Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Lovísa Arnardóttir skrifar 29. apríl 2025 07:28 Sveinn Sölvason forstjóri Embla Medical, áður Össur, segir tollaóvissuna enn mikla en þau haldi sínu striki. Vísir/Vilhelm Forstjóri Emblu Medical, áður Össur, segir óvissu vegna tolla en að þörfin fyrir hjálpartæki verði áfram mikil. Hagnaður jókst miðað við fyrsta ársfjórðung í fyrra og má rekja góðan rekstrarhagnað, samkvæmt tilkynningu, til aukinnar hagkvæmni í framleiðslu ásamt kostnaðaraðhaldi í rekstri. Sala á fyrsta ársfjórðungi 2025 nam alls 203 milljónum Bandaríkjadala eða 28 milljörðum íslenskra króna hjá Embla Medical. Það sem samsvarar fjögurra prósenta innri vexti. Í tilkynningu segir að á fyrsta ársfjórðungi hafi verið níu prósenta minni vöxtur í sölu á stoðtækjum á meðan tekjur á spelkum og stuðningsvörum ásamt þjónustu við sjúklinga hafi verið óbreyttar frá fyrra ári. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) hafi numið 36 milljónum Bandaríkjadala sem samsvari fimm milljörðum íslenskra króna eða 18 prósent af veltu á fyrsta ársfjórðungi 2025 samanborið við 17 prósent af veltu á fyrsta ársfjórðungi 2024. Sala drifin af vexti í sölu stoðtækja „Sala á fyrsta ársfjórðungi nam 203 milljónum Bandaríkjadala (28 milljörðum íslenskra króna) og var innri vöxtur 4 prósent. Sala var drifin af góðum vexti í sölu á stoðtækjum, sérstaklega í Evrópu og Asíu. Við héldum áfram að kynna nýju gervigreindarhnéin okkar, Navii® og Icon®, á okkar helstu markaðssvæðum með mjög góðum undirtektum. Bæði Navii og Icon eru nýjungar sem gera okkur kleift að ná til enn fleiri einstaklinga sem þurfa á bættri hreyfigetu að halda og því virkilega ánægjulegt að sjá árangur þess að fjárfesta í nýsköpun,“ segir Sveinn Sölvason, forstjóri fyrirtækisins, í tilkynningunni. Sveinn segir fyrirtækið hafa skilað góðum rekstrarhagnaði á fyrsta ársfjórðungi og að EBITDA framlegð hafi numið 18 prósent af veltu samanborið við 17 prósent á sama fjórðungi síðasta árs. Hagnaður á fyrsta ársfjórðungi jókst samkvæmt tilkynningunni um 45 prósent og nam 12 milljónum Bandaríkjadala sem samsvarar 1,7 milljörðum íslenskra króna. Það samsvarar sex prósentum af veltu á fyrsta ársfjórðungi 2025. „Góða rekstrarniðurstöðu í fjórðungnum má rekja til aukinnar hagkvæmni í framleiðslu ásamt kostnaðaraðhaldi í rekstri,“ segir Sveinn. Óvissa um tollamál Hann segir enn ríkja mikla óvissu hvað varðar tollamál. Það hafi áhrif á reksturinn. „Enn ríkir mikil óvissa um hvernig tollamálin munu þróast en sem stendur munu helstu áhrifin verða á innflutning á spelkum og stuðningsvörum frá Kína til Bandaríkjanna. Ef þörf er á, munum við aðlaga félagið að ytra umhverfinu og gera breytingar til að mæta auknum kostnaði. Áhrif á félagið vegna innflutnings frá öðrum löndum, þar með talið Íslandi, eru talin vera óveruleg að svo stöddu. Mikilvægt er að muna að þörfin fyrir lausnir á borð við okkar mun áfram vera mikil og við erum einbeitt sem fyrr að bæta hreyfanleika fólks,“ segir hann að lokum. Össur Skattar og tollar Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Össur stofnar móðurfélagið Embla Medical Stjórn Össurar hf. hefur lagt til við aðalfund Össurar sem fram fer í næsta mánuði að móðurfélag félagsins taki upp nafnið Embla Medical hf. 21. febrúar 2024 07:45 Hagnaður Össurar nam um átta milljörðum króna á síðasta ári Tekjur Össurar á fjórða ársfjórðungi 2023 námu 210 milljónum Bandaríkjadala, eða 29,2 milljörðum íslenskra króna, sem samsvarar níu prósenta innri vexti. Tekjur á nýliðnu áru námu því 786 milljónum Bandaríkjadala, eða 109,1 milljörðum íslenskra króna. 30. janúar 2024 07:44 Össur kaupir þýskt stoðtækjafyrirtæki Össur hefur undirritað samning um kaup á öllum hlutum þýska stoðtækjafyrirtækisins Fior & Gentz. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Össuri en tilkynnt var um kaupin rétt í þessu. 16. janúar 2024 08:08 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Sala á fyrsta ársfjórðungi 2025 nam alls 203 milljónum Bandaríkjadala eða 28 milljörðum íslenskra króna hjá Embla Medical. Það sem samsvarar fjögurra prósenta innri vexti. Í tilkynningu segir að á fyrsta ársfjórðungi hafi verið níu prósenta minni vöxtur í sölu á stoðtækjum á meðan tekjur á spelkum og stuðningsvörum ásamt þjónustu við sjúklinga hafi verið óbreyttar frá fyrra ári. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) hafi numið 36 milljónum Bandaríkjadala sem samsvari fimm milljörðum íslenskra króna eða 18 prósent af veltu á fyrsta ársfjórðungi 2025 samanborið við 17 prósent af veltu á fyrsta ársfjórðungi 2024. Sala drifin af vexti í sölu stoðtækja „Sala á fyrsta ársfjórðungi nam 203 milljónum Bandaríkjadala (28 milljörðum íslenskra króna) og var innri vöxtur 4 prósent. Sala var drifin af góðum vexti í sölu á stoðtækjum, sérstaklega í Evrópu og Asíu. Við héldum áfram að kynna nýju gervigreindarhnéin okkar, Navii® og Icon®, á okkar helstu markaðssvæðum með mjög góðum undirtektum. Bæði Navii og Icon eru nýjungar sem gera okkur kleift að ná til enn fleiri einstaklinga sem þurfa á bættri hreyfigetu að halda og því virkilega ánægjulegt að sjá árangur þess að fjárfesta í nýsköpun,“ segir Sveinn Sölvason, forstjóri fyrirtækisins, í tilkynningunni. Sveinn segir fyrirtækið hafa skilað góðum rekstrarhagnaði á fyrsta ársfjórðungi og að EBITDA framlegð hafi numið 18 prósent af veltu samanborið við 17 prósent á sama fjórðungi síðasta árs. Hagnaður á fyrsta ársfjórðungi jókst samkvæmt tilkynningunni um 45 prósent og nam 12 milljónum Bandaríkjadala sem samsvarar 1,7 milljörðum íslenskra króna. Það samsvarar sex prósentum af veltu á fyrsta ársfjórðungi 2025. „Góða rekstrarniðurstöðu í fjórðungnum má rekja til aukinnar hagkvæmni í framleiðslu ásamt kostnaðaraðhaldi í rekstri,“ segir Sveinn. Óvissa um tollamál Hann segir enn ríkja mikla óvissu hvað varðar tollamál. Það hafi áhrif á reksturinn. „Enn ríkir mikil óvissa um hvernig tollamálin munu þróast en sem stendur munu helstu áhrifin verða á innflutning á spelkum og stuðningsvörum frá Kína til Bandaríkjanna. Ef þörf er á, munum við aðlaga félagið að ytra umhverfinu og gera breytingar til að mæta auknum kostnaði. Áhrif á félagið vegna innflutnings frá öðrum löndum, þar með talið Íslandi, eru talin vera óveruleg að svo stöddu. Mikilvægt er að muna að þörfin fyrir lausnir á borð við okkar mun áfram vera mikil og við erum einbeitt sem fyrr að bæta hreyfanleika fólks,“ segir hann að lokum.
Össur Skattar og tollar Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Össur stofnar móðurfélagið Embla Medical Stjórn Össurar hf. hefur lagt til við aðalfund Össurar sem fram fer í næsta mánuði að móðurfélag félagsins taki upp nafnið Embla Medical hf. 21. febrúar 2024 07:45 Hagnaður Össurar nam um átta milljörðum króna á síðasta ári Tekjur Össurar á fjórða ársfjórðungi 2023 námu 210 milljónum Bandaríkjadala, eða 29,2 milljörðum íslenskra króna, sem samsvarar níu prósenta innri vexti. Tekjur á nýliðnu áru námu því 786 milljónum Bandaríkjadala, eða 109,1 milljörðum íslenskra króna. 30. janúar 2024 07:44 Össur kaupir þýskt stoðtækjafyrirtæki Össur hefur undirritað samning um kaup á öllum hlutum þýska stoðtækjafyrirtækisins Fior & Gentz. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Össuri en tilkynnt var um kaupin rétt í þessu. 16. janúar 2024 08:08 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Össur stofnar móðurfélagið Embla Medical Stjórn Össurar hf. hefur lagt til við aðalfund Össurar sem fram fer í næsta mánuði að móðurfélag félagsins taki upp nafnið Embla Medical hf. 21. febrúar 2024 07:45
Hagnaður Össurar nam um átta milljörðum króna á síðasta ári Tekjur Össurar á fjórða ársfjórðungi 2023 námu 210 milljónum Bandaríkjadala, eða 29,2 milljörðum íslenskra króna, sem samsvarar níu prósenta innri vexti. Tekjur á nýliðnu áru námu því 786 milljónum Bandaríkjadala, eða 109,1 milljörðum íslenskra króna. 30. janúar 2024 07:44
Össur kaupir þýskt stoðtækjafyrirtæki Össur hefur undirritað samning um kaup á öllum hlutum þýska stoðtækjafyrirtækisins Fior & Gentz. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Össuri en tilkynnt var um kaupin rétt í þessu. 16. janúar 2024 08:08