Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar 28. apríl 2025 14:00 Á hverju ári eru flest skólahúsnæði í Reykjavík lokuð í um einn til þrjá mánuði. Gluggar eru lokaðir, loftræstikerfi ganga illa og andrúmsloftið verður kyrrt og dautt. Þrátt fyrir að skólabyggingar séu meðal stærstu fasteigna borgarinnar, standa þær að miklu leyti auðar yfir sumarið – þar liggja tækifæri til að nýta þær á gagnlegan hátt. Á sama tíma eigum við í baráttu við síendurtekið vandamál: myglu í skólum. Það má spyrja einfaldra spurninga: Af hverju nýtum við ekki skólahúsnæði betur yfir sumarið?Af hverju fá ekki listamenn, hópar eða samfélagsverkefni aðgang að þessum húsum þegar þau standa annars ónotuð?Hvers vegna snúum við ekki vandamálinu í tekjulind? Leigum út skólana – í þágu loftgæða og lífsgæða Hugmyndin sem ég legg til er einföld: Reykjavíkurborg bjóði kerfisbundið út skólahúsnæði til tímabundinnar leigu yfir sumarmánuðina. Það gæti verið ein álma með sal og stofum, eða bara ein sérinngangsstofa – eftir aðstæðum. Notkunin gæti verið fjölbreytt: listasýningar, tónleikar, æfingar, námskeið, sumarbúðir, ráðstefnur eða nýsköpunarverkefni. Slíkt fyrirkomulag gæti: Bætt loftflæði og minnkað líkur á myglu. Skapað nýja tekjulind fyrir borgina. Stutt við menningu og grasrót. Gert Reykjavík að enn fjölbreyttari borg yfir sumarið. Þetta snýst ekki bara um ónotað rými - heldur um tækifæri. Það er engin ástæða fyrir því að skólabyggingar standi lokaðar í 6–10 vikur eins og heilagir gripir. Skólarnir eru samfélagsleg auðlind og við ættum að meðhöndla þá sem slíka. Engir öfgar – bara skynsemi Hér á landi eru dæmi um að skólahúsnæði séu notuð fyrir námskeið eða viðburði, en það er undantekning, ekki regla. Hver hefur ekki gist í skóla í Vestmanneyjum á fótboltamóti?Reykjavíkurborg gæti verið leiðandi í því að þróa þessa nálgun áfram með ábyrgum hætti. Með því að skilgreina reglur, verðskrá, viðmið og tryggja samráð við skólayfirvöld – væri hægt að gera þetta að sjálfbæru og gagnlegu kerfi. Við gerum kröfur um skilvirkni í allri opinberri starfsemi. En þegar kemur að fasteignum borgarinnar virðist viðmið okkar oft gleymast. Það er kominn tími til að við horfum á þessar byggingar með nýjum augum: sem lífleg samfélagsrými – ekki lokaðar hirslur fyrir krakka og kennara. Hvað nú? Ég kalla eftir því að Reykjavíkurborg skoði þessa hugmynd af alvöru og ekki síst að við hættum að líta á skólahúsnæði sem rými með aðeins eitt hlutverk. Staðreyndin er sú að virk notkun og góð loftræsting kemur í veg fyrir myglu. Við getum á sama tíma stutt við menningu og nýsköpun, jafnvel aflað tekna (ekki veitir af). Þetta er ekki flókið. Byggingarnar eru til, tækifærið er raunverulegt og lausnin er einföld: opnum dyrnar, hleypum inn fólki og lofti – gerum borgina okkar skynsamari í leiðinni. Höfundur er ungur Framsóknarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Framsóknarflokkurinn Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Sjá meira
Á hverju ári eru flest skólahúsnæði í Reykjavík lokuð í um einn til þrjá mánuði. Gluggar eru lokaðir, loftræstikerfi ganga illa og andrúmsloftið verður kyrrt og dautt. Þrátt fyrir að skólabyggingar séu meðal stærstu fasteigna borgarinnar, standa þær að miklu leyti auðar yfir sumarið – þar liggja tækifæri til að nýta þær á gagnlegan hátt. Á sama tíma eigum við í baráttu við síendurtekið vandamál: myglu í skólum. Það má spyrja einfaldra spurninga: Af hverju nýtum við ekki skólahúsnæði betur yfir sumarið?Af hverju fá ekki listamenn, hópar eða samfélagsverkefni aðgang að þessum húsum þegar þau standa annars ónotuð?Hvers vegna snúum við ekki vandamálinu í tekjulind? Leigum út skólana – í þágu loftgæða og lífsgæða Hugmyndin sem ég legg til er einföld: Reykjavíkurborg bjóði kerfisbundið út skólahúsnæði til tímabundinnar leigu yfir sumarmánuðina. Það gæti verið ein álma með sal og stofum, eða bara ein sérinngangsstofa – eftir aðstæðum. Notkunin gæti verið fjölbreytt: listasýningar, tónleikar, æfingar, námskeið, sumarbúðir, ráðstefnur eða nýsköpunarverkefni. Slíkt fyrirkomulag gæti: Bætt loftflæði og minnkað líkur á myglu. Skapað nýja tekjulind fyrir borgina. Stutt við menningu og grasrót. Gert Reykjavík að enn fjölbreyttari borg yfir sumarið. Þetta snýst ekki bara um ónotað rými - heldur um tækifæri. Það er engin ástæða fyrir því að skólabyggingar standi lokaðar í 6–10 vikur eins og heilagir gripir. Skólarnir eru samfélagsleg auðlind og við ættum að meðhöndla þá sem slíka. Engir öfgar – bara skynsemi Hér á landi eru dæmi um að skólahúsnæði séu notuð fyrir námskeið eða viðburði, en það er undantekning, ekki regla. Hver hefur ekki gist í skóla í Vestmanneyjum á fótboltamóti?Reykjavíkurborg gæti verið leiðandi í því að þróa þessa nálgun áfram með ábyrgum hætti. Með því að skilgreina reglur, verðskrá, viðmið og tryggja samráð við skólayfirvöld – væri hægt að gera þetta að sjálfbæru og gagnlegu kerfi. Við gerum kröfur um skilvirkni í allri opinberri starfsemi. En þegar kemur að fasteignum borgarinnar virðist viðmið okkar oft gleymast. Það er kominn tími til að við horfum á þessar byggingar með nýjum augum: sem lífleg samfélagsrými – ekki lokaðar hirslur fyrir krakka og kennara. Hvað nú? Ég kalla eftir því að Reykjavíkurborg skoði þessa hugmynd af alvöru og ekki síst að við hættum að líta á skólahúsnæði sem rými með aðeins eitt hlutverk. Staðreyndin er sú að virk notkun og góð loftræsting kemur í veg fyrir myglu. Við getum á sama tíma stutt við menningu og nýsköpun, jafnvel aflað tekna (ekki veitir af). Þetta er ekki flókið. Byggingarnar eru til, tækifærið er raunverulegt og lausnin er einföld: opnum dyrnar, hleypum inn fólki og lofti – gerum borgina okkar skynsamari í leiðinni. Höfundur er ungur Framsóknarmaður.
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar