Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 28. apríl 2025 17:47 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill gera Kanada að 51. fylki Bandaríkjanna. EPA Kjördagur er í Kanada þar sem Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn keppast um meirihluta atkvæðanna. Ákvarðanir Bandaríkjaforseta lituðu kosningabaráttuna en hann gaf í skyn að kjósendur ættu að kjósa hann. Mark Cainey, forsætisráðherra Kanada og leiðtogi Frjálslynda flokksins, boðaði til kosninga skömmu eftir að hann tók við af Justin Trudeau, fyrrverandi forsætisráðherra Kanada, er hann sagði af sér. Trudeau hafði gegn embættinu í rúm níu ár en hann sagði af sér vegna lækkandi fylgis flokksins. Eftir að Cainey tók við jukust vinsældir flokksins til muna. Kosningar baráttan hefur verið lituð af hver viðbrögð frambjóðendanna verða við ákvörðunum Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Löndin eiga í tollastríði en að auki hefur Trump ítrekað sagt að Kanada ætti að verða 51. fylki Bandaríkjanna. Trump gaf þá í skyn að Kanadamenn ættu að kjósa sig í kosningunum. „Kjósið manninn sem hefur styrkinn og viskuna til að helminga skattana ykkar, auka völd hersins, frítt, á hæsta stigið í heiminum, hafa bílana ykkar, járnið, álið, timbrið, orkan og öll önnur fyrirtæki FJÓRFALDAST í stærð, MEÐ ENGUM TOLLGJÖLDUM EÐA SKÖTTUM, ef Kanada verður 51. ríki Bandaríkjanna,“ skrifaði Trump í færslu á samfélagsmiðilinn sinn Truth Social. „Engin tilbúin lína sem var gerð fyrir mörgum árum. Sjáið hversu fallegt þetta landsvæði gæti verið. Frjáls aðgangur með ENGUM LANDAMÆRUM. BARA KOSTIR OG ENGIR GALLAR. ÞESSU ER ÆTLAÐ AÐ GERAST!“ Færsla Donalds Trump þar sem hann hvetur Kanadamenn til að kjósa sig.Skjáskot Þá segir hann Bandaríkin vera styrkja Kanada um hundruði milljarða dollara á hverju ári sem sé ekki skynsamlegt nema Kanada sé fylki í Bandaríkjunum, en um er að ræða rangfærslur líkt og kemur fram í umfjöllun CBC. Segir forsetanum að hætta að skipta sér af Yfirlýsingar Bandaríkjaforseta fóru ekki vel í frambjóðendur. Pierre Poilievre, formaður Íhaldsflokksins sagði Trump að hætta skipta sér af kosningunum. „Trump forseti, haltu þér frá okkar kosningum. Eina fólkið sem mun ákveða framtíð Kanada eru Kanadamennirnir í kjörklefunum,“ skrifaði Poilievre á samfélagsmiðilinn X. „Kanada verður alltaf stolt, fullvalda og sjálfstætt og við verðum ALDREI 51. fylkið.“ President Trump, stay out of our election. The only people who will decide the future of Canada are Canadians at the ballot box.Canada will always be proud, sovereign and independent and we will NEVER be the 51st state.Today Canadians can vote for change so we can strengthen…— Pierre Poilievre (@PierrePoilievre) April 28, 2025 Carney hefur áður talað opinberlega gegn Bandaríkjaforsetanum og hugmyndum hans um að gera Kanada að fylki. „Trump heldur því fram að Kanada sé ekki alvöru land. Hann vill brjóta okkur svo Bandaríkin geti eignast okkur. Við ætlum ekki að leyfa því að gerast,“ sagði Carney á blaðamannafundi í mars. Bandaríkin Kanada Donald Trump Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Mark Cainey, forsætisráðherra Kanada og leiðtogi Frjálslynda flokksins, boðaði til kosninga skömmu eftir að hann tók við af Justin Trudeau, fyrrverandi forsætisráðherra Kanada, er hann sagði af sér. Trudeau hafði gegn embættinu í rúm níu ár en hann sagði af sér vegna lækkandi fylgis flokksins. Eftir að Cainey tók við jukust vinsældir flokksins til muna. Kosningar baráttan hefur verið lituð af hver viðbrögð frambjóðendanna verða við ákvörðunum Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Löndin eiga í tollastríði en að auki hefur Trump ítrekað sagt að Kanada ætti að verða 51. fylki Bandaríkjanna. Trump gaf þá í skyn að Kanadamenn ættu að kjósa sig í kosningunum. „Kjósið manninn sem hefur styrkinn og viskuna til að helminga skattana ykkar, auka völd hersins, frítt, á hæsta stigið í heiminum, hafa bílana ykkar, járnið, álið, timbrið, orkan og öll önnur fyrirtæki FJÓRFALDAST í stærð, MEÐ ENGUM TOLLGJÖLDUM EÐA SKÖTTUM, ef Kanada verður 51. ríki Bandaríkjanna,“ skrifaði Trump í færslu á samfélagsmiðilinn sinn Truth Social. „Engin tilbúin lína sem var gerð fyrir mörgum árum. Sjáið hversu fallegt þetta landsvæði gæti verið. Frjáls aðgangur með ENGUM LANDAMÆRUM. BARA KOSTIR OG ENGIR GALLAR. ÞESSU ER ÆTLAÐ AÐ GERAST!“ Færsla Donalds Trump þar sem hann hvetur Kanadamenn til að kjósa sig.Skjáskot Þá segir hann Bandaríkin vera styrkja Kanada um hundruði milljarða dollara á hverju ári sem sé ekki skynsamlegt nema Kanada sé fylki í Bandaríkjunum, en um er að ræða rangfærslur líkt og kemur fram í umfjöllun CBC. Segir forsetanum að hætta að skipta sér af Yfirlýsingar Bandaríkjaforseta fóru ekki vel í frambjóðendur. Pierre Poilievre, formaður Íhaldsflokksins sagði Trump að hætta skipta sér af kosningunum. „Trump forseti, haltu þér frá okkar kosningum. Eina fólkið sem mun ákveða framtíð Kanada eru Kanadamennirnir í kjörklefunum,“ skrifaði Poilievre á samfélagsmiðilinn X. „Kanada verður alltaf stolt, fullvalda og sjálfstætt og við verðum ALDREI 51. fylkið.“ President Trump, stay out of our election. The only people who will decide the future of Canada are Canadians at the ballot box.Canada will always be proud, sovereign and independent and we will NEVER be the 51st state.Today Canadians can vote for change so we can strengthen…— Pierre Poilievre (@PierrePoilievre) April 28, 2025 Carney hefur áður talað opinberlega gegn Bandaríkjaforsetanum og hugmyndum hans um að gera Kanada að fylki. „Trump heldur því fram að Kanada sé ekki alvöru land. Hann vill brjóta okkur svo Bandaríkin geti eignast okkur. Við ætlum ekki að leyfa því að gerast,“ sagði Carney á blaðamannafundi í mars.
Bandaríkin Kanada Donald Trump Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira