Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. apríl 2025 20:28 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Anton Brink Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp í haust um brottfararstöð fyrir hælisleitendur sem hafa fengið synjun um dvalarleyfi en fara ekki sjálfviljugir úr landi. Hún segir óboðlegt og ómannúðlegt að fangelsi landsins séu yfirfull af hælisleitendum sem bíði brottvísunar. Mikil umræða hefur verið undanfarna daga um óboðlegt ástand í fangelsum landsins sem eru sprungin og yfirfull af fólki. Formaður Félags fangavarða sagði þau yfirfull af fólki sem ekki eigi heima þar, eins og einstaklingum sem á að vísa úr landi og fólki með alvarlegar geðraskanir. Ríflega 70 hælisleitendur hafa sætt fangelsisvist síðustu mánuði áður en þeim var vísað úr landi. Verkefnisstjóri hjá ríkislögreglustjóra segir engin önnur úrræði í boði og mikilvægt að gera úrbætur. Áskoranirnar svipaðar og í nágrannalöndunum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að stærstu áskoranir Íslands í útlendingamálum séu hliðstæðar þeim sem eru í nágrannalöndunum. „Það er að geta tekið á móti því fólki sem hingað kemur á flótta, sækir um alþjóðlega vernd, geta gert það þannig að það sé góður bragur á því,“ segir hún. Á sama tíma komi hingað fólk sem sækir um alþjóðlega vernd en uppfyllir ekki skilyrði þess að teljast fólk á flótta. Flestir þeirra yfirgefi landið sjálfviljugir en sumir séu ósamvinnufúsir. „Þá hefur vantað einhvern stað til að vista þetta fólk áður en það fer úr landi. Af því að við eigum engan slíkan stað, þá hefur þetta fólk verið vistað í fangelsum,“ segir Þorbjörg, en hún ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Eina ríki Schengen án brottfararstöðvar Þorbjörg segir að ástandið í yfirfullum fangelsum landsins sé óboðlegt af tveimur ástæðum. „Í fyrsta lagi er það að við erum að vista þarna fólk í fangelsum sem ekki hefur verið dæmt sekt um neinn glæp, það er ómannúðleg afgreiðsla. Síðan hitt að þetta hefur mikil áhrif á fangelsiskerfið okkar.“ Hún boðar frumvarp í haust þar sem tryggt verður að ósamvinnufúsir hælisleitendur sem bíða brottvísunar verði vistaðir í brottfararstöð. Jafnframt segir Þorbjörg að lögum samkvæmt hafi Ísland átt að vera með slíkt úrræði síðan 2008 samkvæmt Schengen-samningnum. Ísland sé eina ríkið í Schengen-samstarfinu sem ekki hafi svona úrræði á sínum vegum. „Þetta er algjört lokaúrræði, þetta er úrræði fyrir fámennan hóp fólks sem að neitar að yfirgefa landið þrátt fyrir að hafa fengið fyrirmæli þar um. Flestir fara að lokum í samvinnu við stjórnvöld.“ „Svo bendi ég á að það að svona úrræði sé til, hefur líka ákveðin varnaráhrif og ýtir undir það að fólk fari í samvinnu við stjórnvöld.“ Stjórnvöld taki vel utan um viðkvæman málaflokk Þorbjörg segist merkja það að það séu skörp skil í umræðunni um útlendingamál og segir það hlutverk allra að vanda sig þar um. „Auðvitað á að tala um hlutina eins og þeir eru, til dæmis varðandi skipulagða brotastarfsemi, hún er veruleiki hér á landi og hún er veruleiki í löndunum í kringum okkur.“ „Það eru Íslendingar jafnt sem útlendingar sem starfa í umhverfi afbrota. Það á auðvitað aldrei að tala með þeim hætti að útlendingar séu eitthvað sérstakt vandamál varðandi þá staðreynd að menn brjóti af sér.“ Hún segir að Ísland hafi tekið á móti mörgum flóttamönnum á stuttum tíma, og því fylgi alls konar áskoranir. Aðalatriðið í málefnum hælisleitenda sé að Ísland taki á móti fólki þannig góður bragur sé á. „Að við tökum á móti fólki þannig að það geti tekið virkan þátt í samfélaginu hvort sem við erum að horfa á atvinnumarkað eða aðra anga samfélagsins. Í því felst auðvitað ef maður er pragmatískur, það eru einhver efri mörk á því hvað samfélagið getur gert til þess að geta gert hlutina vel.“ „Við höfum reynsluna í löndunum í kringum okkur þar sem farið hefur verið of geist, það hefur líka afleiðingar í för með sér. Stærsta svarið við mannúðinni er ekki að taka á móti flestum , heldur að geta gert það þannig sómi sé að,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjavík síðdegis Bylgjan Tengdar fréttir Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Að hafa hælisleitendur sem vísa á úr landi í einangrun í fangelsum er versta úrræðið sem hægt er að beita þá. Þetta segir teymisstjóri geðheilsuteymis fanga sem segir andlega heilsu fólksins afar slæma. Teymið sé vanfjármagnað og þurfi meiri mannskap. 27. apríl 2025 19:00 Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Dómsmálaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem brjóta alvarlega af sér hér á landi. 11. janúar 2025 22:34 Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Skiltið skein of skært vegna bilunar í búnaði Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Mikil umræða hefur verið undanfarna daga um óboðlegt ástand í fangelsum landsins sem eru sprungin og yfirfull af fólki. Formaður Félags fangavarða sagði þau yfirfull af fólki sem ekki eigi heima þar, eins og einstaklingum sem á að vísa úr landi og fólki með alvarlegar geðraskanir. Ríflega 70 hælisleitendur hafa sætt fangelsisvist síðustu mánuði áður en þeim var vísað úr landi. Verkefnisstjóri hjá ríkislögreglustjóra segir engin önnur úrræði í boði og mikilvægt að gera úrbætur. Áskoranirnar svipaðar og í nágrannalöndunum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að stærstu áskoranir Íslands í útlendingamálum séu hliðstæðar þeim sem eru í nágrannalöndunum. „Það er að geta tekið á móti því fólki sem hingað kemur á flótta, sækir um alþjóðlega vernd, geta gert það þannig að það sé góður bragur á því,“ segir hún. Á sama tíma komi hingað fólk sem sækir um alþjóðlega vernd en uppfyllir ekki skilyrði þess að teljast fólk á flótta. Flestir þeirra yfirgefi landið sjálfviljugir en sumir séu ósamvinnufúsir. „Þá hefur vantað einhvern stað til að vista þetta fólk áður en það fer úr landi. Af því að við eigum engan slíkan stað, þá hefur þetta fólk verið vistað í fangelsum,“ segir Þorbjörg, en hún ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Eina ríki Schengen án brottfararstöðvar Þorbjörg segir að ástandið í yfirfullum fangelsum landsins sé óboðlegt af tveimur ástæðum. „Í fyrsta lagi er það að við erum að vista þarna fólk í fangelsum sem ekki hefur verið dæmt sekt um neinn glæp, það er ómannúðleg afgreiðsla. Síðan hitt að þetta hefur mikil áhrif á fangelsiskerfið okkar.“ Hún boðar frumvarp í haust þar sem tryggt verður að ósamvinnufúsir hælisleitendur sem bíða brottvísunar verði vistaðir í brottfararstöð. Jafnframt segir Þorbjörg að lögum samkvæmt hafi Ísland átt að vera með slíkt úrræði síðan 2008 samkvæmt Schengen-samningnum. Ísland sé eina ríkið í Schengen-samstarfinu sem ekki hafi svona úrræði á sínum vegum. „Þetta er algjört lokaúrræði, þetta er úrræði fyrir fámennan hóp fólks sem að neitar að yfirgefa landið þrátt fyrir að hafa fengið fyrirmæli þar um. Flestir fara að lokum í samvinnu við stjórnvöld.“ „Svo bendi ég á að það að svona úrræði sé til, hefur líka ákveðin varnaráhrif og ýtir undir það að fólk fari í samvinnu við stjórnvöld.“ Stjórnvöld taki vel utan um viðkvæman málaflokk Þorbjörg segist merkja það að það séu skörp skil í umræðunni um útlendingamál og segir það hlutverk allra að vanda sig þar um. „Auðvitað á að tala um hlutina eins og þeir eru, til dæmis varðandi skipulagða brotastarfsemi, hún er veruleiki hér á landi og hún er veruleiki í löndunum í kringum okkur.“ „Það eru Íslendingar jafnt sem útlendingar sem starfa í umhverfi afbrota. Það á auðvitað aldrei að tala með þeim hætti að útlendingar séu eitthvað sérstakt vandamál varðandi þá staðreynd að menn brjóti af sér.“ Hún segir að Ísland hafi tekið á móti mörgum flóttamönnum á stuttum tíma, og því fylgi alls konar áskoranir. Aðalatriðið í málefnum hælisleitenda sé að Ísland taki á móti fólki þannig góður bragur sé á. „Að við tökum á móti fólki þannig að það geti tekið virkan þátt í samfélaginu hvort sem við erum að horfa á atvinnumarkað eða aðra anga samfélagsins. Í því felst auðvitað ef maður er pragmatískur, það eru einhver efri mörk á því hvað samfélagið getur gert til þess að geta gert hlutina vel.“ „Við höfum reynsluna í löndunum í kringum okkur þar sem farið hefur verið of geist, það hefur líka afleiðingar í för með sér. Stærsta svarið við mannúðinni er ekki að taka á móti flestum , heldur að geta gert það þannig sómi sé að,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjavík síðdegis Bylgjan Tengdar fréttir Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Að hafa hælisleitendur sem vísa á úr landi í einangrun í fangelsum er versta úrræðið sem hægt er að beita þá. Þetta segir teymisstjóri geðheilsuteymis fanga sem segir andlega heilsu fólksins afar slæma. Teymið sé vanfjármagnað og þurfi meiri mannskap. 27. apríl 2025 19:00 Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Dómsmálaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem brjóta alvarlega af sér hér á landi. 11. janúar 2025 22:34 Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Skiltið skein of skært vegna bilunar í búnaði Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Að hafa hælisleitendur sem vísa á úr landi í einangrun í fangelsum er versta úrræðið sem hægt er að beita þá. Þetta segir teymisstjóri geðheilsuteymis fanga sem segir andlega heilsu fólksins afar slæma. Teymið sé vanfjármagnað og þurfi meiri mannskap. 27. apríl 2025 19:00
Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Dómsmálaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem brjóta alvarlega af sér hér á landi. 11. janúar 2025 22:34