríður Snorradóttir, sem eru hér með börnum sínum, Mána og Kríu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bjarkarás hlaut verðlaun fyrir að vera besti verknámsstaður Garðyrkjuskólans en um er að ræða gróðurhús við Stjörnugróf í Reykjavík, sem er rekið af Ás styrktarfélagi. Svava Rafnsdóttir er garðyrkjufræðingur þar og tók á móti verðlaununum úr hendi forseta Íslands. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ólafur Sturla Njálsson, garðyrkjusérfræðingur í Nátthaga í Ölfusi fékk heiðursverðlaun garðyrkjunnar 2025 en þar rekur hann öfluga garðplöntustöð. Hér er hann með verðlaunagripinn og Höllu forseta, sem afhenti honum viðurkenninguna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Halla rifjaði upp sínar fyrstu gróður minningar sínar í ræðustólnum. „Mínar fyrstu gróðurminningar voru hér í Eden þannig að mér finnst þið eiga eitthvað hlutverk á landsvísu að halda áfram að leiða og minna okkur á fegurðina, skjólið, ánægjuna og næringuna, sem felst í því að við ræktum áfram garðinn okkar hér og á landinu öllu,“ sagði Halla. En hvað með Höllu sjálfa, hefur hún eitthvað vit á garðyrkju? „Nei, kannski ekki vit en áhuga og gleði, sérstaklega af kryddjurtarækt, það er eitthvað, sem ég hef alltaf haft gaman af og maðurinn eldar svo úr því. Það gengur illa í rokinu á Bessastöðum að gera eitthvað úti enn þá. Ég þarf eiginlega að koma mér upp gróðurhúsi en ég reyni að nota eldhúsgluggann aðeins já,” segir Halla kampakát. Forsetahjónin með nokkrum hressum krökkum, sem tóku á móti þeim þegar þau mættu í opna húsið í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi á sumardaginn fyrsta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mennta- og barnamálaráðherra, Guðmundur Ingi Kristinsson mætti líka í Garðyrkjuskólann en hann veitti umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar en þau fóru til fyrirtækisins „Livefodd” í Hveragerði, sem er fyrsta og eina grænkera ostagerðin á Íslandi en eigendur fyrirtækisins ery þau Erlendur Eiríksson og Fjóla Einarsdóttir, sem tóku á móti verðlaununum vegna framlags fyrirtækis þeirra til umhverfisvænnar og sjálfbærrar matvælaframleiðslu. Umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar fóru til fyrirtækisins „Livefodd” í Hveragerði, sem er fyrsta og eina grænkera ostagerðin á Íslandi en eigendur fyrirtækisins eru þau Erlendur Eiríksson og Fjóla Einarsdóttir. Þau eru hér með forseta Íslands. Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Garðyrkja Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Landbúnaður Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira