Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Jakob Bjarnar skrifar 30. apríl 2025 09:44 Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra vill stefna að því að allir leigubílsstjórar tali íslensku og það hyggst hann gera með því að framfylgja því að meiraprófið verði á íslensku og menn svindli ekki þegar það er tekið. vísir/vilhelm Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra var gestur Bítisins og ræddi þar um meðal annars um ný leigubílalög. Hann segir fyrri lagasetningu um leigubíla vera algert klúður. Þá vill Eyjólfur að meirapróf, sem leigubílsstjórar þurfi að taka, verði alfarið á íslensku. „Löggjöfin var er algjört klúður og leiddi ekki til neins góðs fyrir íslenskt samfélag. Ástandið er vegna löggjafarinnar sem samþykkt var 2022. Ástandið var ekki svona.“ Eyjólfur segist hafa tekið þátt í umræðunum á sínum tíma. „Ég man að ég var þarna eitt kvöldið ásamt formanni mínum Ingu Sæland og var að berjast gegn þessu. Leigubílsstjórar voru fyrir utan á flautunni eins og enginn væri morgundagurinn. Við vorum að vara við þessu. Ég kalla þetta kjánafrelsi. Það er mikil ábyrgð að keyra fólk á milli staða, tala nú ekki um aldraða, öryrkja og ölvað fólk. Frelsið átti að leysa þetta en þetta er orðið miklu verra. Ég tel að það sé eftirlitsleysi og lagaramminn sé ekki nógu öruggur til að tryggja öryggi farþega.“ Allt rangt sem Áslaug Arna sagði fyrir tveimur árum Umsjónarmenn Bítisins lásu upp gamlan status frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur nú þingkonu Sjálfstæðisflokksins þar sem hún lofaði breytingarnar í hástert og sagði þær leysa margvíslegan vanda. Færsla Áslaugar Örnu frá desember 2022. „Þetta er allt saman rangt. Hver einasti liður,“ sagði Eyjólfur. Hann sagði að ekki væri með lagabreytingum núna verið að innleiða gamla kerfið. „Það er lagaákvæði um endurskoðun laganna og ég fór strax fram á það í mínu ráðuneyti að endurskoðun yrði hafin. Við viljum tryggja öryggi farþega og það er stærsta vandamálið.“ Eins og fram hefur komið í fréttum kemur stöðvaskylda aftur inn og ekki má lengur reka bíl án tengingar við stöð sem sinnir ákveðnu eftirlitshlutverki. Rafræn skráning sem skráir upphaf og lok ferðar auk gjalds verður tekin upp. Auk þess sem stöðin heldur utan um upplýsingar um bílsstjórana. Vill að leigubílsstjórum verði gert að læra íslensku Eyjólfur sagði jafnframt að tungumálakunnátta kæmi til álita og að hann hefði litið sérstaklega til nágrannalandanna, hvernig þau hagi þessu og nefndi hann sérstaklega Noreg, Danmörku og Bretland. En allt snúist þetta um öryggi farþeganna, það væri lykilatriði. Í þessum löndum taki menn ekki meirapróf án þess að kunna tungumálið. „Á Bretlandi er forsenda fyrir því að leigubílsstjórar kunni ensku. Hvers vegna ekki að prófið verði tekið á íslensku?“ Eyjólfur spurði hvers vegna þessu ætti að vera öðru vísi farið á Íslandi. „Þetta er þjónusta við landsmenn. Skilyrði til að vera leigubílsstjóri eru þau að þú takir próf á íslensku. Það er töluð íslenska hér og af hverju viljum við vera að finna upp hjólið?“ Heimir Karlsson útvarpsmaður sagðist hafa tekið leigubíl með erlendum leigubílsstjóra sem virtist heiðvirður náungi en hann hefði bara talað ensku. „Hann getur lært íslensku. Ég óska engum þess að búa á Íslandi án þess að tala íslensku. Það er grundvallaratriði að tala málið sem talað er í því ríki sem þú býrð.“ Svindlað á meiraprófinu Eyjólfur sagðist hafa skilið þetta svo að það væri einfaldlega svindlað á þessum prófum. „Endalausar sögur. Þetta próf var á íslensku. Hvernig getur þú tekið prófið á íslensku ef þú skilur ekki málið? Við erum að vinda ofan af þessari vitleysu og dellu, ef prófið er tekið á íslensku og viðkomandi kann ekki staf í málinu?“ Ráðherra sagðist hafa óstaðfestar heilmildir fyrir því að menn geti haft túlk sér við hlið og notað símann til að fá aðstoð. Eyjólfur segir þetta snúast um öryggi farþega. Lykilaatriði í því er að bílsstjórarnir tali íslensku. Þannig sé þetta í Noregi, Danmörku og á Bretlandi og hvers vegna ekki á Íslandi einnig?vísir/vilhelm „Mér finnst þreytandi að heyra að við ætlum að gera þetta öðruvísi en í öðrum ríkjum.“ Eyjólfur gerir ekki ráð fyrir öðru en að þær breytingar sem eru nú fyrirliggjandi renni í gegnum þingið. Og svo þarf að halda áfram. „Þetta er svona í Noregi, Danmörku og á Bretlandi. En við erum að skoða þetta nánar. Mér finnst þetta eitt af grundvallaratriðum í málinu,“ sagði Eyjólfur. „Þetta snýst ekki um rasisma eða útlendingahatur. En mér finnst þessi umræða, til dæmis með kaffihús, að því hafi verið breytt í bænahús fráleit. ISAVIA verður að vera skýrara í svörum. Þetta átti að vera kaffi- og salernisaðstaða og svo er bara búið að taka þetta yfir? Og að það megi ekki tala um þetta?“ Bítið Leigubílar Umferð Umferðaröryggi Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Ríkisstjórnin samþykkti í dag að leggja fram nýtt frumvarp um breytingar á leigubílamarkaði. Rekstrarstjóri Hopp Leigubíla segist efins um að breytingarnar muni stuðla að bættu öryggi farþega en formaður leigubílstjóra segir það til bóta. 29. apríl 2025 23:16 Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Leigubílstjóri sem dæmdur var í tveggja og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi fyrr í mánuðinum fyrir nauðgun, fór í Hagkaup til að kaupa verjur meðan vinur hans nauðgaði konunni í íbúð sinni í bílskúr í Kópavogi. Eftir að þeir höfðu báðir brotið á konunni í umræddri íbúð ók leigubílstjórinn henni heim og rukkaði hana fyrir farið. 26. apríl 2025 16:34 Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Isavia ætlar að tryggja aðgengi allra leigubílstjóra að skúr sem ætlaður er sem kaffistofa þeirra sem nota leigubílastæðið við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Skúrinn er nú sagður notaður sem bænahús og lokaður öðrum en þeim sem hann nota sem slíkt. 25. apríl 2025 14:12 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
„Löggjöfin var er algjört klúður og leiddi ekki til neins góðs fyrir íslenskt samfélag. Ástandið er vegna löggjafarinnar sem samþykkt var 2022. Ástandið var ekki svona.“ Eyjólfur segist hafa tekið þátt í umræðunum á sínum tíma. „Ég man að ég var þarna eitt kvöldið ásamt formanni mínum Ingu Sæland og var að berjast gegn þessu. Leigubílsstjórar voru fyrir utan á flautunni eins og enginn væri morgundagurinn. Við vorum að vara við þessu. Ég kalla þetta kjánafrelsi. Það er mikil ábyrgð að keyra fólk á milli staða, tala nú ekki um aldraða, öryrkja og ölvað fólk. Frelsið átti að leysa þetta en þetta er orðið miklu verra. Ég tel að það sé eftirlitsleysi og lagaramminn sé ekki nógu öruggur til að tryggja öryggi farþega.“ Allt rangt sem Áslaug Arna sagði fyrir tveimur árum Umsjónarmenn Bítisins lásu upp gamlan status frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur nú þingkonu Sjálfstæðisflokksins þar sem hún lofaði breytingarnar í hástert og sagði þær leysa margvíslegan vanda. Færsla Áslaugar Örnu frá desember 2022. „Þetta er allt saman rangt. Hver einasti liður,“ sagði Eyjólfur. Hann sagði að ekki væri með lagabreytingum núna verið að innleiða gamla kerfið. „Það er lagaákvæði um endurskoðun laganna og ég fór strax fram á það í mínu ráðuneyti að endurskoðun yrði hafin. Við viljum tryggja öryggi farþega og það er stærsta vandamálið.“ Eins og fram hefur komið í fréttum kemur stöðvaskylda aftur inn og ekki má lengur reka bíl án tengingar við stöð sem sinnir ákveðnu eftirlitshlutverki. Rafræn skráning sem skráir upphaf og lok ferðar auk gjalds verður tekin upp. Auk þess sem stöðin heldur utan um upplýsingar um bílsstjórana. Vill að leigubílsstjórum verði gert að læra íslensku Eyjólfur sagði jafnframt að tungumálakunnátta kæmi til álita og að hann hefði litið sérstaklega til nágrannalandanna, hvernig þau hagi þessu og nefndi hann sérstaklega Noreg, Danmörku og Bretland. En allt snúist þetta um öryggi farþeganna, það væri lykilatriði. Í þessum löndum taki menn ekki meirapróf án þess að kunna tungumálið. „Á Bretlandi er forsenda fyrir því að leigubílsstjórar kunni ensku. Hvers vegna ekki að prófið verði tekið á íslensku?“ Eyjólfur spurði hvers vegna þessu ætti að vera öðru vísi farið á Íslandi. „Þetta er þjónusta við landsmenn. Skilyrði til að vera leigubílsstjóri eru þau að þú takir próf á íslensku. Það er töluð íslenska hér og af hverju viljum við vera að finna upp hjólið?“ Heimir Karlsson útvarpsmaður sagðist hafa tekið leigubíl með erlendum leigubílsstjóra sem virtist heiðvirður náungi en hann hefði bara talað ensku. „Hann getur lært íslensku. Ég óska engum þess að búa á Íslandi án þess að tala íslensku. Það er grundvallaratriði að tala málið sem talað er í því ríki sem þú býrð.“ Svindlað á meiraprófinu Eyjólfur sagðist hafa skilið þetta svo að það væri einfaldlega svindlað á þessum prófum. „Endalausar sögur. Þetta próf var á íslensku. Hvernig getur þú tekið prófið á íslensku ef þú skilur ekki málið? Við erum að vinda ofan af þessari vitleysu og dellu, ef prófið er tekið á íslensku og viðkomandi kann ekki staf í málinu?“ Ráðherra sagðist hafa óstaðfestar heilmildir fyrir því að menn geti haft túlk sér við hlið og notað símann til að fá aðstoð. Eyjólfur segir þetta snúast um öryggi farþega. Lykilaatriði í því er að bílsstjórarnir tali íslensku. Þannig sé þetta í Noregi, Danmörku og á Bretlandi og hvers vegna ekki á Íslandi einnig?vísir/vilhelm „Mér finnst þreytandi að heyra að við ætlum að gera þetta öðruvísi en í öðrum ríkjum.“ Eyjólfur gerir ekki ráð fyrir öðru en að þær breytingar sem eru nú fyrirliggjandi renni í gegnum þingið. Og svo þarf að halda áfram. „Þetta er svona í Noregi, Danmörku og á Bretlandi. En við erum að skoða þetta nánar. Mér finnst þetta eitt af grundvallaratriðum í málinu,“ sagði Eyjólfur. „Þetta snýst ekki um rasisma eða útlendingahatur. En mér finnst þessi umræða, til dæmis með kaffihús, að því hafi verið breytt í bænahús fráleit. ISAVIA verður að vera skýrara í svörum. Þetta átti að vera kaffi- og salernisaðstaða og svo er bara búið að taka þetta yfir? Og að það megi ekki tala um þetta?“
Bítið Leigubílar Umferð Umferðaröryggi Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Ríkisstjórnin samþykkti í dag að leggja fram nýtt frumvarp um breytingar á leigubílamarkaði. Rekstrarstjóri Hopp Leigubíla segist efins um að breytingarnar muni stuðla að bættu öryggi farþega en formaður leigubílstjóra segir það til bóta. 29. apríl 2025 23:16 Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Leigubílstjóri sem dæmdur var í tveggja og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi fyrr í mánuðinum fyrir nauðgun, fór í Hagkaup til að kaupa verjur meðan vinur hans nauðgaði konunni í íbúð sinni í bílskúr í Kópavogi. Eftir að þeir höfðu báðir brotið á konunni í umræddri íbúð ók leigubílstjórinn henni heim og rukkaði hana fyrir farið. 26. apríl 2025 16:34 Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Isavia ætlar að tryggja aðgengi allra leigubílstjóra að skúr sem ætlaður er sem kaffistofa þeirra sem nota leigubílastæðið við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Skúrinn er nú sagður notaður sem bænahús og lokaður öðrum en þeim sem hann nota sem slíkt. 25. apríl 2025 14:12 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Ríkisstjórnin samþykkti í dag að leggja fram nýtt frumvarp um breytingar á leigubílamarkaði. Rekstrarstjóri Hopp Leigubíla segist efins um að breytingarnar muni stuðla að bættu öryggi farþega en formaður leigubílstjóra segir það til bóta. 29. apríl 2025 23:16
Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Leigubílstjóri sem dæmdur var í tveggja og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi fyrr í mánuðinum fyrir nauðgun, fór í Hagkaup til að kaupa verjur meðan vinur hans nauðgaði konunni í íbúð sinni í bílskúr í Kópavogi. Eftir að þeir höfðu báðir brotið á konunni í umræddri íbúð ók leigubílstjórinn henni heim og rukkaði hana fyrir farið. 26. apríl 2025 16:34
Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Isavia ætlar að tryggja aðgengi allra leigubílstjóra að skúr sem ætlaður er sem kaffistofa þeirra sem nota leigubílastæðið við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Skúrinn er nú sagður notaður sem bænahús og lokaður öðrum en þeim sem hann nota sem slíkt. 25. apríl 2025 14:12