Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Kjartan Kjartansson skrifar 29. apríl 2025 11:29 Höfuðstöðvar Evrópudómstólsins í Lúxemborg. AP/Geert Vanden Wijngaert Maltnesk stjórnvöld þurfa að hætta að falbjóða erlendum auðmönnum ríkisborgararétt samkvæmt dómi sem féll í Evrópudómstólnum í dag. Auðmenn gátu í reynd keypt sér rétt til að búa og starfa í Evrópu með því að kaupa vegabréf af Möltu. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stefndi Möltu vegna vegabréfasölunnar árið 2022. Möltubúar seldu ríkisborgararéttinn á um það bil milljón evrur, jafnvirði hátt í 150 milljóna íslenskra króna. Lokað var á möguleikann að Rússar og Hvítrússar gætu keypt sér maltneskt vegabréf eftir innrás Rússa í Úkraínu 2022 en leiðin hefur áfram staðið öðrum til boða. Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að þótt að aðildarríkjum Evrópusambandsins væri frjálst ákveða hvernig þau veittu eða felldu niður ríkisborgararétt þá græfi maltneska leiðin undan sameiginlegu trausti Evrópuríkja. Aðildarríkin gætu ekki selt ríkisborgararétt fyrir tiltekna upphæð eða fjárfestingu, að því er segir í frétt Reuters. Matlversk stjórnvöld segjast ætla að virða niðurstöðuna. Þau verja söluna sem þau segja að hafi skilað þjóðarbúinu um 1,4 milljörðum evra, jafnvirði um 205 milljarða íslenskra króna, frá árinu 2015, að sögn AP-fréttastofunnar. Sambærilegar leiðir voru opnar í sumum Evrópuríkjum fyrir nokkrum árum en þeim hefur verið lokað, meðal annars vegna áhyggna af því að með þeim gætu erlendir ríkisborgarar komist undan refsiaðgerðum. Kýpversk stjórnvöld hættu sambærilegri leið fyrir erlenda auðjöfra til að öðlast ríkisborgararétt undan þrýstingi frá Evrópuríkjum. Breskir kaupsýslumenn nýttu sér meðal annars Kýpur til þess að halda réttindum í Evrópu eftir að ákveðið var að Bretland gengi úr Evrópusambandinu. Malta Evrópusambandið Vegabréf Tengdar fréttir Maltverjar loka á vegabréfakaup Rússa Malta hefur ákveðið að loka fyrir umsóknir Rússa og Hvítrússa fyrir svokölluð „gyllt vegabréf“ vegna viðskiptaþvingana Evrópusambandsins gegn ríkjunum tveimur. 2. mars 2022 15:14 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stefndi Möltu vegna vegabréfasölunnar árið 2022. Möltubúar seldu ríkisborgararéttinn á um það bil milljón evrur, jafnvirði hátt í 150 milljóna íslenskra króna. Lokað var á möguleikann að Rússar og Hvítrússar gætu keypt sér maltneskt vegabréf eftir innrás Rússa í Úkraínu 2022 en leiðin hefur áfram staðið öðrum til boða. Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að þótt að aðildarríkjum Evrópusambandsins væri frjálst ákveða hvernig þau veittu eða felldu niður ríkisborgararétt þá græfi maltneska leiðin undan sameiginlegu trausti Evrópuríkja. Aðildarríkin gætu ekki selt ríkisborgararétt fyrir tiltekna upphæð eða fjárfestingu, að því er segir í frétt Reuters. Matlversk stjórnvöld segjast ætla að virða niðurstöðuna. Þau verja söluna sem þau segja að hafi skilað þjóðarbúinu um 1,4 milljörðum evra, jafnvirði um 205 milljarða íslenskra króna, frá árinu 2015, að sögn AP-fréttastofunnar. Sambærilegar leiðir voru opnar í sumum Evrópuríkjum fyrir nokkrum árum en þeim hefur verið lokað, meðal annars vegna áhyggna af því að með þeim gætu erlendir ríkisborgarar komist undan refsiaðgerðum. Kýpversk stjórnvöld hættu sambærilegri leið fyrir erlenda auðjöfra til að öðlast ríkisborgararétt undan þrýstingi frá Evrópuríkjum. Breskir kaupsýslumenn nýttu sér meðal annars Kýpur til þess að halda réttindum í Evrópu eftir að ákveðið var að Bretland gengi úr Evrópusambandinu.
Malta Evrópusambandið Vegabréf Tengdar fréttir Maltverjar loka á vegabréfakaup Rússa Malta hefur ákveðið að loka fyrir umsóknir Rússa og Hvítrússa fyrir svokölluð „gyllt vegabréf“ vegna viðskiptaþvingana Evrópusambandsins gegn ríkjunum tveimur. 2. mars 2022 15:14 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Maltverjar loka á vegabréfakaup Rússa Malta hefur ákveðið að loka fyrir umsóknir Rússa og Hvítrússa fyrir svokölluð „gyllt vegabréf“ vegna viðskiptaþvingana Evrópusambandsins gegn ríkjunum tveimur. 2. mars 2022 15:14