„Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Jakob Bjarnar skrifar 29. apríl 2025 14:16 Betur fór en á horfðist í fyrstu. Fjölskyldan og svo bíllinn sem er gerónýtur. Lucy Anna segir gríðarlega mikilvægt að halda vöku sinni við akstur en þegar þetta var voru aðstæður eins og best verður á kosið. „Ég er búin að fá fjöldann allan af skilaboðum frá fólki sem er að lenda í allskonar, fólk sem hefur verið með hugann við annað en aksturinn,“ segir Lucy Anna. Betur fór en á horfðist. Lucy birti texta og myndir af bíl sem hafði farið út af á Facebook-síðu sinni og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Lucy Anna segist gera þetta til að vekja fólk til vitundar um mikilvægi þess að það sé með athyglina óskipta á veginum þegar það er við akstur. „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn. Notum aldrei síma við akstur – tökum ekki skjáhættuna,“ segir Lucy Anna. Eins og sjá má er bíllinn gerónýtur. Henni og manni hennar Páli Gunnlaugssyni var illa brugðið því bíllinn sem fór út var með dóttur þeirra Rakel Maríu og vinkonu hennar innanborðs. Betur fór en á horfðist. Fjölskyldan var að koma af vel heppnaðri páskaferð norður í landi þar sem þau voru að leika sér í tíu daga á vélsleðum og njóta lífsins. „Þetta gerðist núna á sunnudaginn, átta mínútur í sex í Melasveit,“ segir Lucy Anna sem rekur hárgreiðslustofuna Glamúr í Kópavoginum. Melasveit er nokkra kílómetra norðan Hvalfjarðarganganna. Engin bremsuför Þau hjónin voru á Ford Pickup með fjóra vélsleða í eftirdragi. Á eftir þeim kom Rakel María, sem nýlega er komin með bílpróf og Ásdís vinkona hennar á Toyota-bifreið. Færið var eins og best verður á kosið og ekki var ferð á þeim, eins og lætur nærri. Þau voru á 80 til 85 kílómetra hraða. Engin bremsuför mældust en það er kannski lán í óláni, því annars hefði bíllinn lent þversum í skurðinn og þá hefði farið verr. „Við vitum ekki nákvæmlega hvað gerðist, hvort hún var í símanum – þær muna þetta ekki almennilega. En miðað við slóðina þá voru engin bremsuför. Lögreglan telur mögulegt að hún hafi sofnað undir stýri. Vinkonan heldur að hún hafi mögulega verið að fá sér vatnssopa.“ Lucy Anna segist hafa nýlega verið búin að kíkja í spegilinn og athuga hvort hún væri ekki örugglega á eftir þeim. Þá byrjuðu símar þeirra að titra, en þeir eru með „crash detector“ sem láta vita ef eitthvað er að. „Eins og sést á myndunum höfðu þær keyrt yfir tún. Þetta er mjög skrítið því þetta var sléttur kafli.“ Að sögn Lucyar Önnu er Rakel María reið út í sjálfa sig en löggan sagði að ef hún hefði beygt eða bremsað þá hefði bíllinn lent þvert á skurðinum. Leggjum símunum þegar við keyrum „Og þá væru þær ekki hér til frásagnar. Þetta fór eins vel og hægt var,“ segir Lucy Anna en stelpurnar sluppu ómeiddar frá atvikinu. Lucy Anna segir að þeir sem eru nýkomnir með próf séu eðli máls samkvæmt óreyndari og það verði einfaldlega að brýna árvekni fyrir þeim. „Þetta er svakalegt. Skilaboðunum rignir yfir mig með reynslusögum. Þetta er svakalegt. Lögregla og björgunarsveit mættar á svæðið til að draga bílinn upp úr skurðinum. Mamma stelpunnar lenti í því í gær að hún var að keyra við hliðina á vörubíl og lenti næstum á honum því hann var í símanum. Að fólk skyldi ekki hafa vaknað eftir slysið á Sigufjarðarveginum, að fólk sé ekki meira meðvitað. Við erum öll sek um að vera annars hugar við aksturinn og dýrmætt að fá áminningu.“ Lucy Anna segir að Rakel María hafi, þegar þau stoppuðu í Borgarnesi, kvartað undan þreytu. Og hún hafi verið að spá í að fá vinkonu sína til að keyra bílinn. En sú hafi ekki verið með próf á beinskiptan bíl eins og þann sem þær voru á. Umferð Umferðaröryggi Lögreglumál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Sjá meira
Betur fór en á horfðist. Lucy birti texta og myndir af bíl sem hafði farið út af á Facebook-síðu sinni og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Lucy Anna segist gera þetta til að vekja fólk til vitundar um mikilvægi þess að það sé með athyglina óskipta á veginum þegar það er við akstur. „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn. Notum aldrei síma við akstur – tökum ekki skjáhættuna,“ segir Lucy Anna. Eins og sjá má er bíllinn gerónýtur. Henni og manni hennar Páli Gunnlaugssyni var illa brugðið því bíllinn sem fór út var með dóttur þeirra Rakel Maríu og vinkonu hennar innanborðs. Betur fór en á horfðist. Fjölskyldan var að koma af vel heppnaðri páskaferð norður í landi þar sem þau voru að leika sér í tíu daga á vélsleðum og njóta lífsins. „Þetta gerðist núna á sunnudaginn, átta mínútur í sex í Melasveit,“ segir Lucy Anna sem rekur hárgreiðslustofuna Glamúr í Kópavoginum. Melasveit er nokkra kílómetra norðan Hvalfjarðarganganna. Engin bremsuför Þau hjónin voru á Ford Pickup með fjóra vélsleða í eftirdragi. Á eftir þeim kom Rakel María, sem nýlega er komin með bílpróf og Ásdís vinkona hennar á Toyota-bifreið. Færið var eins og best verður á kosið og ekki var ferð á þeim, eins og lætur nærri. Þau voru á 80 til 85 kílómetra hraða. Engin bremsuför mældust en það er kannski lán í óláni, því annars hefði bíllinn lent þversum í skurðinn og þá hefði farið verr. „Við vitum ekki nákvæmlega hvað gerðist, hvort hún var í símanum – þær muna þetta ekki almennilega. En miðað við slóðina þá voru engin bremsuför. Lögreglan telur mögulegt að hún hafi sofnað undir stýri. Vinkonan heldur að hún hafi mögulega verið að fá sér vatnssopa.“ Lucy Anna segist hafa nýlega verið búin að kíkja í spegilinn og athuga hvort hún væri ekki örugglega á eftir þeim. Þá byrjuðu símar þeirra að titra, en þeir eru með „crash detector“ sem láta vita ef eitthvað er að. „Eins og sést á myndunum höfðu þær keyrt yfir tún. Þetta er mjög skrítið því þetta var sléttur kafli.“ Að sögn Lucyar Önnu er Rakel María reið út í sjálfa sig en löggan sagði að ef hún hefði beygt eða bremsað þá hefði bíllinn lent þvert á skurðinum. Leggjum símunum þegar við keyrum „Og þá væru þær ekki hér til frásagnar. Þetta fór eins vel og hægt var,“ segir Lucy Anna en stelpurnar sluppu ómeiddar frá atvikinu. Lucy Anna segir að þeir sem eru nýkomnir með próf séu eðli máls samkvæmt óreyndari og það verði einfaldlega að brýna árvekni fyrir þeim. „Þetta er svakalegt. Skilaboðunum rignir yfir mig með reynslusögum. Þetta er svakalegt. Lögregla og björgunarsveit mættar á svæðið til að draga bílinn upp úr skurðinum. Mamma stelpunnar lenti í því í gær að hún var að keyra við hliðina á vörubíl og lenti næstum á honum því hann var í símanum. Að fólk skyldi ekki hafa vaknað eftir slysið á Sigufjarðarveginum, að fólk sé ekki meira meðvitað. Við erum öll sek um að vera annars hugar við aksturinn og dýrmætt að fá áminningu.“ Lucy Anna segir að Rakel María hafi, þegar þau stoppuðu í Borgarnesi, kvartað undan þreytu. Og hún hafi verið að spá í að fá vinkonu sína til að keyra bílinn. En sú hafi ekki verið með próf á beinskiptan bíl eins og þann sem þær voru á.
Umferð Umferðaröryggi Lögreglumál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Sjá meira