Þar er nú allt að komast í samt lag en enn er ekki vitað með vissu hvað olli vandræðunum. Við heyrum í íslensku flugfélögunum um hvaða áhrif atvikið hefur haft á þau og íslenska ferðalanga.
Einnig fjöllum við um nýjustu verðbólgumælingu Hagstofunnar en hún jókst nokkuð á milli mánaða. Sérfræðingur hjá Íslandsbanka segist þó ekki hafa trú á því að það komi niður á vaxtalækkunarferli Seðlabankans.
Þá segjum við frá úrslitum kanadísku þingkosninganna en afskiptasemi Donalds Trump Bandaríkjaforseta af innanlandsmálum þar virðist hafa haft áhrif á niðurstöðurnar.
Í sportpakka dagsins eru það svo undanúrslitin í Bónus deild karla í körfu sem halda áfram í kvöld í Síkinu.