„Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 28. apríl 2025 21:50 Árni Bragi vill fylla Hlíðarenda. Vísir/Jón Gautur „Þetta eru bara tvö hörku lið, annað og fjórða sætið í deildinni og bara fiffty-fiffty leikir og við vitum að vera á heimavelli er alltaf auka fimm prósent. Það er búið að duga í fjögur skipti en núna þurfum við bara að ná að stela einum á útivelli,“ sagði Árni Bragi Eyjólfsson, leikmaður Aftureldingar, eftir sigur gegn Val. Úrslitin þýða að fram undan er oddaleikur á föstudaginn um sæti í úrslitaeinvíginu við Fram. Afturelding var með yfirhöndina allan síðari hálfleikinn og sigldi sigrinum heim að lokum, þó Valsmenn náðu áhlaupi undir lok leiks. Lokatölur 29-26. Árni Bragi segir Val vera erfiðan andstæðing. „Þeir eru bara sjúklega vel drillaðir og trúa á það sem þeir eru að gera. Við náðum að stoppa ákveðna hluti í góðan tíma, svo eiga þeir ákveðin kerfi sem þeir fara þarna í sem við eigum erfiðara með og þeir eru svolítið að geyma þau þar til seint í leiknum, skiljanlega, menn orðnir þreyttir og annað. Við þurfum aðeins að laga þetta, að enda sóknirnar með skoti og keyra í vörn því okkur finnst okkur líða vel varnarlega. Þeir skora allavega tíu mörk í dag úr fyrstu til þriðju bylgju. Þegar við skilum okkur heim þá finnst mér við vera í góðum gír.“ Undir lok fyrri hálfleiksins kom 6-1 kafli hjá heimamönnum í kjölfar leikhlés hjá Gunnari Magnússyni, þjálfara Aftureldingar, sem snéri leiknum Aftureldingu í vil og litu þeir ekki um öxl eftir það. Aðspurður hvað hafi verið farið yfir þar, þá hafði Árni Bragi þetta að segja. „Við fundum það bara, við vorum á heimavelli þannig að það var geggjuð stemning í okkur og flottur gír en spennustigið var bara örlítið of hátt. Við þurftum bara að muna eftir handboltanum, förum bara að gera það sem við kunnum þar. Við vorum bara búnir að vera taka lélegar ákvarðanir sóknarlega og gáfum þeim hraðaupphlaup. Við þurftum bara að vera með betri ákvarðanir sóknarlega og þá small þetta því vörnin var góð.“ Fram undan er oddaleikur á föstudaginn að Hlíðarenda. Aðspurður hvort Árni Bragi væri með einhver skilaboð fyrir Mosfellinga, þá var svarið einfalt. „Þetta er skemmtilegasti tími ársins, það eru bara allar úrslitakeppnir í gangi og ég treysti bara á að allt þetta fólk mæti og ég vill sjá allavega hundrað í viðbót,“ sagði Árni Bragi að lokum, en það var þétt setin stúkan að Varmá í kvöld. Handbolti Olís-deild karla Afturelding Valur Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira
Afturelding var með yfirhöndina allan síðari hálfleikinn og sigldi sigrinum heim að lokum, þó Valsmenn náðu áhlaupi undir lok leiks. Lokatölur 29-26. Árni Bragi segir Val vera erfiðan andstæðing. „Þeir eru bara sjúklega vel drillaðir og trúa á það sem þeir eru að gera. Við náðum að stoppa ákveðna hluti í góðan tíma, svo eiga þeir ákveðin kerfi sem þeir fara þarna í sem við eigum erfiðara með og þeir eru svolítið að geyma þau þar til seint í leiknum, skiljanlega, menn orðnir þreyttir og annað. Við þurfum aðeins að laga þetta, að enda sóknirnar með skoti og keyra í vörn því okkur finnst okkur líða vel varnarlega. Þeir skora allavega tíu mörk í dag úr fyrstu til þriðju bylgju. Þegar við skilum okkur heim þá finnst mér við vera í góðum gír.“ Undir lok fyrri hálfleiksins kom 6-1 kafli hjá heimamönnum í kjölfar leikhlés hjá Gunnari Magnússyni, þjálfara Aftureldingar, sem snéri leiknum Aftureldingu í vil og litu þeir ekki um öxl eftir það. Aðspurður hvað hafi verið farið yfir þar, þá hafði Árni Bragi þetta að segja. „Við fundum það bara, við vorum á heimavelli þannig að það var geggjuð stemning í okkur og flottur gír en spennustigið var bara örlítið of hátt. Við þurftum bara að muna eftir handboltanum, förum bara að gera það sem við kunnum þar. Við vorum bara búnir að vera taka lélegar ákvarðanir sóknarlega og gáfum þeim hraðaupphlaup. Við þurftum bara að vera með betri ákvarðanir sóknarlega og þá small þetta því vörnin var góð.“ Fram undan er oddaleikur á föstudaginn að Hlíðarenda. Aðspurður hvort Árni Bragi væri með einhver skilaboð fyrir Mosfellinga, þá var svarið einfalt. „Þetta er skemmtilegasti tími ársins, það eru bara allar úrslitakeppnir í gangi og ég treysti bara á að allt þetta fólk mæti og ég vill sjá allavega hundrað í viðbót,“ sagði Árni Bragi að lokum, en það var þétt setin stúkan að Varmá í kvöld.
Handbolti Olís-deild karla Afturelding Valur Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira