Kjördagur framundan í Kanada Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 27. apríl 2025 23:58 Mark Carney, formaður Frjálslynda flokksins, og Pierre Poilievre, formaður Íhaldsflokksins. Þeir leiða tvo stærstu flokkanna fyrir komandi þingkosningar. EPA Kjördagur er framundan í Kanada og eru það Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn sem keppast um þingsætin. Staða mála í Bandaríkjunum hefur litað kosningabaráttuna. Mark Carney, forsætisráðherra Kanada og leiðtogi Frjálslynda flokksins, boðaði til kosninga fyrir skömmu eftir að hann tók við embætti sem forsætisráðherra eftir að Justin Trudeau sagði af sér. Trudeau hafði gegnt embættinu í rúm níu ár en sagði af sér í byrjun árs. Frjálslyndi flokkurinn hefur verði við völd frá árinu 2015 og stefni í að flokkurinn myndi gjalda afhroð en eftir að Carney tók við hefur fylgi flokksins aukist til muna. Nýjustu tölur skoðanakannana segja 43 prósent landsmanna styðji Frjálslynda flokkinn en 38,9 prósent Íhaldsflokkinn. Íhaldsflokkurinn er leiddur áfram af Pierre Poilievre sem er reyndur pólitíkus. Hann talar meðal annars fyrir lægri framfærslukostnaði, til að mynda að hægt sé að greiða niður húsnæðislán á sjö árum í stað þeirra tuga ára sem það taki í dag. Það hljómar vel fyrir marga yngri kjósendur og þá sérstaklega unga karlmenn. Bæði Poilievre og Carney hafa talað fyrir betra hagkerfi í Kanada. Í umfjöllun Reuters segir að Frjálslyndi flokkurinn stefnir á að eyða meira fjármagni en Íhaldsflokkurinn en hinn síðarnefndi stefnir á meiri skattalækkanir. Trump hefur áhrif á kosningarnar Staðan í Bandaríkjunum hefur áhrif á kosningarnar en Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað sagt að Kanada ætti að verða 51. ríki Bandaríkjanna. Þá eiga löndin í tollastríði en um 75 prósent af útflutningi frá Kanada fer til Bandaríkjanna. Carney hefur talað opinberlega gegn Trump og orðum hans um að gera Kanada hlut af Bandaríkjunum. „Trump heldur því fram að Kanada sé ekki alvöru land. Hann vill brjóta okkur svo Bandaríkin geti eignast okkur. Við ætlum ekki að leyfa því að gerast,“ sagði Carney á blaðamannafundi í mars. Poilievre sagðst einnig ætla standa gegn því skyldi Trump reyna að hafa áhrif á sjálfstæði landsins. „Ég mun krefjast þess að forsetinn viðurkenni sjálfstæði og fullveldi Kanda. Ég mun krefjast þess að hann hætti tollum á landið okkar,“ sagði Poilievre þegar hann ræsti kosningabaráttu sína. Hann hefur hins vegar einnig verið sagður hafa hugmyndafræðilega nánd við Donald Trump. Kanada Donald Trump Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Sjá meira
Mark Carney, forsætisráðherra Kanada og leiðtogi Frjálslynda flokksins, boðaði til kosninga fyrir skömmu eftir að hann tók við embætti sem forsætisráðherra eftir að Justin Trudeau sagði af sér. Trudeau hafði gegnt embættinu í rúm níu ár en sagði af sér í byrjun árs. Frjálslyndi flokkurinn hefur verði við völd frá árinu 2015 og stefni í að flokkurinn myndi gjalda afhroð en eftir að Carney tók við hefur fylgi flokksins aukist til muna. Nýjustu tölur skoðanakannana segja 43 prósent landsmanna styðji Frjálslynda flokkinn en 38,9 prósent Íhaldsflokkinn. Íhaldsflokkurinn er leiddur áfram af Pierre Poilievre sem er reyndur pólitíkus. Hann talar meðal annars fyrir lægri framfærslukostnaði, til að mynda að hægt sé að greiða niður húsnæðislán á sjö árum í stað þeirra tuga ára sem það taki í dag. Það hljómar vel fyrir marga yngri kjósendur og þá sérstaklega unga karlmenn. Bæði Poilievre og Carney hafa talað fyrir betra hagkerfi í Kanada. Í umfjöllun Reuters segir að Frjálslyndi flokkurinn stefnir á að eyða meira fjármagni en Íhaldsflokkurinn en hinn síðarnefndi stefnir á meiri skattalækkanir. Trump hefur áhrif á kosningarnar Staðan í Bandaríkjunum hefur áhrif á kosningarnar en Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað sagt að Kanada ætti að verða 51. ríki Bandaríkjanna. Þá eiga löndin í tollastríði en um 75 prósent af útflutningi frá Kanada fer til Bandaríkjanna. Carney hefur talað opinberlega gegn Trump og orðum hans um að gera Kanada hlut af Bandaríkjunum. „Trump heldur því fram að Kanada sé ekki alvöru land. Hann vill brjóta okkur svo Bandaríkin geti eignast okkur. Við ætlum ekki að leyfa því að gerast,“ sagði Carney á blaðamannafundi í mars. Poilievre sagðst einnig ætla standa gegn því skyldi Trump reyna að hafa áhrif á sjálfstæði landsins. „Ég mun krefjast þess að forsetinn viðurkenni sjálfstæði og fullveldi Kanda. Ég mun krefjast þess að hann hætti tollum á landið okkar,“ sagði Poilievre þegar hann ræsti kosningabaráttu sína. Hann hefur hins vegar einnig verið sagður hafa hugmyndafræðilega nánd við Donald Trump.
Kanada Donald Trump Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Sjá meira