Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. apríl 2025 11:01 DeAndre Kane átti góðan leik í Garðabænum í gær. stöð 2 sport DeAndre Kane var sæll og sáttur eftir sigur Grindavíkur á Stjörnunni, 91-105, í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta í gær. Hann segir að tapið í öðrum leiknum hafi verið eitt það erfiðasta á löngum ferli. Grindvíkingar voru 2-0 undir í einvíginu gegn Stjörnumönnum og þurftu að vinna leikinn í Umhyggjuhöllinni í gær til að forðast sumarfrí. Það tókst og liðin mætast því í fjórða sinn í Smáranum á föstudaginn. Kane skoraði átján stig, tók fjórtán fráköst og gaf fimm stoðsendingar í Garðabænum í gær. Hann var valinn Just Wingin' It maður leiksins af Bónus körfuboltakvöldi og mætti í settið hjá Stefáni Árna Pálssyni og félögum í gær. „Mér líður vel, að ná útisigri hér og fara með einvígið aftur í Smárann er gott. Ég er ánægður fyrir hönd strákanna að spila vel, sérstaklega þeirra sem komu af bekknum. Bragi [Guðmundsson], Arnór [Tristan Helgason], Valur [Orri Valsson] og LG [Lagio Grantsaan] spiluðu mjög vel og gáfu okkur kraft og það er það sem við þurfum í framhaldinu til að klára þetta einvígi,“ sagði Kane. Hann hafði aldrei fagnað sigri á Stjörnunni fyrr en í gær. „Af einhverjum ástæðum hefur Stjarnan haft tak á mér. Síðustu tvö ár hafa verið flautukörfur og atriði undir lok leikja og þeir vinna alltaf. En það verður að hrósa þeim. Þeir eru gott lið, vel þjálfað og það er erfitt að verjast þeim með öllum „dribble handoffs“ og skytturnar á gólfinu. Við reynum bara að trufla öll skot og stíga stóra manninn [Shaquille Rombley] út. Það hjálpaði okkur að hann var í villuvandræðum,“ sagði Kane. Hann var sár og svekktur eftir annan leikinn í einvíginu þar sem Grindavík kastaði frá sér góðu forskoti á lokamínútunum og tapaði, 99-100. „Það var sennilega eitt af erfiðustu töpunum á mínum ferli. Að vera tíu stigum yfir þegar tvær mínútur voru eftir og tapa leiknum fyrir framan stuðningsmennina okkar sat í mér í viku. Eftir leikinn fór ég heim og held ég hafi ekki farið í sturtu fyrr en klukkan sjö um morguninn,“ sagði Kane. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - viðtal við DeAndre Kane Sem fyrr sagði mætast Grindavík og Stjarnan í Smáranum á föstudaginn. Kane lofaði svo að hann myndi mæta aftur í Umhyggjuhöllina með félögum sínum í oddaleik næsta mánudag. Viðtalið við Kane má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með bæði lærisveina sína og stuðningsmenn þegar liðið lagði Stjörnuna að velli í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í Umhyggjuhöllinni í kvöld. 28. apríl 2025 23:43 „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Ólafur Ólafsson fór fyrir liði sínu, Grindavík, þegar mest á reyndi í sigrinum á móti Stjörnunni í þriðja liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld. 28. apríl 2025 23:34 Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira
Grindvíkingar voru 2-0 undir í einvíginu gegn Stjörnumönnum og þurftu að vinna leikinn í Umhyggjuhöllinni í gær til að forðast sumarfrí. Það tókst og liðin mætast því í fjórða sinn í Smáranum á föstudaginn. Kane skoraði átján stig, tók fjórtán fráköst og gaf fimm stoðsendingar í Garðabænum í gær. Hann var valinn Just Wingin' It maður leiksins af Bónus körfuboltakvöldi og mætti í settið hjá Stefáni Árna Pálssyni og félögum í gær. „Mér líður vel, að ná útisigri hér og fara með einvígið aftur í Smárann er gott. Ég er ánægður fyrir hönd strákanna að spila vel, sérstaklega þeirra sem komu af bekknum. Bragi [Guðmundsson], Arnór [Tristan Helgason], Valur [Orri Valsson] og LG [Lagio Grantsaan] spiluðu mjög vel og gáfu okkur kraft og það er það sem við þurfum í framhaldinu til að klára þetta einvígi,“ sagði Kane. Hann hafði aldrei fagnað sigri á Stjörnunni fyrr en í gær. „Af einhverjum ástæðum hefur Stjarnan haft tak á mér. Síðustu tvö ár hafa verið flautukörfur og atriði undir lok leikja og þeir vinna alltaf. En það verður að hrósa þeim. Þeir eru gott lið, vel þjálfað og það er erfitt að verjast þeim með öllum „dribble handoffs“ og skytturnar á gólfinu. Við reynum bara að trufla öll skot og stíga stóra manninn [Shaquille Rombley] út. Það hjálpaði okkur að hann var í villuvandræðum,“ sagði Kane. Hann var sár og svekktur eftir annan leikinn í einvíginu þar sem Grindavík kastaði frá sér góðu forskoti á lokamínútunum og tapaði, 99-100. „Það var sennilega eitt af erfiðustu töpunum á mínum ferli. Að vera tíu stigum yfir þegar tvær mínútur voru eftir og tapa leiknum fyrir framan stuðningsmennina okkar sat í mér í viku. Eftir leikinn fór ég heim og held ég hafi ekki farið í sturtu fyrr en klukkan sjö um morguninn,“ sagði Kane. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - viðtal við DeAndre Kane Sem fyrr sagði mætast Grindavík og Stjarnan í Smáranum á föstudaginn. Kane lofaði svo að hann myndi mæta aftur í Umhyggjuhöllina með félögum sínum í oddaleik næsta mánudag. Viðtalið við Kane má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með bæði lærisveina sína og stuðningsmenn þegar liðið lagði Stjörnuna að velli í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í Umhyggjuhöllinni í kvöld. 28. apríl 2025 23:43 „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Ólafur Ólafsson fór fyrir liði sínu, Grindavík, þegar mest á reyndi í sigrinum á móti Stjörnunni í þriðja liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld. 28. apríl 2025 23:34 Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira
„Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með bæði lærisveina sína og stuðningsmenn þegar liðið lagði Stjörnuna að velli í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í Umhyggjuhöllinni í kvöld. 28. apríl 2025 23:43
„Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Ólafur Ólafsson fór fyrir liði sínu, Grindavík, þegar mest á reyndi í sigrinum á móti Stjörnunni í þriðja liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld. 28. apríl 2025 23:34