Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Lovísa Arnardóttir skrifar 30. apríl 2025 14:02 Starfshópnum var falið að rýna í lagaumgjörð hvalveiða á Íslandi. Vísir/Egill Starfshópur um lagaumgjörð hvalveiða hefur lokið vinnu sinni við skýrslu sína og afhent ráðherra hana. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu verða niðurstöður skýrslunnar kynntar á komandi vikum. Starfshópurinn var skipaður af þáverandi starfandi matvælaráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, í febrúar í fyrra. Þorgeir Örlygsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, var skipaður formaður starfshópsins en honum var falið að rýna lagaumgjörð hvalveiða, þar með talið alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins, valdheimildir og skyldur stjórnvalda á þeim grundvelli. Í tilkynningu um starfshópinn í febrúar í fyrra kom fram að starfshópurinn ætti að skila skýrslu þar sem fram kæmi valkostagreining um mögulegar leiðir til úrbóta og stefnumótunar. „Valkostir skulu bæði taka mið af áframhaldandi veiðum sem og takmörkun eða banni við veiðum til framtíðar. Skýrslunni er ætlað að vera grundvöllur fyrir framtíðarstefnumótun um hvalveiðar,“ segir í tilkynningunni. Starfshópinn skipa, auk Þorgeirs, Dr. Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindarétti við Háskóla Íslands, Árni Kolbeinsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, Dr. Snjólaug Árnadóttir, forstöðumaður Sjálfbærni- og loftslagsréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík og dósent og Trausti Fannar Valsson, forseti lagadeildar Háskóla Íslands og dósent í stjórnsýslurétti. Ekki fleiri sótt um leyfi Í desember voru gefin í tvö leyfi til hvalveiða. Hvalur hf. fékk leyfi til hvalveiða og Tjaldtangi hf. fékk leyfi til að veiða hrefnu. Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., tilkynnti fyrr í mánuðinum að hann myndi ekki veiða langreyði í sumar en Gunnar Torfason, framkvæmdastjóri Tjaldanga hf., sagði í viðtali við Vísi fyrr í vikunni að hann myndi hefja hrefnuveiðar í sumar. Hann stefnir á að selja kjötið á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hafa ekki fleiri sótt um leyfi. Fjórir sóttu um leyfi fyrir áramót en tveir umsækjenda uppfylltu ekki skilyrði fyrir leyfisveitingu til hrefnuveiða. Hvalveiðar Hvalir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Engar hvalveiðar Hvals í sumar Hvalur hf. stefnir ekki á hvalveiðar í sumar. Þetta herma heimildir fréttastofu en RÚV greindi fyrst frá. 11. apríl 2025 17:34 Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Fyrsta langreyðurin sem Hvalur hf. skaut eftir að veiðar hófust á ný, eftir tímabundna stöðvun, háði 35 mínútna dauðastríð. Fréttastofa hefur undir höndum myndbandsupptökur af atvikinu. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir þetta sýna að ekki sé hægt að veiða stórhveli með mannúðlegum hætti. 8. apríl 2025 19:33 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Starfshópurinn var skipaður af þáverandi starfandi matvælaráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, í febrúar í fyrra. Þorgeir Örlygsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, var skipaður formaður starfshópsins en honum var falið að rýna lagaumgjörð hvalveiða, þar með talið alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins, valdheimildir og skyldur stjórnvalda á þeim grundvelli. Í tilkynningu um starfshópinn í febrúar í fyrra kom fram að starfshópurinn ætti að skila skýrslu þar sem fram kæmi valkostagreining um mögulegar leiðir til úrbóta og stefnumótunar. „Valkostir skulu bæði taka mið af áframhaldandi veiðum sem og takmörkun eða banni við veiðum til framtíðar. Skýrslunni er ætlað að vera grundvöllur fyrir framtíðarstefnumótun um hvalveiðar,“ segir í tilkynningunni. Starfshópinn skipa, auk Þorgeirs, Dr. Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindarétti við Háskóla Íslands, Árni Kolbeinsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, Dr. Snjólaug Árnadóttir, forstöðumaður Sjálfbærni- og loftslagsréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík og dósent og Trausti Fannar Valsson, forseti lagadeildar Háskóla Íslands og dósent í stjórnsýslurétti. Ekki fleiri sótt um leyfi Í desember voru gefin í tvö leyfi til hvalveiða. Hvalur hf. fékk leyfi til hvalveiða og Tjaldtangi hf. fékk leyfi til að veiða hrefnu. Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., tilkynnti fyrr í mánuðinum að hann myndi ekki veiða langreyði í sumar en Gunnar Torfason, framkvæmdastjóri Tjaldanga hf., sagði í viðtali við Vísi fyrr í vikunni að hann myndi hefja hrefnuveiðar í sumar. Hann stefnir á að selja kjötið á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hafa ekki fleiri sótt um leyfi. Fjórir sóttu um leyfi fyrir áramót en tveir umsækjenda uppfylltu ekki skilyrði fyrir leyfisveitingu til hrefnuveiða.
Hvalveiðar Hvalir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Engar hvalveiðar Hvals í sumar Hvalur hf. stefnir ekki á hvalveiðar í sumar. Þetta herma heimildir fréttastofu en RÚV greindi fyrst frá. 11. apríl 2025 17:34 Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Fyrsta langreyðurin sem Hvalur hf. skaut eftir að veiðar hófust á ný, eftir tímabundna stöðvun, háði 35 mínútna dauðastríð. Fréttastofa hefur undir höndum myndbandsupptökur af atvikinu. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir þetta sýna að ekki sé hægt að veiða stórhveli með mannúðlegum hætti. 8. apríl 2025 19:33 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Engar hvalveiðar Hvals í sumar Hvalur hf. stefnir ekki á hvalveiðar í sumar. Þetta herma heimildir fréttastofu en RÚV greindi fyrst frá. 11. apríl 2025 17:34
Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Fyrsta langreyðurin sem Hvalur hf. skaut eftir að veiðar hófust á ný, eftir tímabundna stöðvun, háði 35 mínútna dauðastríð. Fréttastofa hefur undir höndum myndbandsupptökur af atvikinu. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir þetta sýna að ekki sé hægt að veiða stórhveli með mannúðlegum hætti. 8. apríl 2025 19:33