Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Kjartan Kjartansson skrifar 29. apríl 2025 11:29 Höfuðstöðvar Evrópudómstólsins í Lúxemborg. AP/Geert Vanden Wijngaert Maltnesk stjórnvöld þurfa að hætta að falbjóða erlendum auðmönnum ríkisborgararétt samkvæmt dómi sem féll í Evrópudómstólnum í dag. Auðmenn gátu í reynd keypt sér rétt til að búa og starfa í Evrópu með því að kaupa vegabréf af Möltu. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stefndi Möltu vegna vegabréfasölunnar árið 2022. Möltubúar seldu ríkisborgararéttinn á um það bil milljón evrur, jafnvirði hátt í 150 milljóna íslenskra króna. Lokað var á möguleikann að Rússar og Hvítrússar gætu keypt sér maltneskt vegabréf eftir innrás Rússa í Úkraínu 2022 en leiðin hefur áfram staðið öðrum til boða. Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að þótt að aðildarríkjum Evrópusambandsins væri frjálst ákveða hvernig þau veittu eða felldu niður ríkisborgararétt þá græfi maltneska leiðin undan sameiginlegu trausti Evrópuríkja. Aðildarríkin gætu ekki selt ríkisborgararétt fyrir tiltekna upphæð eða fjárfestingu, að því er segir í frétt Reuters. Matlversk stjórnvöld segjast ætla að virða niðurstöðuna. Þau verja söluna sem þau segja að hafi skilað þjóðarbúinu um 1,4 milljörðum evra, jafnvirði um 205 milljarða íslenskra króna, frá árinu 2015, að sögn AP-fréttastofunnar. Sambærilegar leiðir voru opnar í sumum Evrópuríkjum fyrir nokkrum árum en þeim hefur verið lokað, meðal annars vegna áhyggna af því að með þeim gætu erlendir ríkisborgarar komist undan refsiaðgerðum. Kýpversk stjórnvöld hættu sambærilegri leið fyrir erlenda auðjöfra til að öðlast ríkisborgararétt undan þrýstingi frá Evrópuríkjum. Breskir kaupsýslumenn nýttu sér meðal annars Kýpur til þess að halda réttindum í Evrópu eftir að ákveðið var að Bretland gengi úr Evrópusambandinu. Malta Evrópusambandið Vegabréf Tengdar fréttir Maltverjar loka á vegabréfakaup Rússa Malta hefur ákveðið að loka fyrir umsóknir Rússa og Hvítrússa fyrir svokölluð „gyllt vegabréf“ vegna viðskiptaþvingana Evrópusambandsins gegn ríkjunum tveimur. 2. mars 2022 15:14 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stefndi Möltu vegna vegabréfasölunnar árið 2022. Möltubúar seldu ríkisborgararéttinn á um það bil milljón evrur, jafnvirði hátt í 150 milljóna íslenskra króna. Lokað var á möguleikann að Rússar og Hvítrússar gætu keypt sér maltneskt vegabréf eftir innrás Rússa í Úkraínu 2022 en leiðin hefur áfram staðið öðrum til boða. Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að þótt að aðildarríkjum Evrópusambandsins væri frjálst ákveða hvernig þau veittu eða felldu niður ríkisborgararétt þá græfi maltneska leiðin undan sameiginlegu trausti Evrópuríkja. Aðildarríkin gætu ekki selt ríkisborgararétt fyrir tiltekna upphæð eða fjárfestingu, að því er segir í frétt Reuters. Matlversk stjórnvöld segjast ætla að virða niðurstöðuna. Þau verja söluna sem þau segja að hafi skilað þjóðarbúinu um 1,4 milljörðum evra, jafnvirði um 205 milljarða íslenskra króna, frá árinu 2015, að sögn AP-fréttastofunnar. Sambærilegar leiðir voru opnar í sumum Evrópuríkjum fyrir nokkrum árum en þeim hefur verið lokað, meðal annars vegna áhyggna af því að með þeim gætu erlendir ríkisborgarar komist undan refsiaðgerðum. Kýpversk stjórnvöld hættu sambærilegri leið fyrir erlenda auðjöfra til að öðlast ríkisborgararétt undan þrýstingi frá Evrópuríkjum. Breskir kaupsýslumenn nýttu sér meðal annars Kýpur til þess að halda réttindum í Evrópu eftir að ákveðið var að Bretland gengi úr Evrópusambandinu.
Malta Evrópusambandið Vegabréf Tengdar fréttir Maltverjar loka á vegabréfakaup Rússa Malta hefur ákveðið að loka fyrir umsóknir Rússa og Hvítrússa fyrir svokölluð „gyllt vegabréf“ vegna viðskiptaþvingana Evrópusambandsins gegn ríkjunum tveimur. 2. mars 2022 15:14 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Sjá meira
Maltverjar loka á vegabréfakaup Rússa Malta hefur ákveðið að loka fyrir umsóknir Rússa og Hvítrússa fyrir svokölluð „gyllt vegabréf“ vegna viðskiptaþvingana Evrópusambandsins gegn ríkjunum tveimur. 2. mars 2022 15:14